Bæjarráð

2756. fundur 30. desember 2014 kl. 16:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1408196 - Afmælisnefnd vegna 60 ára afmælis Kópavogsbæjar

Frá bæjarstjóra, samantekt afmælisnefndar vegna 60 ára afmælis Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir framlagða samantekt fyrir sitt leyti.

2.1412485 - Settjörn Fornahvarf framkvæmd

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29,. desember, drög að samningi um breytingar á lóðamörkum Fornahvarfs 3.
Bæjarráð samþykkir drög að samningi um breytingar á lóðamörkum Fornahvarfs 3.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

3.1410366 - Glaðheimar, úthlutun lóða.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. desember, óskað heimildar til að auglýsa lóðir undir fjölbýlishús á Glaðheimasvæði.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

4.1412544 - Samstarf um verkefnið visitkopavogur.is

Frá Markaðsstofu Kópavogs, dags. 10. desember, greinargerð um nýjan vef sem fyrirhugað er að verði opnaður formlega í tilefni af 60 ára afmæli Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 2.000.000,- til verkefnisins, sem tekið verði af lið 13-014-4398.

5.1406362 - Álit varðandi fyrirspurn vegna afhendingar meðmælalista framboða til sveitarstjórnarkosninga 2014

Frá Persónuvernd, dags. 18. desember, álit varðandi fyrirspurn vegna afhendingar meðmælalista framboða til sveitarstjórnarkosninga 2014.
Lagt fram og vísað til umsagnar bæjarlögmanns og formanns kjörstjórnar.

6.1411296 - Umsögn FEBK um tillögu að skipun starfshóps vegna fyrirhugaðs öldungaráðs

Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi, dags. 18. desember, umsögn um tillögu að skipun starfshóps vegna fyrirhugaðs öldungaráðs.
Lagt fram og vísað til bæjarstjóra til úrvinnslu.

7.1412475 - Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2015

Frá Stígamótum, dags. 10. desember, óskað eftir stuðningi við verkefni félagsins á árinu 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til afgreiðslu.

8.1412512 - Umsókn um styrk fyrir árið 2015

Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, dags. 19. desember, óskað eftir styrk fyrir árið 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara

9.1412478 - Beiðni um að fá íþróttahúsið Digranesi að láni endurgjaldslaust fyrir árshátíðardansleik

Frá nemendafélagi Menntaskólans í Kópavogi, dags. 19. desember, óskað eftir að fá íþróttahúsið Digranesi að láni endurgjaldslaust fyrir árshátíðardansleik þann 26. mars 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menntasviðs.

Margrét Friðriksdóttir vék sæti undir þessum lið.

10.1412547 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árin 2012, 2013, 2014

Frá skíðadeild Ármanns, dags. 27. október, umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts á skíðaskála félagsins í Bláfjöllum.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

11.1412014 - Íþróttaráð, 17. desember

43. fundargerð í 64 liðum.
Lagt fram.

12.1212249 - Frístundastyrkur -Reglur um frístundastyrki

Lögð fram endanleg drög að reglum um frístundastyrki, sem samþykkt voru á fundi íþróttaráðs þann 17. desember, sbr. lið 2 í fundargerð.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 12. desember

823. fundargerð í 32 liðum.
Lagt fram.

14.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 19. desember

142. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

15.1412477 - Ný gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

Lögð fram gjaldskrá slökkviliðsins, sem samþykkt var á fundi stjórnar, sbr. lið 3 í fundargerð þann 19. desember.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

16.1401118 - Stjórn Strætó bs., 19. desember

207. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

"Undirritaður lýsir ánægju með aukningu í notkun og þjónustu Strætó bs."
Ólafur Þór Gunnarsson

17.1412424 - Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma 2013

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 17. desember, lögð fram ársskýrsla fyrir árið 2013.
Lagt fram.

Fundi slitið.