Bæjarráð

2546. fundur 23. apríl 2010 kl. 12:15 - 14:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1004278 - Hlíðarendi 19 (lóð nr. 51), lóðarskil

Frá Hönnu Heiði Bjarnadóttur, dags. 6/4, hesthúsalóðinni að Hlíðarenda 19 á Kjóavöllum skilað inn.

Lagt fram.

2.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 27/4

I. Fundargerðir nefnda

II. Skipulagsmál

III. Ársreikningur Kópavogsbæjar 2009, fyrri umræða

IV. Jafnréttisstefna 2010 - 2014

V. Kosningar

3.1004261 - Hjólað í vinnuna 2010

Frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, dags. 12/4, varðandi vinnustaðakeppnina, Hjólað í vinnuna 5. - 25. maí nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til úrvinnslu.

4.1004012 - Byggingarnefnd 20/4

1314. fundur

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

5.1004013 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 20/4

3. fundur

Bæjarráð staðfestir sérafgreiðslu byggingarfulltrúa.

6.1004014 - Félagsmálaráð 20/4

1282. fundur

7.1004015 - Íþrótta- og tómstundaráð 19/4

248. fundur

8.1003022 - Leikskólanefnd 20/4

5. fundur

9.1004250 - Starfsmannamál - leikskólanefnd 20.04.2010

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

10.911005 - Viðmið Kópavogsbæjar vegna fjölda barna í leikskólum Kópavogs

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum og óskar eftir að fræðslustjóri mæti á næsta fund ráðsins.

11.1004007 - Lista- og menningarráð 20/4

355. fundur

12.1004001 - Skipulagsnefnd 20/4

1177. fundur

13.812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

14.812081 - Kársnesbraut 106, deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir breytt erindi dags. 28. janúar 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

15.912691 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir breytt erindi, dags. 20. apríl 2010, þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og fyrirhuguð viðbygging er lækkuð í sömu hæð og núverandi íbúðarhús. Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

16.1002114 - Ögurhvarf 6, fyrirspurn

Með tilvísan til nálægðar lóðarinnar að Ögurhvarfi 6 og Elliðaáa hafnar skipulagsnefnd framlögðu erindi. Nefndin bendir á að Elliðaárnar er einstök náttúruperla sem ekki má stofna í hættu. Með bensínstöð svo nálægt ánum gæti umhverfi og lífríki árinnar spillst.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

17.1001151 - Fundargerð skólanefndar 12/4

8. fundur

18.1002171 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26/3

773. fundur

 

19.1001153 - Fundargerðir stjórnar SSH 29/3

348. fundur

20.1001154 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 9/4

304. fundur

Bæjarráð óskar eftir að fá upplýsingar um veðurfar síðustu 10 ára og spá til næstu 10 ára á svæðinu.

21.1001155 - Fundargerð stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 16/4

92. fundur

22.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Félagsmálastjóri og deildarstjóri málefna fatlaðra fóru yfir stöðu um undirbúning að yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra.

Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti á fund ráðsins og geri grein fyrir viðræðum við ríkisvaldið um málið.

23.708167 - Bæjarmálasamþykkt. Drög.

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að nýrri samþykkt Kópavogsbæjar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

24.911913 - Jafnréttisstefna 2010 - 2014

Frá bæjarstjóra, lögð fram Jafnréttisstefna 2010 - 2014.

Bæjarráð vísar afgreiðslu jafnréttisstefnu til bæjarstjórnar.

25.1003047 - Kosningar á fundi bæjarstjórnar 27/4

Frá bæjarritara, varðandi kosningu varamanna í stjórn LSK.

Bæjarráð vísar kosningu varamanna til bæjarstjórnar.

26.1004239 - Samningur um lánshæfismat Kópavogsbæjar.

Frá bæjarritara, varðandi þátttöku Kópavogsbæjar í lánshæfismati IFS Reitunar ehf., sem frestað var á fundi bæjarráðs 15/4.

Bæjarráð samþykkir tillögu að samningi við IFS Reitun ehf. um lánshæfismat.

27.1004316 - Vinnuskóli Kópavogs 2010 (14-16 ára)

Frá garðyrkjustjóra, dags. 20/4, varðandi laun og vinnutíma unglinga á aldrinum 14 - 16 ára í Vinnuskóla Kópavogs sumarið 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu um laun og vinnutíma.

28.1004339 - Verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 20/4, varðandi verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar og bæjarritara til úrvinnslu.

29.1004299 - Beiðni um styrk

Frá Báru Denný Ívarsdóttur og Skarphéðni Steinarssyni, dags. 9/4, óskað eftir framlagi til styrktar Skarphéðni Steinarssyni vegna þátttöku hans í Special Olympics National 25th Anniversary Games, sem haldnir verða á Gilbraltar 31/5 - 4/6 n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

30.1004337 - Auðbrekka 17, parketgólf í danssal

Frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, óskað eftir styrk til endurnýjunar á parketgólfi.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttafulltrúa til umsagnar.

31.1004338 - Undirskriftasöfnun til að mótmæla opnunartíma Sundlauga Kópavogs

Frá Guðbirni Þór Ævarssyni, f.h. sundgesta í sundlaugum Kópavogs, dags. 20/4, undirskriftalistar þar sem mótmælt er opnunartíma sundlauganna.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til umsagnar.

32.1002133 - Snjóframleiðsla í Bláfjöllum.

Frá Skíðadeild Breiðabliks, dags. 17/4, ályktun aðalfundar skíðadeildarinnar varðandi útbúnað til snjóframleiðslu í Bláfjöllum.

Lagt fram.

33.810412 - Kórsalir 5. Vanefndir seljanda, frágangur, lokaúttekt.

Frá íbúum að Kórsölum 5, dags. 13/4, varðandi samskipti húsfélagsins við byggingarfulltrúa og Kópavogsbæ.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 14:15.