Bæjarráð

2550. fundur 20. maí 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögmaður og Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1005008 - Íþrótta- og tómstundaráð 17/5

250. fundur

2.1004024 - Lista- og menningarráð 11/5

358. fundur

3.1005002 - Skipulagsnefnd 18/5

1178. fundur

4.1003112 - Þrymsalir 13, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar dags. 18. maí 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.1002067 - Asparhvarf 12, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar dags. 18. maí 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

6.1005062 - Ásakór 13 - 15, aðkeyrsla slökkviliðs, breytt lóðarmörk.

Það er mat skipulagsnefndar að nefnd breyting á lóð feli ekki í sér grenndaráhrif. Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna lóðarstækkun og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs. Við endurgerð mæliblaðs lóðarinnar Ásakór 13 - 15 komi fram á umræddu svæði, kvöð um umferð og graftarrétt. Skipulagsnefnd vekur athygli á samningum um lóðagjöld.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

7.1005063 - Þríhnúkagígur

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að fela skipulags- og umhverfissviði í samvinnu við Þríhnúka ehf., að hefja vinnu við friðlýsingu Þríhnúkagígs,
breytingar á skipulagi og gerð umhverfisskýrslu.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar erindinu til skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

  

Ómar Stefánsson og Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri viku af fundi kl. 15.40 og tók Ármann Kr. Ólafsson við stjórn fundar. Samúel Örn Erlingsson tók sæti Ómars Stefánssonar á fundinum.

8.1005018 - Fyrirspurn um skipulag í landi Gunnarshólma

Skipulagsnefnd tekur undir mat sviðsstjóra í minnisblaði, dags. 11. maí 2010, hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1005066 - Tunguheiði 8, þakhýsi-fyrirspurn.

Skipulagsnefnd leggst gegn erindinu, vísar til fyrri umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar 21. október 2008 og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1005010 - Félagsmálaráð 18/5

1284. fundur

Aðalsteinn Sigfússon mætti á fundinn vegna liðar 6, útboð vegna ferðaþjónustu fatlaðra og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur félagsmálastjóra kanna möguleika á samstarfi við Hafnarfjarðarbæ um akstur og gera bæjarráði grein fyrir þeim möguleika að hálfum mánuði liðnum.

11.1005025 - Beiðni um styrk vegna reksturs Krossgatna

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir því að félagsmálastjóri mæti á næsta fund bæjarráðs og leggi fram umsögn um erindi Krossgatna.

12.1004032 - Skólanefnd 10/5

9. fundur

13.1005009 - Skólanefnd 17/5

10. fundur

14.1005044 - Umsóknir um stöðu skólastjóra Smáraskóla

Sbr. lið 2 í fundargerð skólanefndar 17/5, mælt er með að bæjarráð samþykki, að Friðþjófur Helgi Karlsson verði ráðinn í stöðu skólastjóra Smáraskóla frá og með 1. ágúst 2010.

Bæjarráð samþykkir að ráða Friðþjóf Helga Karlsson í stöðu skólastjóra Smáraskóla.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

15.1001153 - Stjórn SSH 29/3

349. fundur

 

16.1001157 - Stjórn Strætó bs. 14/5

139. fundur

Bæjarráð óskar eftir að fá sent bréf Hagvagna til Strætó bs. dags. 10. maí sl.

17.1004299 - Special Olympics National 25th Anniversary Games 2010

Frá bæjarritara, dags. 17/5, umsögn um erindi Báru Dennýjar Ívarsdóttur og Skarphéðins Steinarssonar varðandi styrk vegna þátttöku Skarphéðins í Special Olympics National 25th Anniversary Games. Lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 25.000.

Bæjarráð samþykkir að veita Skarphéðni Steinarssyni styrk að upphæð kr. 25.000.

18.1004381 - Rannsóknir og greining - Úrvinnsla rannsókna - framhaldssamningur sveitarfélaga 2010.

Frá bæjarritara, dags. 19/5, lagt er til að bæjarráð samþykki tillögu forvarnanefndar, sbr. fundargerð 25. fundar, um að staðfestur verði samningur við R&G um rannsókn á vímuefnaneyslu unglinga í 8., 9. og 10. bekk.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

19.1004230 - Forgangur í leikskóla.

