Bæjarráð

2776. fundur 28. maí 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1504655 - Álfhólsvegur húsagata 15 - 41 gatnagerð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 26. maí, lagðar fram niðurstöður útboðs í gatnagerð og lagningu veitulagna í húsagötu við Álfhólsveg 15-41. Lagt til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Grafa og grjót ehf. um verkið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Grafa og grjót ehf. um verkið "Álfhólsvegur endurnýjun aðkomugötu, gatnagerð í Kópavogi 2015".

2.1407199 - Álmakór 22, kærð álagning sorphirðugjalda.

Frá lögfræðideild, dags. 21. maí, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 70/2014.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

3.1504223 - Beiðni um fjárstuðning til starfsemi Bocciahóps og hreyfihóps í Gjábakka.

Frá bæjarritara, dags. 20. maí, lögð fram beiðni Bocciahóps og hreyfihóps í Gjábakka um styrk vegna keppnisgjalda og ferðakostnaðar. Lagt til að veittur verði kr. 100.000,- styrkur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 100.000,- til Bocciahóps og hreyfihóps í Gjábakka.

4.1505550 - Ekrusmári 6. Fanney Gunnarsdóttir. Umsókn um rekstrarleyfi vegna heimagistingar. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 26. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fanneyju Gunnarsdóttur, kt. 300760-4739, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I að Ekrusmára 6, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi samkvæmt gildandi skiulagi, en bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.1302500 - Langabrekka 5, kæra vegna synjunar um endurupptöku.

Frá lögfræðideild, dags. 21. maí, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 8/2013.
Lagt fram.

6.902148 - Langabrekka 5, stoðveggur, kynning og gögn vegna kæru.

Frá lögfræðideild, dags. 21. maí, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 45/2010.
Lagt fram.

7.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar. Niðurstaða útboðs.

Frá forstöðumanni UT-deildar og verkefnastjóra spjaldtölvuinnleiðingar, dags. 8. maí, lagðar fram niðurstöður útboða vegna spjaldtölvukaupa til innleiðingar í grunnskólum Kópavogs. Lagt til að gengið verði til samninga við Skakkaturn ehf. um kaup á búnaðinum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við Skakkaturn ehf. um kaup á spjaldtölvum til innleiðingar í grunnskólum bæjarins.

Forstöðumaður UT-deildar sat fundinn undir þessum lið.

8.1505529 - Ályktun aðalfundar Skólastjórafélags Reykjaness 7. maí.

Frá Skólastjórafélagi Reykjaness, dags. 7. maí, lögð fram ályktun félagsins fyrir hönd skólastjórnenda vegna komandi kjaraviðræðna í kjölfar þess að kjarasamningar skólastjórnenda rennur út 31. maí 2015.
Lagt fram.

9.1505631 - Kjarasamningar grunnskólakennara, minnisblað stjórnar SSH.

Frá stjórn SSH, dags. 26. maí, lagt fram minnisblað stjórnar SSH vegna kjarasamninga grunnskólakennara.
Lagt fram.

10.1505590 - Styrkumsókn vegna Ólympíuleika í stærðfræði

Frá Hjalta Þór Ísleifssyni, dags. 22. maí, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í eðlisfræði á Indlandi.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum og vísar því til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

11.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó bs. dags. 17. apríl 2015.

8. eigendafundur Strætó bs. í 1. lið.
Lagt fram.

12.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó bs. dags. 18. maí 2015.

9. eigendafundur Strætó bs. í 3. liðum.
Lagt fram.

13.1505010 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 18. maí 2015.

37. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 1. lið.
Lagt fram.

14.1505013 - Lista- og menningarráð, dags. 19. maí 2015.

43. fundur lista- og menningarráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

15.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða hbsv. dags. 8. apríl 2015.

344. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

16.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða hbsv. dags. 19. maí 2015.

345. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 3. liðum.
Lagt fram.

17.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 22. maí 2015.

350. fundur stjórnar Sorpu í 12. liðum.
Lagt fram.

18.1505698 - Viðaukar 2015.

Frá bæjarstjóra, dags. 27. maí, lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna liðveiðslu og frekari liðveislu, ásamt umsögn sviðsstjóra velferðarsviðs.
Bæjarráð vísar afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar.

Fundi slitið.