Bæjarráð

2609. fundur 23. september 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1109017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20/9

22. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

2.1109014 - Félagsmálaráð 20/9

1315. fundargerð

Lagt fram.

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

3.1105239 - Reglur Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð. Drög að endurskoðun

Reglur Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð samþykkt í félagsmálaráði þann 20. september 2011.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

4.1109018 - Framkvæmdaráð 21/9

16. fundur

5.1109013 - Menningar- og þróunarráð 19/9

9. fundur

Lagt fram.

6.707011 - Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi

Liður 2 í fundargerð menningar- og þróunarráðs, svar menntamálaráðuneytis við erindi Kópavogsbæjar um viðræður um framtíð Tónlistarsafns Íslands.

Lagt fram.

7.1109005 - Skipulagsnefnd 20/9

1194. fundur

Hlé var gert á fundi kl. 9:06.  Fundi var fram haldið kl. 9:09.

Hlé var gert á fundi kl. 9:11.  Fundi var fram haldið kl. 9:20.

 

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Minnihluti bæjarráðs ásamt fulltrúa Framsóknarflokks lagði til að skipulagsstjóri yrði kallaður inn á fundinn til útskýringar á þeim liðum sem voru til afgreiðslu en það hefði tekið 10-15 min. og þar með væri  hægt að ljúka málinu á næsta bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn ákvað hins vegar að tefja undirbúning framkvæmda um tæpan mánuð. Þetta lýsir helstu áhersluatriðum fjórflokka meirihlutans þegar kemur að framkvæmdum. Telja menn þetta vera í anda opinnar og lýðræðislegrar stjórnsýslu?

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

8.1107093 - Grundarhvarf 5, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

""Undirritaðir leggja til að skipulagsstjóri mæti á fundinn og geri grein fyrir tillögunni.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málins.

9.1107173 - Austurkór 88, 90 og 92, (verða 100, 102 og 104) breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

""Undirritaðir leggja til að skipulagsstjóri mæti á fundinn og geri grein fyrir tillögunni.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

10.1109079 - Engjaþing 5-7 breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

""Undirritaðir leggja til að skipulagsstjóri mæti á fundinn og geri grein fyrir tillögunni.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

11.1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

""Undirritaðir leggja til að skipulagsstjóri mæti á fundinn og geri grein fyrir tillögunni.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

12.1109010 - Skólanefnd 19/9

33. fundur

13.1101997 - Skóladagatal og starfsáætlun 2011-2012

Sbr. lið 1 í fundargerð skólanefndar 19/9, varðandi samræmingu starfsdaga í leik- og grunnskólum.
Skólanefnd mælir með því að starfsdagar skólaárið 2012 - 2013 verði samræmdir til reynslu og felur starfsmönnum menntasviðs að koma með tillögur að framkvæmd og mati á henni.

Lagt fram.

14.1101862 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 9/9

789. fundur

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Vegna liðar 2:  Það er þá að koma í ljós það sem við óttuðumst og  bentum á í aðdraganda flutnings málefna fatlaðra, að kostnaðurinn er mikið áhyggjuefni fyrir sveitarfélögin og á eftir að verða þeim dýr samanber breytingar á Skjólbraut 1a. Fögnum því hins vegar að flutningurinn hafi tekist vel út frá faglegu sjónarhorni.
Vegna liðar 3:  Óskum eftir að samkomulagið verði lagt fram í bæjarráði ef það hefur ekki verið gert.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

15.1101865 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 1/9

315. fundur

16.1106158 - Fyrirspurn frá Gunnari Birgissyni um Vatnsendamálið

Frá bæjarstjóra, svör við fyrirspurn Gunnars I. Birgissonar 3/6 sl.

Lagt fram.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður þakkar fyrir svörin sem mér þykja þó vera rýr í roðinu.

Gunnar Ingi Birgisson""

17.1106158 - Fyrirspurn frá Gunnari Birgissyni um Vatnsendamálið

Frá bæjarstjóra, svör við fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar 9/6.

Lagt fram.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður þakkar fyrir svörin sem mér þykja þó vera rýr í roðinu.

Gunnar Ingi Birgisson""

18.1010309 - Gunnar I. Birgisson óskar eftir upplýsingum varðandi dagsektir af Vindakór

Frá bæjarstjóra, dags. 21/9, svör við fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar á fundi bæjarráðs 15/9 sl. varðandi Vindakór 2 - 8.

Lagt fram.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður þakkar fyrir svörin. Hins vegar bendi ég á að þann 10. maí sl. ákvað bæjarstjórn að setja dagssektir á Íbúðalánasjóð vegna Vindakórs 2-8 frá 15. júní að telja, en engar dagssektir hafa verið rukkaðar.  Ég óska eftir skýringum frá bæjarstjóra á því hvers vegna samþykkt bæjarstjórnar hafi verið hunsuð.

