Bæjarráð

2720. fundur 20. febrúar 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1402002 - Íþróttaráð, 13. febrúar

32. fundargerð í 13 liðum.

Lagt fram.

2.1312367 - Beiðni um afnot af íþróttahúsinu Digranesi án endurgjalds fyrir árshátíð NMK 10. apríl 2014

Á fundi þann 30.jan. sl., vísaði bæjarráð erindi NMK til íþróttaráðs til umsagnar.
Á fundi Íþróttaráðs Kópavogs, þann 13.febúar sl., var erindið lagt fram til umsagnar.

Íþróttaráð telur mikilvægt að þeir viðburðir sem eru á vegum MK og lúta að nemendum skólans geti farið fram í Kópavogi. Jafnframt leggur íþróttaráð áherslu á það að allir viðburðir sem eru fyrir unglinga og ungmenni í bænum séu alfarið vímulausar samkomur.
Í ljósi ofangreinds mælir íþróttaráð með því við bæjarráð, að það samþykki beiðni NMK um leigufrjáls afnot af Digranesi fyrir árshátíðardansleik NMK að þessu sinni, en NMK verði gert að greiða útlagðan kostnað vegna aukavakta sem af afnotunum hlýst.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

3.1402348 - Ástand knattspyrnuvalla árið 2014

Á fundi íþróttaráðs Kópavogs, þann 13.febrúar sl., var lagt fram minnisblað forstöðumanns, dagsett 4.febrúar sl., ásamt aðgerðar-og kostnaðaráætlun dags 12.febrúar vegna fyrirhugaðs viðhalds knattspyrnuvalla í Kópavogi í vor og sumar.
Íþróttaráð vekur athygli bæjarráðs/framkvæmdaráðs á því að líkur eru á að stórauka þarf fjárheimildir til viðhalds og endurbóta á vallarsvæðum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

4.1402349 - Málefni sundlauga árið 2014

Lögð fram tillga íþróttadeildar um opnun sundlauganna á rauðum dögum á þessu ári.

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð leggur til að málinu verði vísað til frekari umræðu í bæjarstjórn, enda hápólitískt mál ekki síður en tímatöflur íþróttahúsanna og bleikjueldi í Kópavogslæk. Þess má vænta að umræður um málið verði fjörugar ;-)

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hér er íþróttaráð aðeins að upplýsa um opnunartíma sundlauganna.  Ef Guðríður hefur áhuga á að vera með uppistand legg ég til að hún leigi Salinn.

Ómar Stefánsson"

5.1402009 - Leikskólanefnd, 18. febrúar

45. fundargerð í 15 liðum

Lagt fram.

6.1402006 - Skipulagsnefnd, 18. febrúar

1236. fundur í 23 liðum

Lagt fram.

7.1311395 - Hávegur 15. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Björgvins Halldórssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa. Óskað var eftir að byggja þakrými yfir bílskúr og tengibyggingu, ásamt breytingu útbyggingar á vesturhlið og þaki, úr tvíhalla þaki í einhalla þak sbr. uppdráttum dags. 1.11.2013 í mkv. 1:500. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Hávegar 13; Meltraðar 8 og 10 ásamt Álfhólsvegar 30, 30a og 32. Kynningu lauk 6. febrúar 2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.1402522 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi ES Teiknistofu, dags. 3.2.2014, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Þrymsala 1. Í breytingunni felst að skipta þegar byggðu einbýlishúsi í tvö sérbýli sbr. uppdráttum dags. 3.2.2014.
Hafnað. Ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.1310506 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 28.11.2013, varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni við Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að reisa þriggja hæða hús með sex íbúðum alls. Byggingarreitur minnkar úr 276m2 í 248m2. Gert er ráð fyrir breytilegri hæð á þaki. Hæð yfir aðkomuhæð er frá 5,45m til 6,50m. Þak er tvíhalla, mænisstefna samsíða Löngubrekku. Farið er lítillega út fyrir og upp fyrir samþykktan byggingarreit. Nýtingarhlutfall verður 0,68 með kjallara en gildandi skipulag gerði ráð fyrir 0,77 í nýtingarhlutfall með kjallara. Bílastæði á lóð verða 10 í heildina, fimm þeirra við Löngubrekku, fimm við Laufbrekku sbr. uppdráttum dags. 28.11.2013. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum við Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 24.1.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Þá lagt fram erindi frá Fagsmíði ehf dags. 24.10.2013
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.1204112 - Álfhólsvegur 111. Nýbygging. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var erindi um breytingu að Álfhólsvegu 111 frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram minnisblað dags. 5.2.2014 þar sem greint er frá samráðsfundi sem haldinn var með lóðarhöfum Álfhólsvegar 113 og hönnuði tillögunnar.
Þá lögð fram breytt tillaga að nýbyggingu við Álfhólsveg 113. Tillagan nú felst í því að færa nýbyggingu 1m til suðurs og 0,5m til vesturs. Að öðru leytir er ný tillaga óbreytt frá kynntri tillögu dags. 11.13.2013
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.1310511 - Álmakór 19. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar var afgreiðslu erindis vegna breytts deiliskipulags að Álmakór 19 frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014 ásamt minnisblaði frá samráðsfundi sem haldinn var 4.2.2014
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1205205 - Heimalind 24 - Viðbygging

Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var afgreiðslu erindis um breytt deiliskipulag Heimalindar 24 frestað og var skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.
Samþykkt með tilvísan í ofangreinda umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var afgreiðslu erindis um breytt deiliskipulag Markarvegs 2-3 frestað og var skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.
Samþykkt með þeim breytingum að gólfkóti fyrirhugaðrar byggingar verði 101,8 og hámarkshæð mænis 106,13 og fyrir liggi samkomulag milli aðliggjandi lóðarhafa um frágang á lóðamörkum.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.1309370 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013 var afgreiðslu erindis vegna breytts deiliskipulags Lundar 22 frestað. Skipulagsnefnd frestaði fól skipulags- og byggingardeild að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.1401102 - Skólanefnd MK, 12. febrúar

5. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

16.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 14. febrúar

42. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

17.1401010 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 17. febrúar

45. fundargerð í 18 liðum.

Lagt fram.

18.1304041 - Samgöngusamningur við starfsmenn.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar samgöngusamningi við starfsmenn til bæjarráðs og gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð lagði fram tillögu um samgöngusamning haustið 2013. Þá vísaði meirihluti bæjarráðs málinu til umhverfis og samgöngunefndar. Þá var nægur tími fyrir nefndina að afgreiða málið til bæjarráðs svo það mætti gera ráð fyrir kostnaðarauka í fjárhagsáætlun ársins 2014. Nú mörgum mánuðum seinna leggur nefndin til að málið verði afgreitt og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2015. Verður þetta að teljast ótrúlegur seinagangur á afgreiðslu málsins á kostnað starfsmanna bæjarins.

Guðríður Arnardóttir"

19.1304430 - Nafnanefnd, strætóskýli og hringtorg

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að nöfnum hringtorga í Kópavogi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.1311106 - Fjármál stjórnmálasamtaka. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur

Frá bæjarritara, dags. 17. febrúar, svar við fyrirspurn um skil á ársreikningum stjórnmálaflokka til Ríkisendurskoðunar.

Lagt fram.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það vekur óneitanlega athygli að það skuli einungis vera spurt um eitt framboð.

Ómar Stefánsson"

21.1402454 - Samantekt um fyrirspurnir. Bókun frá Guðríði Arnardóttur.

Frá bæjarritara, dags. 17. febrúar, samantekt yfir fyrirspurnir Samfylkingarinnar sem ekki hefur verið svarað í bæjarráði.

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég vek athygli á fjölda fyrirspurna sem bæjarstjóri hefur ekki svarað og sumar allt að því tveggja ára gamlar.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta er ekki mikill fjöldi auk þess sem flestar þeirra hafa runnið út á tíma þar sem þær varða verkefni sem búið er að framkvæma.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þá ætti ekki að vera flókið fyrir bæjarstjóra að svara.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9.58. Fundi var fram haldið kl. 9.59.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er sjálfsagt að gera það og svara t.d. spurningum um stjórnsýsluúttekt sem lauk 12. nóvember 2012.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tillaga Samfylkingarinnar um stjórnsýsluúttekt átti ekkert sameiginlegt með stjórnsýsluúttekt meirihlutans annað en nafnið.

Guðríður Arnardóttir"

22.1310152 - Umferðaröryggi á Kársnesi. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 13. febrúar, umsögn um tillögu um að gera allt Kársnesið að 30 km svæði.

Lagt fram.

 

Ólafur Þór Gunnarsson þakkar framlagt svar.

23.14011020 - Tillaga Ólafs Þórs Gunnarssonar um klaka á götum og lóðum bæjarins

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. febrúar, upplýsingar sem óskað var eftir í bæjarráði þann 30. janúar sl. um kostnað vegna snjómoksturs og hálkuvarna.

Lagt fram.

 

Ólafur Þór Gunnarsson þakkar framlagt svar.

24.705034 - Vatnsendablettur 167b. Bótakrafa vegna yfirtöku lands

Frá bæjarlögmanni, lagður fram dómur Héraðsdóms vegna Vbl. 167b.

Lagt fram.

 

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

25.1402457 - Staða byggingarframkvæmda. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. febrúar, yfirlit sem óskað var eftir í bæjarráði þann 13. febrúar sl. um stöðu byggingarframkvæmda.

Hjálmar Hjálmarsson óskaði eftir því áður en hann vék af fundi að færðar yrðu til bókar þakkir fyrir framlagt svar.

