Bæjarráð

2667. fundur 20. desember 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1212010 - Atvinnu- og þróunarráð, 18. desember

10. fundur
Fundargerðinni var vísað til fullnaðarafgreiðslu úr bæjarstjórn þann 18. desember.

Bæjarráð frestar afgreiðslu fundargerðarinnar.

2.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Atvinnu- og þróunarráð samþykkir framlögð drög samþykkta Markaðsstofu Kópavogs ses. og leggur til að bæjarstjóra verði falið að efna til stofnfundar við fyrstu hentugleika.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

3.1211006 - Barnaverndarnefnd, 8. nóvember

20. fundur

Lagt fram.

4.1212006 - Barnaverndarnefnd, 13. desember

21. fundur

Lagt fram.

5.1212012 - Félagsmálaráð, 18. desember

1343. fundur

Lagt fram.

6.1212237 - Kynning á þörf velferðarsviðs fyrir nýtt stöðugildi vegna langtímaatvinnulausra.

Félagsmálaráð vísaði erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð frestar afgreiðslunni.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð óskar eftir því að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti á næsta fund bæjarráðs.

Guðríður Arnardóttir"

7.1212009 - Skipulagsnefnd, 18. desember

1220. fundur

Lagt fram.

Skipulagsstjóri sat fundinn við afgreiðslu á fundargerð skipulagsnefndar.

8.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd hafnaði að taka málið upp að nýju varðandi byggingu bílskúrs, og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd hafnar að taka málið upp að nýju og vísar því til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1206159 - Selbrekka 8 - breyting á deiliskipulagi

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli innsendra athugasemda frá íbúum að Álfhólsvegi 91 og 93. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. desember

802. fundur

Lagt fram.

12.1201261 - Stjorn skíðasvæða hbsv., 17. desember

328. fundur

Lagt fram.

13.1212270 - Frá stjórn skíðasvæða hbsv., dags. 17. desember, 9 mánaða uppgjör ásamt greinargerð.

Lagt fram 9 mánaða uppgjör ásamt greinargerð, sbr. lið 4 í fundargerð stjórnar skíðasvæðanna 17/12.

Lagt fram.

14.1201287 - Stjórn Sorpu bs., 14. desember

309. fundur

Lagt fram.

15.1212243 - Starfsreglur stjórnar Sorpu bs.

Drög að starfsreglum stjórnar Sorpu bs., samþykktar á stjórnarfundi 14. desember, sbr. lið 2 í fundargerð.

Lagt fram.

16.1212011 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 17. desember

28. fundur

Lagt fram.

17.1212260 - Lækjarbotnaland 54. Afsal

Frá bæjarlögmanni, dags. 18. desember, tillaga um kaup á Lækjarbotnalandi 54.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

18.1212032 - Upplýsingar um útboð á árinu 2011

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. desember, umsögn um útboð á árinu 2011, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 6. desember sl.

Lagt fram.

19.1211111 - Markavegur 1. Athugasemdir við efndir Kópavogsbæjar á skuldbindingum vegna lóðarinnar. Beiðni um gög

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 17. desember, lagt fram svarbréf vegna erindis um Markaveg 1.

Lagt fram.

20.1212081 - Urðarhvarf 10, ósk um að skila lóðinni.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 18. desember, upplýsingar sem óskað var eftir í bæjarráði 13. desember sl. varðandi skil á lóðinni Urðarhvarfi 10.

Lagt fram.

 

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

21.1211407 - Samningur um leigu á vatns- og kaffivélum.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 19. desember, umsögn um tillögu um leigu á vatns- og kaffivélum, sem frestað var í bæjarráði 13. desember sl.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

22.1212249 - Frístundastyrkur - Breyting

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 18. desember, tillaga um að hækka frístundastyrk vegna íþróttaiðkunar barna úr 12.000 kr. í 13.500 kr. næsta haust.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

23.1201087 - Svar við fyrirspurn um framlög vegna leikskólabarna í öðrum sveitarfélögum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 18. desember, svar við fyrirspurn í bæjarráði 13. desember sl. varðandi framlög vegna barna í leikskólum í rekstri annarra sveitarfélaga.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.