Frá leikskólafulltrúa, dags. 17/5, nánari skýringar sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 12/5, varðandi tillögu um breytingu á forgangi í leikskóla og leikskólagjaldi.

Bæjarráð hafnar tillögu um breytingu á forgangi í leikskóla og leikskólagjaldi.

20.1001034 - Vatnsendablettur 223, 223a, 223 viðbót og 245. Endurskoðun á samkomulagi.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samningi milli Kolfinnu Guðmundsdóttur, kt. 011265-5889 annars vegar og Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 hins vegar, um skerðingu á lóðunum Vatnsendabletti 223, 223a, 223 viðbót og 245.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

21.1002162 - Vatnsendablettur 132. Krafa um upptöku/endurskoðun á samkomulagi dags. 12.sept. 2001.

Frá bæjarlögmanni, drög að samningi milli Hallgríms Þorsteinssonar, kt. 090437-3999 annars vegar og Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 hins vegar, vegna greiðslu fyrir hesthús á lóð Hallgríms, Vatnsendabletti 132.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

22.1005108 - Fagraþing 1, áður Vatnsendablettur 169. Varðandi skerðingu á lóð

Frá bæjarlögmanni og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, tillaga varðandi Fagraþing 1, áður Vatnsendablett 169 vegna skerðingar lóðar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

23.1002181 - Geymsluhúsnæði fyrir menningarstofnanir.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, dags. 17/5, óskað eftir heimild bæjarráðs til að menningarstofnanir á Borgarholtinu fái afnot af bílageymslu Safnaðarheimilis Kársnessafnaðar að Hábraut 1, sem geymsluhúsnæði.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

24.1005121 - Merkingar á menningarstofnunum á Borgarholtinu.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, varðandi merkingar á menningarstofnunum á Borgarholtinu.

Bæjarráð samþykkir að tæknideild kanni kostnað við merkingu menningarstofnana.

25.1003006 - Málefni Bókasafns Kópavogs 2010

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, dags. 17/5, tillaga að breyttum opnunartíma Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs frá 1. ágúst 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttum opnunartíma.

26.1001092 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2010.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, dags. 19/5, tillaga að sumaropnun sundlauga í Kópavogi.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

27.1004304 - Umsókn um námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 19/5, varðandi umsókn Ástu Bryndísar Schram aðstoðarskólastjóra í Smáraskóla um launalaust leyfi. Lagt er til að Ástu Bryndísi verði veitt launalaust leyfi frá 1. ágúst 2010 til 31. júlí 2011.

Bæjarráð samþykkir að veita launalaust leyfi.

 

Bæjarráð óskar eftir að bæjarritari og starfsmannastjóri geri tillögu að breytingu á reglum um launalaus leyfi.

28.1004063 - Útboð á malbiksefni 2010

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18/5, varðandi tilboð, sem opnuð hafa verið í malbiks yfirlagnir og nýlagnir og einnig tilboð í malbikskaup 2010. Útboðið var lokað.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Malbikunarstöðin Höfði hf. 35.570.000
Hlaðbær colas ehf. 38.800.000
Lagt er til að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Höfða hf. um malbikskaup fyrir árið 2010.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Höfða hf. um malbikskaup fyrir árið 2010.

29.1003035 - Sameining Digranesskóla og Hjallaskóla

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 19/5, vegna sameiningar Digranesskóla og Hjallaskóla. Lagt er til að framkvæmda- og tæknisviði verði falið að hefja undirbúning að framkvæmdum við Digranes- og Hjallaskóla, í samræmi við meðfylgjandi framkvæmdaáætlun, sem rúmist innan fjárveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

30.1003185 - Fyrirspurn frá VG um húsnæði Héraðsskjalasafns Kópavogs

Frá bæjarstjóra, svör við fyrirspurn vegna leigu á húsnæði Héraðsskjalasafns.

Gunnsteinn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að leggja mat á kostnað við flutning Héraðsskjalasafns í nýtt húsnæði.

Gunnsteinn Sigurðsson."

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi viðaukatillögu, sem bætist aftan við framkomna tillögu:

"og gildandi leigusamningi verði sagt upp.

Guðríður Arnardóttir."

