Bæjarráð

2531. fundur 22. desember 2009 kl. 12:00 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.912010 - Byggingarnefnd 15/12

1311. fundur

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

2.912011 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 15/12

12. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarulltrúa.

3.912012 - Félagsmálaráð 15/12

1274. fundur

4.912009 - Íþrótta- og tómstundaráð 14/12

242. fundur

5.912013 - Lista- og menningarráð 25/11

348. fundur

6.912001 - Skipulagsnefnd 15/12

1173. fundur

7.903073 - Auðbrekka 16 - 32, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir breyttan uppdrátt, greinargerð og skipulagsskilmála, dags. 15. desember 2009 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

8.901230 - Kjóavellir, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

"Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu en óskar eftir að bæajrritari kanni hvort breytingin hafi áhrif á álagningnu opinberra gjalda á mannvirki.

Ólafur Þór Gunnarsson."

9.901090 - Þorrasalir 1- 15, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði á móti afgreiðslunni og vísa til bókunar á fundi skipulagsnefndar 21. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum gegn tveimur.

10.910431 - Akrakór 7, breytt deiliskipulag 2. mgr. 26. gr. laga 73/97.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Áréttað er að kóti neðri hæðar er 130,0 m.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

11.907099 - Hæðarendi 1, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

12.909192 - Grundarhvarf 17, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

13.911892 - Óveruleg breyting á svæðisskipulagi, stækkun athafnasvæðis á Tungumelum.

Á fundi bæjarráðs Kópavogs 3. desember 2009 er erindi Mosfellsbæjar vísað til umsagnar skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er lagt fram erindi Mosfellsbæjar, sem varðar ""óverulega breytingu á svæðisskipulagi, stækkun athafnasvæðis á Tungumelum.""
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið en bendir bæjarráði Kópavogs á að það sé hlutverk samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins að afgreiða og fjalla um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sbr. 3. gr. í starfsreglum samvinnunefndar og hvort með tillögur að breytingum skuli fara skv. 12, 13 eða 14 gr. skipulags- og byggingarlaga.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

14.911381 - Fornahvarf 1, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

15.903148 - Grundarsmári 16, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

16.912004 - Skólanefnd 14/12

21. fundur

17.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 25/11

300. fundur

18.901308 - Fundargerð stjórnar slökkviliðs hbsv. 18/12

88. fundur

19.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 15/12

128. fundur

20.912005 - Umhverfisráð 14/12

484. fundur

21.909416 - Mánaðarskýrslur 2009

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar desember 2009, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í nóvember.

Lagt fram.

22.912610 - Skálaheiði 2 og Furugrund 83, Handknattleiksfélag Kópavogs. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 17/12, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 10. desember 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Handknattleiksfélags Kópavogs, Skálaheiði 2, Kópavogi, til að reka veitingasalina Hákon Digra, íþróttahúsinu Digranesi, íþróttahúsi Skálaheiði 2 og Furugrund 83, en umsóknin fellur undir flokk I sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

 

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

23.912679 - Ögurhvarf 3, Pizza og Pasta. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 21/12, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 16. desember 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna Pizza og pasta, kt. 481009-1030, Steinakri 1, 210 Garðabæ, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Pizza og pasta að Ögurhvarfi 1, Kópavogi, en staðurinn fellur undir flokk 1 skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði ofl.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

24.801276 - Kæra vegna úthlutunar lóða.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram stefna frá PACTA lögmönnum, dags. 8/12, varðandi þingfestingu máls vegna úthlutunar lóða á Kópavogstúni árið 2005.

Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu bæjarlögmanns.

25.912690 - Breiðahvarf 1. Óskað eftir heimild til að framselja lóðarréttindi.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 21/12, varðandi Breiðahvarf 1, vegna óskar um heimild til að framselja lóðarréttindi.
Lagt er til að erindið verði samþykkt, en tekið verði fram að ákvæði 4. gr. lóðarleigusamnings um byggingartíma gildi áfram óbreytt og að áskilinn sé allur réttur til þess að beita tiltækum úrræðum til að knýja fram efndir á þessu ákvæði, hvort sem er gagnvart núverandi lóðarhafa eða nýjum lóðarhafa verði eignin framseld.

Bæjarráð samþykkir tillögu skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs og felur honum að svara erindinu.

26.812178 - Leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Frá félags- og tryggingarmálaráðuneytinu, dags. 15/12, upplýsingar um breytingar á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar fyrir næsta ár.

Lagt fram.

27.909161 - Umsóknir um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2010.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 14/12, tilkynning um áætlað framlag fyrir næsta ár.

Lagt fram.

28.909224 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2010 vegna nýbúafræðslu.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 14/12, tilkynning um áætlað framlag fyrir næsta ár.

Lagt fram.

29.906102 - Suðvesturlínur. Stjórnsýslukærur frá Landvernd, Græna netinu og Náttúruverndarsamtökum Íslands. Ákvö

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 15/12, óskað umsagnar um kærur Landverndar, Græna netsins og Náttúruverndarsamtakanna fyrir 29. desember nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar og ráðuneytinu verði tilkynnt um að umsögn muni berast.

30.912681 - Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 16/12, álit nr. 3/2009, reglur sem óskað er eftir að verði fylgt við úthlutun lóða.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

31.912630 - Varðandi gegnumakstur um lóðina við Dalveg 6-8, Kraftvélar ehf.

Frá Tjarnarvöllum ehf., dags. 14/12, óskað eftir að Kraftvélum verði gert að ganga frá leigulóð sinni í samræmi við leigulóðarsamning, til að umferð komist þar í gegn.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

32.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, hrl., dags. 12/12, beiðni um gögn úr skjalasafni Kópavogsbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

33.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, hrl., dags. 12/12, viðbót við fyrri ósk varðandi fjárhagsáætlun Kópavogs.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

34.912680 - Krabbameinsfélag Reykjavíkur

Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, dags. 17/12, óskað eftir styrk til starfsemi sinnar að upphæð 400.000 kr.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

35.702066 - Brekkuhvarf 9. Erindi v. skerðingar lóðar

Frá Aldísi Aðalbjarnardóttur, dags. 15/12, óskað bóta vegna skerðingar lóðar sinnar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

36.911164 - Breiðablik. Umsókn um styrk fyrir árið 2010

Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 16/12, óskað eftir rökstuðningi vegna synjunar á styrk frá bæjarráði.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

37.910195 - Verkefnið Eldfjallagarður. Óskað eftir afstöðu til stuðnings við verkefnið.

Frá sveitarfélaginu Vogum, dags. 8/12, afrit af bréfi til Reykjavíkurborgar varðandi fyrirhugaðan Eldfjallagarð á Reykjanesi.

Lagt fram.

38.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 30. des. 2009

I. Fundargerðir nefnda.

II.Skipulagsmál - Hólmsheiði

III. Fjárhagsáætlun Kópavogs 2010 - seinni umræða.

Fundi slitið.