Bæjarráð

2622. fundur 22. desember 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1112303 - Innkaup á skrifstofuvörum. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um hve hátt hlutfall skrifstofuvara er keypt af fyrirtækjum í Kópavogi. Sundurliðun óskast.

Gunnar Ingi Birgisson"

2.1112305 - Málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs. Bókun frá Gunnari Inga Birgissyni

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Varðandi viðtal við Guðríði Arnardóttur í hádegisfréttum RÚV sl. sunnudag vill undirritaður gera eftirfarandi athugasemdir:

1.      Guðríður virðist ekki vita hvernig staðan var í fjármálakerfi landsins í hruninu, þ.e. allir skuldabréfamarkaðir horfnir, bankarnir á hausnum o.s.frv.

Þáverandi stjórn lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar ákvað að geyma peningana, sem sjóðurinn hafði lausa eftir að hlutabréf höfðu verið seld í bönkunum fyrir hrun ásamt víxla útlánum sömu stofnana á góðri ávöxtun inn í bæjarsjóði. Bæjarsjóður ber 100% ábyrgð á lífeyrissjóðnum. Stjórnin tók þá ákvörðun sem var best fyrir sjóðinn og skattborgara Kópavogs. Stjórnin hélt ró sinni í þessu mikla efnahagsfárvirði, en fór þó ekki á ”taugum“ eins og Guðríður fullyrðir heldur tók þá ákvörðun sem best var fyrir  sjóðinn án þess að hugsa um eigin hag.

2.      Í viðtölum er hún að hnýta í tvo starfandi bæjarfulltrúa og tvo starfsmenn Kópavogsbæjar fyrir að bjarga fjármunum sjóðsins í hruninu.

3.      Guðríður fullyrðir í viðtalinu að hún væri ósammála stjórninni við að bjarga fjármunum lífeyrissjóðsins með því að geyma þá í bæjarsjóði meðan fárviðrið gekk yfir.

4.      Framgangur Guðríðar Arnardóttur í þessu máli er svipaður og í svokölluðu ”bílamáli bæjarstjóra“ þar sem hún sparkaði í fólk sem síst skyldi.

Ummæli Guðríðar í þessum tveimur málum er svartur blettur á bæjarstjórn Kópavogs og lýsir kannski best hennar innri manni.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 9.45. Fundi var fram haldið kl. 9.52.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég óska Gunnari Birgissyni gleðilegra jóla.

Guðríður Arnardóttir"

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Takk fyrir. Sömuleiðis.

Gunnar Ingi Birgisson"

3.1112265 - Fundartími bæjarstjórnar

Frá bæjarritara, dags. 19/12, tillaga um að fundir bæjarstjórnar verði haldnir á almennum skrifstofutíma.

Lagt fram.

4.1103305 - Umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 19/12, umsögn um styrkbeiðni til greiðslu fasteignagjalda af húsnæði Krossins að Hlíðarsmára 5-7.

Lagt fram.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til frekari úrvinnslu.

5.1109053 - Umsókn um launað námsleyfi á vorönn 2012

Frá starfsmannastjóra, dags. 13/12, umsögn um beiðni Rannveigar Jónsdóttur um launað námsleyfi til að ljúka mastersnámi í stjórnun menntastofnana.

Bæjarráð samþykkir að veita Rannveigu Jónsdóttur eins mánaðar launað námsleyfi á vorönn 2012, enda er gert ráð fyrir leyfinu á fjárhagsáætlun, og binda leyfið því skilyrði að Rannveig starfi hjá Kópavogsbæ að námi sínu loknu.

 

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1112194 - Launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 13/12, umsögn um beiðni Eddu Valsdóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að bæjarráð samþykki að Edda Valsdóttir leikskólastjóri, fái að hefja töku frestaðs námsleyfis frá árinu 2004, sem er 4,5 mánuðir, sem hún hefur óskað eftir að hefja töku á hausið 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra að Edda Valsdóttir megi ljúka launuðu námsleyfi sem frestað hafði verið og bindur leyfið því skilyrði að Edda starfi áfram hjá Kópavogsbæ að loknu námsleyfinu.

 

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

7.1011049 - Þorrasalir 1-3. Yfirlýsing vegna veðbandslausna

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 20/12, umsögn um beiðni Leigugarða ehf. að leysa fokheldar íbúðir úr veðböndum.

Bæjarráð veitir fjármála- og hagsýslustjóra heimild til að leysa íbúðir 232-1591, 232-1595, 232-1607, 232-1608, 232-1609 og 232-1610 að Þorrasölum 1-3 úr veðböndum.  Einnig að aflétta veðum af fleiri íbúðum í húsinu gegn greiðslu á kröfu bæjarins í hlutfalli við fjölda íbúða.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

8.1112225 - Innri leiga á Digranesvegi 7. Svar við fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra og umsjónarmanni fasteigna, dags. 20/12, sundurliðun á innri leigu á Digranesvegi 7, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 15/12.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

 

Gunnar Ingi Birgisson boðaði bókun á næsta fundi vegna málsins.

9.1110202 - Skoðun á rekstri og faglegu starfi

Félagsmálaráð samþykkti tilboð lægstbjóðanda í verkið, sbr. lið 17 í fundargerð ráðsins 20/12.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs tók þátt í fundinum í gegnum síma undir þessum lið.

10.1103299 - Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn. Tilboð í innanhússfrágang á Digranesvegi 7.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, bókun í framkvæmdaráði 21/12, sbr. lið 1 í fundargerð:
1
1103299 - Digranesvegur 7. Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn

Frá eignadeild. Þriðjudaginn 20. desember 2011 voru opnuð tilboð í verkið "Digranesvegur 7, Kópavogi, Héraðsskjalasafn, innanhússfrágangur" skv. útboðsgögnum, dags. í desember 2011. Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:

Bjóðandi: Tilboð samræmt og endurreikn.