 

Formaður bar fram tillögu Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra, og var hún samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

Þá bar formaður undir fundinn viðaukatillögu Guðríðar Arnardóttur og var hún felld með tveimur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

 

Ólafur Þór Gunnarsson óskaði fært til bókar að hann styddi viðaukatillögu Guðríðar Arnardóttur.

 

Gunnar Ingi Birgisson vék af fundi undir þessum lið.

31.1004451 - Tillaga um stjórnsýsluúttekt

Frá bæjarstjóra, dags. 19/5, umsögn um tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar um stjórnsýsluúttekt.

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð vísar tillögu um stjórnsýsluútekt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar, þar sem ljóst er að kostnaður við úttektina er umtalsverður og ekki gert er ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun.

Gunnsteinn Sigurðsson."

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði til að við tillögu Gunnsteins bættist eftirfarandi:

"Þá hittist oddvitar flokkanna hið fyrsta til að vinna að útfærslu málsins.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að auglýsa nú þegar eftir 3 sérfræðingum sem hefðu það hlutverk að meta umfang rannsóknarskýrslu og kostnað eins og getið er um í tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar frá 12.5. s.l., skila greinargerð og hefja vinnu við áðurnefnda rannsókn.  Greinargerð um kostnað og umfang liggi fyrir þann 1. júlí 2010. Bæjarráð tekur í kjölfarið ákvörðun um með hvaða hætti fjármögnun verði háttað.

 Greinargerð.

Samkvæmt umsögn bæjarstjóra  um tillögu ÓÞG kemur fram að kostnaður við úttekt og umfang verður nokkur. Gera má ráð fyrir að frumathugun geti tekið allt að viku vinnu slíkrar nefndar sérfræðinga og kostnaður við hana numið allt að 2 milljónum króna (3x15000x40= 1800000 vsk). Menntunarkröfur og hæfni verði í samræmi við umsögn bæjarstjóra.  Oddvitar allra flokka í bæjarstjórn skila sameiginlegri tillögu um skipan nefndarinnar  og ákvörðun um framhald verður tekin þegar greinargerð liggur fyrir."

Kl. 17:29 vék Guðríður Arnardóttir af fundi og tók Ingibjörg Hinriksdóttir sæti hennar á fundinum.

 

Kl. 17:31 var gert hlé á fundi. Fundi var fram haldið kl. 17:41.

 

Kl. 17:43 vék Hafsteinn Karlsson af fundi og tók Jón Júlíusson sæti hans.

 

Formaður bar undir fundinn tillögu Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra, og var hún samþykkt einróma.

Formaður bar þá undir fundinn viðaukatillögu Gunnars Inga Birgissonar og var hún samþykkt einróma.

 

Ólafur Þór Gunnarsson dró tillögu sína til baka.

32.708167 - Bæjarmálasamþykkt. Drög.

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að nýrri samþykkt Kópavogsbæjar.

Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu bæjarmálasamþykktar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

33.1002273 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2010 ætluð ungmennum 17 ára og eldri.

Frá garðyrkjustjóra, dags. 18/5, hugmyndir um kostnað ef ráðnir verða fleiri sumarstarfsmenn 2010.

Bæjarráð óskar eftir að sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs og garðyrkjustjóri mæti til næsta fundar ráðsins.

34.1002199 - Ósk um álit ráðuneytis á hæfi Halldórs Jónssonar sem skoðunarmanns reikninga Kópavogsbæjar

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 17/5, varðandi álit ráðuneytisins á hæfi Halldórs Jónssonar skoðunarmanns reikninga Kópavogsbæjar.

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

 

"Vegna bréfs Halldórs Jónssonar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis mun undirritaður skila ráðuneytinu eigin greinargerð.

Gunnsteinn Sigurðsson"

 

 

35.1005059 - Tónahvarf 7. Stjórnsýslukæra

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 11/5, varðandi stjórnsýslukæru vegna Tónahvarfs 7 ehf.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

36.1005099 - Ósk um fjárveitingu vegna breytinga á leiðum

Frá Strætó bs., dags. 14/5, ósk um fjárveitingu vegna breytinga á akstursleið, leiðar 28, "frístundavagns".

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

37.812106 - Þríhnúkagígar

Frá Þríhnúkum ehf., dags. 7/5, varðandi fjármögnun á áframhaldandi vinnu við aðgengi að Þríhnúkagíg.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og skrifstofustjóra almennrar skrifstofu stjórnsýslusviðs til umsagnar.

