Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðna Pálssonar, arkitekts, dags. 31.10.201, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hafraþings 6-8. Í breytingunni felst að parhús verði á einni hæð í stað tveggja og byggingarreitur stækkar sbr. uppdráttum dags. 31.10.2013 í mkv 1:2000 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 1, 3, 5, 6, 7 og 8 ásamt Hálsaþingi 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Kynningu lauk 18.12.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Lagt fram
Ólafur Þór Gunnarsson bókar:
Undirritaður þakkar svarið.