26.1402488 - Staðgreiðsluuppgjör 2013

Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 11. febrúar, staðgreiðsluuppgjör fyrir 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

27.1402600 - Nordjobb sumarstörf 2014

Frá Norræna félaginu, dags. 14. febrúar, óskað eftir að Kópavogsbær ráði Nordjobb ungmenni sumarið 2014 og þakkað fyrir þátttökuna árið 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til úrvinnslu.

28.1402808 - Þjónustukönnun. Bókun frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Capacent vann þjónustukönnun fyrir Kópavog og fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2013. Þar er viðhorf bæjarbúa til hinna ýmsu þjónustuþátta og málaflokka kannað. Skýrslan er undirrituð þann 10. janúar 2014 og hefur væntanlega verið skilað til bæjarins í framhaldi af því. Það vekur furðu að bæjarfulltrúar hafi ekki verið upplýstir um skýrsluna og innihald hennar þótt ríflega mánuður sé liðinn frá því skýrslunni var skilað til bæjarstjóra. Undirrituð óskar eftir því að skýrslan verði send til allra bæjarfulltrúa nú þegar og kynnt formlega á næsta fundi bæjarráðs. Jafnframt mun undirrituð ekki virða trúnað um innihald skýrslunnar lengur en út þessa viku.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ástæðan fyrir því að skýrslan hefur ekki verið birt á vef bæjarins er sú að efni hennar verður fyrst kynnt stjórnendum bæjarins. Sú kynning fer fram á morgun og verða niðurstöður skýrslunnar í framhaldinu birtar. Þegar hefur verið óskað eftir því að fulltrúar Capacent kynni niðurstöður skýrslunnar á næsta fundi bæjarráðs en þeir höfðu ekki tök á að vera með kynningu á efni hennar í dag.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hlé var gert á fundi k. 10.20. Fundi var fram haldið kl. 10.21.

29.1402010 - Félagsmálaráð, 18. febrúar

1365. fundargerð í 6 liðum

Lagt fram.

 

Kl. 8.21 mætti Hjálmar Hjálmarsson til fundarins.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

30.1306115 - Tillaga um sameiginlegar reglur, forval og útboð vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæð

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 12. febrúar, minnisblað sem óskað var eftir í bæjarráði þann 6. febrúar sl. um sameiginlegan rekstur ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:


"Það liggur fyrir að samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undirbúa nú sameiginlegt útboð vegna ferðaþjónustu við fatlað fólk.  Undirrituð leggur til á grundvelli álits lögmanns velferðarsviðs og bæjarlögmanns að samningi við núverandi þjónustuaðila verði sagt upp og Kópavogur taki þátt í sameiginlegu úboði ásamt hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.  Núverandi samningur er uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara.Þátttaka Kópavogsbæjar í sameiginlegum rekstri ferðaþjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu mun væntanlega spara fjármuni og bæta þjónustu við notendur.  Frá umhverfissjónarmiðum má gera ráð fyrir að sameiginlegur rekstur spari ekna kílómetra og dragi þannig úr mengun.


Guðríður Arnardóttir"Hlé var gert á fundi kl. 9.01. Fundi var fram haldið kl. 9.07.Tillaga Guðríðar Arnardóttur var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni. Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi óskaði fært til bókar að hann styddi tillögu Guðríðar Arnardóttur.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:


"Kópavogur er í góðu samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu varðandi akstur fyrir fatlað fólk og er málið í þeim farvegi sem það var sett í undir forystu Guðríðar Arnardóttur. Eins og fram hefur komið hjá félagsmálastjóra sem setið hefur í starfshópnum frá upphafi er ekkert því til fyrirstöðu að bærinn taki þátt í útboðinu á þeim forsendum að koma inn í verkefnið þegar núverandi samningur er útrunninn. Þar með er komist hjá mögulegum málaferlum enda segir í lögfræðiáliti að 'komi til uppsagnar sé hætta á því að sveitarfélagið fengi á sig bótakröfu frá núverandi þjónustuaðila'. Mikilvægt er að sveitarfélagið viðhafi góða stjórnsýslu og gæti meðalhófs og er það gert í þessu máli.


Ármann Kr. Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson."Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:"Samningur við núverandi þjónustuaðila var gerður af fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs Guðrúnu Pálsdóttur. Á þeim tíma höfðu engar ákvarðanir verið teknar um sameiginlegt útboð sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. En sökum þess að á þeim tíma var áhugi fyrir því að samnýta þjónustuna með fleiri sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu var sett í samninginn umrætt uppsagnarákvæði. Hvort þjónustuaðilinn myndi sækja bætur til bæjarins þarf ekki að þýða að hann hafi árangur sem erfiði.


Guðríður Arnardóttir"Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:


"Það mikilvæga í málinu er að bæjarráðsfulltrúar eru sammála um að samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er af hinu góða í þessu máli sem og mörgum öðrum.


Ármann Kr. Ólafsson"


Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

31.1402462 - Reglur um fjárhagsaðstoð. Endurskoðun 18. og 31. gr. Febrúar 2014

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í dag, 18.02.2014, meðfylgjandi tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. Tillögunum er hér með vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.