Bæjarráð

2613. fundur 20. október 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1108358 - Bakkabraut 7a. Beiðni um endurskoðun á álögðum fasteignagjöldum

Frá bæjarritara, dags. 13/10, umsögn um styrkbeiðni vegna fasteignagjalda af húsnæði Lótushúss að Bakkabraut 7a. Þar sem í umræddri fasteign fer fram starfsemi sem fellur ekki undir ákvæði laga eða reglna Kópavogs um styrk til félagasamtaka er lagt til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

2.1110116 - Hagasmári 1, Skemmtigarðurinn í Smáralind. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 5. október 2011 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Meira fjör ehf., kt. 710311-1290, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í Skemmtigarðinum í Smáralind, Hagasmára 1 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

3.1110215 - Engihjalli 8. Xata ehf, Karpaty. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 13. október 2011 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Lyubomyra Petruk, kt. 311072-2429, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Karpaty að Engihjalla 8 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

4.910072 - Kvörtun til Persónuverndar vegna kortavefs á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lagt fram álit Persónuverndar dags. 12/10 varðandi birtingu upplýsinga á heimasíðu Kópavogs, ásamt umsögn og tillögu að afgreiðslu dags. 18/10.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs afgreiðslu málsins.

5.812006 - Uppgræðsla á svæði milli Hengils og Lyklafells.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19/10, umsögn um styrkbeiðni vegna uppgræðslu á svæði milli Hengils og Lyklafells, þar sem lagt er til að ekki verði greiddur styrkur vegna verkefnisins í ár.

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 100.000,- til verkefnisins og vísar afgreiðslu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

6.1107107 - Laxalind 13 og 15, umsókn um byggingarleyfi

Frá skipulagsstjóra, umsögn um Laxalind 13-15, breytt deiliskipulag, ásamt bókun skipulagsnefndar frá 17/10 þar sem erindinu er hafnað og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

7.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Frá umhverfisfulltrúa, umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um tillögur vinnuhóps SSH nr. 7, samstarf sveitarfélaga um sorphirðu.

Lagt fram.

8.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga leik- og grunnskóla

Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, lögð fram ályktun frá KBK um samræmda starfsdaga leik- og grunnskóla, ásamt bókun skólanefndar frá 17/10 þar sem erindi KBK er vísað til bæjarráðs.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Lýsi undrun minni á ótrúlegri bókun Kennarabandalags Kópavogs sem sýnir algjört áhugaleysi á að taka tillit til foreldra í Kópavogi.

Ómar Stefánsson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 8:38.  Fundi var fram haldið kl. 8:42.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það er hagkvæmast og þægilegast fyrir foreldra að starfsdagar leikskóla og grunnskóla séu samræmdir. Hins vegar tökum við undir áhyggjur af minnkandi sjálfstæði grunnskólanna almennt.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Bæjarráð felur sviðsstjóra menntasviðs að ræða við forsvarsmenn Kennarabandalags Kópavogs, félags leikskólakennara í Kópavogi og skólastjórnendur í bænum í samræmi við fyrri tilmæli bæjarráðs vegna málsins.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

9.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Skýrsla framtíðarhóps SSH - Vinnuhóps 10, samstarf safna.

Lagt fram.

10.1109251 - Áhættumat vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæðinu

Frá SSH, dags. 19/9, áhættumat vegna vatnsverndar á Bláfjallasvæðinu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

11.1110204 - Drög að rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2012

Frá stjórn skíðasvæða hbsv., dags. 12/10, drög að rekstrar- og framkvæmdaáætlun skíðasvæðanna fyrir árið 2012.

Bæjarráð óskar eftir því að framkvæmdastjóri skíðasvæða mæti til þar næsta fundar bæjarráðs.

12.1110216 - Vegna vinnu við leiðakerfisbreytingar 2012

Frá stjórn Strætó bs, dags. 14/9, varðandi vinnu við fyrirhugaðar leiðakerfisbreytingar 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

13.1110179 - Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum, 2011-2015

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 11/10, upplýsingar um stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum 2011 - 2015.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til úrvinnslu.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það vakti sérstaka athygli mína að ekki er minnst á UMFÍ í stefnumótun ráðuneytisins.

Ómar Stefánsson"

14.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda.

II. Kosningar.

15.1110272 - Kjördæmavika þingmanna

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Við leggjum til að bæjarfulltrúar mæti ekki niður í þing. Þingmenn eiga að koma í sveitarfélögin.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Tillagan var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð telja eðlilegt að þingmenn kjördæmisins geri sér ferð í sveitarfélögin í kjördæminu til að hitta sveitarstjórnarmenn í kjördæmaviku eins og tíðkast hefur fremur en að stefna þeim í þinghúsið.

Ólafur Þór Gunnarsson, Hafsteinn Karlsson, Erla Karlsdóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Óttinn við flokksagann hjá fulltrúum VG og Samfylkingarinnar vekja óneitanlega athygli með því að samþykkja ekki tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Ómar Stefánsson"

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það sætir furðu að fulltrúar meirihlutans geti ekki stutt tillögu Sjálfstæðisflokksins en bóka síðan að þeir séu sammála henni. Þá sætir furðu að Ólafur Þór Gunnarsson sem nú situr á þingi og í bæjarráði Kópavogs virðist vera hlýðinn þjónn meirihlutans á þinginu.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður telur að óánægja með ákvarðanir þingmanna kjördæmisins vegna kjördæmaviku má ekki vera grundvöllur til ókurteisi.

Ólafur Þór Gunnarsson"

16.1110277 - Sala og skipulag á Glaðheimasvæði. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óska eftir upplýsingum hvort verið sé að vinna markvisst í að selja Glaðheimasvæðið og hvort verið sé að vinna með einhverjar aðrar hugmyndir af skipulagi en samþykkt hefur verið.

Ómar Stefánsson"

17.1110279 - Rottueitur úr frárennsli í Reykjavík. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óskað eftir upplýsingum um hvort og þá hve margir rottueitursskammtar hafi komið úr frárennslisrörum í Reykjavík og hafa fundist í Fossvogslæk.  Þá er óskað eftir mati á þeirri hættu sem eitrið getur valdið.

Gunnar Ingi Birgisson"

18.1110280 - Launa- og fjárhagsáætlun. Fyrirspurn frá Ármann Kr. Ólafssyni og Gunnari Inga Birgissyni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvenær liggur launaáætlun og fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir?

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

19.1110281 - Vinna við fjárhagsáætlun 2012. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvernig hefur meirihlutinn hugsað sér að vinna fjárhagsáætlun fyrir árið 2012?

Ómar Stefánsson"

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi svar: 

"Vinna við fjárhagsáætlun er í fullum gangi á vegum núverandi meirihluta.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.