Bæjarráð

2534. fundur 21. janúar 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001014 - Fundargerð félagsmálaráðs 19/1

1276. fundur

2.1001160 - Fundargerð hafnarstjórnar 18/1

63. fundur

3.1001010 - Fundargerð lista- og menningarráðs 19/1

349. fundur

4.909212 - Ný heiti sviða í skipuriti bæjarins.

Umsögn lista- og menningarráðs um nýtt heiti sviðsins, samþykkt að breyta heitinu í menningarsvið í samræmi við tillögur bæjarritara.

5.1001005 - Fundargerð skipulagsnefndar 19/1

1174. fundur

Liður 14 - Mál 1001082 - Gjaldtaka vegna breytinga á skipulagi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar og óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

6.910469 - Vatnsendi-Þing, suðursvæði, breytt aðalskipulag.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.910065 - Boðaþing 1 - 3, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð frestar tillögu að breyttu deiliskipulagi.

8.910488 - Austurkór 161, breytt deiliskipulag 2. mgr. 26. gr. laga 73/97.

Bæjarráð samþykkir erindið.

9.1001155 - Fundargerð slökkviliðs hbsv. 15/1

89. fundur

10.1001138 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins samþykkt á 89. stjórnarfundi þann 15/1 lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. sem samþykkt var á 89. stjórnarfundi þess þann 15. janúar 2010.

11.907136 - Skemmuvegur 50/Skemmuvegur 48, sameining lóða.

Frá bæjarritara, dags. 19/1, umsögn um málefni Sendibílastöðvar Kópavogs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

12.1001127 - Smiðjuvegur 6, Hólsæð ehf, Matstofa Sóleyar. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 14/1, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Hólsæðar ehf., kt. 600409-0930, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn matstofu Sóleyjar að Smiðjuvegi 6 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

13.908109 - Innleiðing gæðakerfis

Frá bæjarritara og gæðastjóra, dags. 13/1, tillaga að rafrænni gæðahandbók og stofnun gæðaráðs.

Bæjarráð vísar tillögu að gæðahandbók til bæjarstjórnar.

14.907089 - Kópavogsgerði. Óskað eftir viðræðum vegna lóðagjalda.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 20/1, umsögn varðandi lóðagjöld á lóðum KS verktaka við Kópavogsgerði.

Bæjarráð hafnar erindinu og felur skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs að svara erindinu.

15.803073 - Marbakkabraut 4. Leikskólinn Marbakki. Viðbygging

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 12/1, óskað heimildar til að semja við Silfurstein ehf. um endurbætur á hluta af elsta áfanga leikskólans Marbakka.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

16.1001164 - Fífuhvammsvegur / Lindavegur. Breikkun gatna

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 19/1, óskað heimildar til að bjóða út í opnu útboði breikkun á Fífuhvammsvegi og Lindarvegi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

17.1001092 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2010.

Frá deildarstjóra ÍTK, dags. 20/1, tillaga að nýjum vaktatöflum fyrir Sundlaug Kópavogs og sundlaugina í Versölum.

Bæjarráð samþykkir tillögu að nýjum vaktatöflum.

18.1001119 - Aðstoðarmaður í félagslegri ráðgjöf

Frá sviðsstjóra félagssviðs, dags. 12/1, beiðni um samþykki fyrir 0,5 stöðugildi aðstoðarmanns í félagslegri ráðgjöf.

Bæjarráð samþykkir tillögu um 0,5 stöðugildi aðstoðarmanns í félagslegri ráðgjöf. Starfsmannastjóra verði falið að kanna hvort unnt sé að ráða í stöðuna með tilflutningi starfsfólks.

19.911899 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

Lögð fram til samþykktar breyting á reglum um fjárhagsaðstoð, sbr. lið 1 í fundargerð félagsmálaráðs 5/1 sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.

20.1001086 - Framlög á fjárlögum 2010.

Frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 11/1, upplýsingar um úthlutun til ýmissa verkefna hjá umhverfisráðuneyti ásamt leiðbeiningum varðandi umsóknir til fjárlaganefndar fyrir 2011.

Lagt fram.

21.1001133 - Skil fjárhagsáætlunar 2010.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 14/1, varðandi skil á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga í rafrænu formi.

Bæjarstjóri upplýsti að rafræn skil hafi þegar átt sér stað.

22.912208 - Beiðni um afhendingu jafnréttisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun.

Frá Jafnréttisstofu, dags. 11/1, ítrekuð beiðni um afhendingu jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins ásamt framkvæmdaáætlun.

Bæjarráð vísar erindinu til jafnréttisnefndar til afgreiðslu.

23.1001085 - Óskað eftir upplýsingum vegna framboðs á nýju íbúðarhúsnæði.

Frá Samtökum iðnaðarins, dags. 13/1, óskað eftir upplýsingum varðandi byggingarframkvæmdir í sveitarfélaginu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

24.1001124 - Styrktarsjóður SÁÁ leitar eftir stuðningi.

Frá SÁA, dags. 14/1, óskað eftir styrk að upphæð kr. 500.000,- til styrktarsjóðs samtakanna til greiðslu hlutar sjúklinga í meðferð.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

25.811349 - Glaðheimar, leiga á hesthúsum.

Frá Landslögum-lögfræðistofu, dags. 30/12, varðandi fyrirhugaða samninga um afnot af hesthúsum á Glaðheimasvæðinu.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

26.1001084 - Arakór 1, lóðarskil.

Frá Guðmundi Inga Karlssyni, dags. 12/1, lóðinni að Arakór 1 skilað inn.

Lagt fram.

27.1001083 - Dalaþing 32, lóðarskil.

Frá Ómari Ragnarssyni og Nínu Margréti Pálmadóttur, dags. 13/1, lóðinni að Dalaþingi 32 skilað inn.

Lagt fram.

28.1001107 - Dalaþing 34. Ósk um nafnabreytingu á lóðarhafa.

Frá Þórjóni P. Péturssyni, dags. 13/1, óskað eftir að nafni lóðarhafa að Dalaþingi 34 verði breytt í Birnu D. Ólafsdóttur, kt. 180674-4549.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

29.1001112 - Hlíðarendi 2 (lóð nr. 52). Lóðarskil.

Frá Guðna G. Guðnasyni og Guðna B. Guðnasyni, ódags., lóðinni að Hlíðarenda 2 skilað inn.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

30.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 26. janúar

I.   Fundargerðir nefnda

II.  Skipulagsmál

III. 3ja ára fjárhagsáætlun 2011-2013

Fundi slitið - kl. 17:15.