Gunnar Ingi Birgisson""

19.1109033 - Aðstöðustyrkur dagforeldra

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 13/9, varðandi aðstöðustyrk dagforeldra. Lagt er til að samþykkt verði viðbótarfjárveiting að upphæð kr. 820.000,- á árinu 2011.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Ég styð tillöguna þar sem ljóst er að ekki var gert ráð fyrir þessu við gerð fjárhagsáætlunar.

Ómar Stefánsson""

20.1109253 - 6 mánaða uppgjör 2011

Frá fjármálastjóra, lagt fram 6 mánaða uppgjör.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

 

Fundi var frestað kl. 10:05 til kl. 11:30 föstudaginn 23. september.

 

21.1107093 - Grundarhvarf 5, breytt deiliskipulag.

Frá bæjarstjóra, erindi sem frestað var fyrr á fundinum.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

Arkitekt á umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.

22.1107173 - Austurkór 88, 90 og 92, (verða 100, 102 og 104) breytt deiliskipulag.

Frá bæjarstjóra, erindi sem var frestað fyrr á fundinum.

Bæjarráð samþykkir erindið. Einn fulltrúi sat hjá.

 

Arkitekt á umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.

23.1109079 - Engjaþing 5-7 breytt deiliskipulag

Frá bæjarstjóra, erindi sem frestað var fyrr á fundinum.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

Arkitekt á umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.

24.1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.

Frá bæjarstjóra, erindi sem var frestað fyrr á fundinum.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

Arkitekt á umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.

25.1104190 - Framtíð sundlauganna - rýnihópur

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 21/9, tillaga varðandi opnunartíma sundlauga Kópavogs.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar. 

Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri íþróttadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

26.1109189 - Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2012. Umsóknareyðublöð, vinnu- og viðmiðunarre

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 12/9, varðandi framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2012.

Lagt fram.

27.1109186 - Upplýsingaöflun vegna umsókna um framlög vegna nýbúafræðslu á árinu 2012

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 12/9, varðandi framlög úr sjóðnum vegna nýbúafræðslu á árinu 2012.

Lagt fram.

28.1109187 - Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2012 - umsóknareyðublað

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 12/9, varðandi almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2012.

Lagt fram.

29.1109188 - Skólaakstur úr dreifbýli 2012. Umsóknareyðublöð

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 12/9, varðandi skólaakstur úr dreifbýli 2012

Lagt fram.

30.1106516 - Umhverfisþing 2011

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 9/9, varðandi umhverfisþing sem haldið verður á Selfossi 14/10 nk.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu.

31.1106235 - Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 9/9, varðandi aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum.

Bæjarráð vísar erindinu til jafnréttis- og mannréttindaráðs og barnaverndarnefndar til úrvinnslu.

32.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 15/9, afrit af bréfi til dómkvaddra matsmanna í máli, sem rekið er að kröfu Kópavogsbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

33.1012305 - Kórsalir 5, lokaúttekt. Vegna erindis til Umboðsmanns Alþingis

Frá umboðsmanni Alþingis, dags. 13/9, varðandi kvörtun húsfélagsins að Kórsölum 5.

Lagt fram.

34.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Frá framkvæmdahópi SSH um félagslegt húsnæði, lokaskýrsla.

Lagt fram.

35.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Frá framkvæmdahópi SSH, áfangaskýrsla varðandi íþróttamannvirki, íþróttastyrki og sundlaugar.

Lagt fram.

36.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Frá SSH, niðurstöður rýnihóps við gerð og framkvæmd skipulags höfuðborgarsvæðisins.

Lagt fram.

37.1109206 - Óskað eftir niðurfellingu gjalda og skatta

Frá Krossgötum, dags. 14/9, ósk um niðurfellingu fasteignagjalda.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

38.1109232 - Beiðni um upplýsingar

Frá Vinnumálastofnun, ódags., óskað upplýsinga varðandi starfsmenn hjá Kópavogsbæ, sem fá greiddar atvinnuleysisbætur.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

39.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 27. september, sem haldinn verður í Hörðuvallaskóla.

I. Málefni efri byggða (menntamál, skipulag og félagsmál)

II. Fundargerðir nefnda

III. Kosningar

 

Fundurinn fer fram í Hörðuvallaskóla.