Sérverk ehf. kr. 35.202.531,- kr. 36.311.654-
AF-hús ehf. kr. 48.151.848,- kr. 48.252.283-
Baldur Jónsson ehf. kr. 40.909.541,- kr. 40.989.904-
Rafvirki ehf. kr. 40.049.148,- kr. 42.154.577-
Eiríkur og Einar Valur ehf 38.843.750, -kr.38.926.185-
IAV fasteignaþj. ehf kr. 39.410.309, -kr.39.502.199-
Sveinbjörn Sigurðs. kr. 41.260.710,-kr. 42.794.860-
S.Þ. verktakar ehf. kr. 39.883.720,- kr. 39.983.591-
Rásin sf. kr. 41.507.044,- kr. 43.780.369-

Kostnaðaráætlun var kr. 47.774.486,-

Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Sérverk ehf.

Bæjarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum að leitað verði samninga við lægsbjóðanda Sérverk ehf. Tveir fulltrúar sátu hjá.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa margoft bent á þá staðfestir þetta tilboð að kostnaður við flutning Héraðsskjalasafnsins verður yfir 100% umfram fyrstu áætlanir. Það var rangt að ráðast í þennan flutning á þessum tímapunkti, þá hefði átt að vinna að uppbyggingu Héraðsskjalasafnsins í samvinnu við nágrannasveitarfélögin sem enn eiga eftir að leysa sín safnamál. Það hefði getað dregið verulega úr kostnaði bæjarins.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

11.1103299 - Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn, verðkönnun á hillukerfi.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, bókun í framkvæmdaráði 21/12, sbr. lið 2 í fundargerð:
2
1103299 - Digranesvegur 7. Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn

Frá eignadeild. Niðurstaða verðkönnunar á hillukerfi. Leitað var eftir tilboðum frá þremur söluaðilum og bárust eftirfarandi tilboð:
Qubiqa-Nordplan kr. 9.250.218,-
Ísold-Sarpsborg kr. 12.001.692,-
Rými-Constructor kr. 12.125.753,-
Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Qubiqa-Nordplan.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn sat hjá.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs með þremur samhljóða atkvæðum og samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Qubiqa-Nordplan. Tveir fulltrúar sátu hjá.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa í bókun undir fyrri lið.

12.706100 - Bolaöldur. Námuvinnsla

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, bókun í framkvæmdaráði 21/12, sbr. lið 3 í fundargerð:
3
0706100 - Bolaöldur. Námuvinnsla
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Drög að samningi um jarðvegslosun.
Samþykkt.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi um jarðvegslosun.

13.1112261 - Innleiðing á nýjum lögum nr. 44/2011 um "Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar"

Frá Landmælingum Íslands, dags. 14/12, óskað eftir samvinnu við innleiðingu á lögum samþykktum á Alþingi um "Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar".

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

14.1112231 - Catco Vatn ehf. óskar eftir starfsleyfi til vatnsátöppunar

Frá Catco Vatni, tölvupóstur dags. 15/12, óskað eftir starfsleyfi til átöppunar á lindarvatni á flöskur undir vörumerkinu Iceland Spring.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

15.1112258 - Þrettándafagnaður. Óskað eftir leyfi til flugeldasýningar

Frá HK, tölvupóstur dags. 16/12, óskað heimildar fyrir flugeldasýningu í tengslum við árlegan þrettándafögnuð í Fagralundi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

16.1112227 - Sótt um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi

Frá Breiðabliki, dags. 13/12, óskað leyfis fyrir árlegri áramótabrennu félagsins í Smárahvammi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

17.1112226 - Óskað eftir styrk vegna Ólympíuverkefnis

Frá Breiðabliki, dags. 9/12, styrkbeiðni vegna ólympíufarans Kára Steins að upphæð 1 m.kr.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til afgreiðslu.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskaðu fært til bókar að þeir líti jákvætt á erindið.

 

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.

18.1112262 - Umsókn um styrk til áframhaldandi fræðsluverkefna

Frá Krabbameinsfélaginu, dags. 16/12, óskað eftir styrk til starfsemi félagsins fyrir árið 2012 að upphæð kr. 500.000,-.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

19.1107040 - Framtíðarhópur SSH - vinnuhópur 17 Byggðasamlögin

Skýrsla vinnuhóps 17 Stjórnsýsluúttekt byggðasamlaganna, sem fjallað var um á fundi bæjarráðs 6/10 sl.

Bæjarráð þakkar starfshópum góð störf og telur mikilvægt að áfram verði unnið á grundvelli tillagna sem þar koma fram.

20.1101848 - Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 15/12

167. fundur

Lagt fram til kynningar.

21.1102323 - Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag 3/6 2011

Lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð óskar eftir að skipulagsstjóri mæti til næsta fundar ráðsins.

22.1102323 - Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag 16/12 2011

Lagt fram til kynningar.

23.1101857 - Fundargerð Menntaskólans í Kópavogi 14/12

16. fundur

Lagt fram til kynningar.

24.1101867 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 16/12

107. fundur

Lagt fram til kynningar.

 

Lið 4 frestað til næsta fundar.

25.1112302 - Styrkur til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs

Bæjarráð samþykkir að veita fjárstyrk til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs að upphæð kr. 1.500.000 fyrir jólin.

Bæjarráð samþykkir að fella niður fund ráðsins þann 29. desember nk.

Bæjarráð þakkar starfsfólki og kjörnum fulltrúum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskar þeim gleðilegrar hátíðar.

Fundi slitið - kl. 10:15.