38.1005103 - Urðarhvarf 6, fasteignagjöld

Frá Faghúsum ehf. dags. 11/5, varðandi greiðslu fasteignagjalda.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra og bæjarlögmanns til umsagnar.

39.1005106 - Litlavör 11

Frá Jóni Hjalta Ásmundssyni og Ingunni Jónsdóttur, dags. 17/5, óskað eftir lækkun gjaldtöku bæjarfélagsins vegna stækkunar hússins að Litluvör 11.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

40.1005101 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í ólympíuleikum í stærðfræði

Frá Sólrúnu Höllu Einarsdóttur, dags. 12/5, óskað eftir styrk vegna þjálfunar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum í stærðfræði í Kasakstan.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

41.1005079 - Íbúðir að Kópavogsbraut 1a og 1b

Frá Sunnuhlíð, dags. 11/5, ósk um að Kópavogsbær kaupi íbúðir að Kópavogsbraut 1a og 1b, til leigu fyrir eldri borgara.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

42.1003003 - Arnarsmári 36, breytt deiliskipulag.

Frá stjórn íbúasamtakanna Betri Nónhæð, dags. 10/5, lýst er eindreginni andstöðu við tillögur um íbúðabyggð á Nónhæð, sem lagðar voru fram í skipulagsnefnd 16/3 sl.

Lagt fram.

43.1005087 - Beiðni um afnot af Smáranum vegna barna- og unglingasýningu

Frá Davíð Sigurðarsyni, tölvupóstur dags. 23/4, óskað efir afnotum af íþróttahúsinu í Smáranum í haust að kostnaðarlausu, fyrir barna- og unglingasýningu, sem Silent Company ehf. mun standa að.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og upplýsinganefndar til umsagnar.

44.1003197 - Fundur á vegum GKG, mars 2010.

Frá GKG, dags. 12/5, varðandi K-G daginn, sunnudaginn 6. júní nk., en þá er öllum starfsmönnum Garðabæjar og Kópavogbæjar og fjölskyldum þeirra boðið í golf.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

45.1003126 - Umsókn um styrk vegna aðstöðuleysis

Frá skíðadeild Breiðabliks, dags. 13/3, óskað eftir styrk vegna kostnaðar sem hlotist hefur vegna snjóleysis í vetur.

Bæjarráð vísar erindinu til ÍTK til umsagnar.

46.1003050 - Hamraborg 11. Styrkur til greiðslu fasteignaskatts.

Frá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, þakkarbréf dags. 5/5, vegna niðurfellingar fasteignaskatts á húsnæði deildarinnar.

Lagt fram.

47.1005128 - Varðandi sumarstörf hjá Kópavogsbæ

Frá Úrsúlu Ingvarsdóttur, varðandi umsókn um sumarvinnu sonar hennar, en rafræn umsókn hans barst ekki.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

48.1005129 - Vindakór 14. Nokkrar athugasemdir

Frá Sigurjóni Arnarsyni, varðandi ýmislegt, sem er ófrágengið og veldur slysahættu í næsta nágrenni við Vindakór 14

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

49.1004438 - EKS endurskoðun vegna fasteignaskatta

Frá íbúa í bænum, dags. 7/4, beiðni um lækkun á fasteignaskatti.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

50.1005077 - Álmakór 20. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 19/5, Álmakór 20, lóðarumsókn.
Lagt er til að Hinrik Þór Harðarsyni og Guðbjörgu Óskarsdóttur verði úthlutað lóðinni Álmakór 20.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Álmakór 20 til umsækjenda.

51.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 25. maí

I.  Fundargerðir nefnda.

II. Bæjarmálasamþykkt - tillaga að breytingu. Seinni umræða.

52.1003141 - Ársreikningur SORPU bs fyrir árið 2009.

Frá Sorpu bs., dags. 14/5, leiðréttur ársreikningur Sorpu bs., fyrir árið 2009.

Lagt fram.

53.912645 - Fjárhagsáætlun 2010

Endurskoðun fjárhagsáætlunar

Fjármála- og hagsýslustjóri mætti til fundar og gerði grein fyrir þriggja mánaða uppgjöri.

Fundi slitið - kl. 17:15.