40.1109207 - Rekstrarstyrkur til Leikfélags Kópavogs samkvæmt samningi

Frá Leikfélagi Kópavogs, dags. 16/9, reikningur vegna árlegs styrks bæjarins til starfseminnar og rekstrar- og samstarfssamningi, ásamt ársreikningum og skýrslu stjórnar fyrir liðið leikár.

Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og þróunarráðs til úrvinnslu.

41.1109265 - Dagskrá bæjarráðsfunda. Bókun frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Í 48. gr. samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar er fjallað um hlutverk bæjarráðs. Skv. greininni varðar það fyrst og fremst fjárhagslega hagsmuni bæjarins.  Samkvæmt þessu verður ekki séð að bæjarráð eigi að fjalla um fundargerðir einstakra nefnda nema þar sé um að ræða ákvarðanir sem varða fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins umfram fjárhagsáætlun.  Það er hlutverk bæjarstjórnar að fjalla um og afgreiða fundargerðir nefnda og því verða fundargerðir nefnda framvegis ekki lagðar fram til umræðu í bæjarráði.

Guðríður Arnardóttir""

 

Hlé var gert á fundi kl. 13:05.  Fundi var fram haldið kl. 13:22. Rannveig Ásgeirsdóttir vék af fundi meðan á fundarhléi stóð.

 

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Með þessari tilhögun er verið að hægja á allri stjórnsýslu, lengja afgreiðslu mála og draga úr yfirsýn og þekkingu bæjarráðsmanna, en þar sitja 7 bæjarfulltrúar af ellefu. Með því lagi sem hingað til hefur verið unnið eftir hafa íbúar fengið hraðari afgreiðslu en annars staðar hefur þekkst í stærri sveitarfélögum landsins. Nú þegar hafa bæjarbúar fundið fyrir því hversu hægt gengur að afgreiða mál og fá svör hjá núverandi meirihluta og nú mun þessi tími lengjast enn frekar. Þetta fyrirkomulag kemur sér verst fyrir þá sem síst skyldi, þ.e. íbúa Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja taka fram að með þessu breytta fyrirkomulagi er fráleitt að meirihlutinn hafi áheyrnarfulltrúa til launauppbótar í bæjarráði sem kostar bæjarsjóð um 2.500.000 á ári.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

42.1109263 - Afleysingar í grunnskólum. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir upplýsingum um hvernig staðið er að afleysingum í skólunum í tilfellum veikinda kennara. Hvort það sé algengt að börn séu send heim ef kennarar eru veikir?

Ómar Stefánsson""

43.1109264 - Útsvar 2011. Bókun frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Það er mikilvægt að í Útsvarslið Kópavogs verði valið fólk sem vill sigra en ekki bara taka þátt. Legg því til að auglýst verði eftir ábendingum frá Kópavogsbúum í tilvonandi sigurlið bæjarins.

Ómar Stefánsson""

44.1109266 - Staða framkvæmda á lóðum. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Óska eftir að lagður verði fram listi varðandi stöðu á framkvæmdum á úthlutuðum lóðum, sem fylgst hefur verið með síðustu mánuði.

Ómar Stefánsson""

45.1109267 - Fyrirspurn um stöðu á lóðum 2, 4 og 6 í Dalbrekku. Frá Ármanni Kr. Ólafssyni og Gunnari Inga Birgiss

Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Ingi Birgisson lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaðir óska eftir upplýsingum um stöðu mála á lóðum nr. 2, 4 og 6 í Dalbrekku.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

46.1109268 - Erindi til bæjarráðs. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Eru öll erindi, sem send eru bæjarráði, lögð fram í ráðinu?

Ármann Kr. Ólafsson""

47.1109274 - Fyrirspurn varðandi úttekt Deloitte

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""1.  Hver er kostnaður við skýrslu Deloitte um svokallað peningaskápsmál frá 14. 3. 2011?

2.  Bæjarfulltrúar minnihlutans fréttu fyrst af þessu máli í Fréttatímanum snemma í ágúst. Hvers vegna var skýrslan ekki kynnt bæjarfulltrúum fyrr?

3.  Hvað varðar lið nr. 9 í skýrslunni. Hvaða starfsmaður bar ábyrgð á því að veðleyfi var gefið út á fyrsta veðrétt fyrir fjárfestingarláni frá Frjálsa fjárfestingarbankanum án skilyrða?

4.  Mun bæjarsjóður tapa einhverjum fjármunum vegna þessa máls?

Gunnar Ingi Birgisson""

48.1109269 - Framkoma á bæjarráðsfundum. Bókun frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður vill minna bæjarráðsfulltrúa á að gæta hófsemdar og kurteisi í orðum sínum og samskiptum á fundum bæjarráðs.

Hjálmar Hjálmarsson""

Fundi slitið - kl. 10:15.