Bæjarráð

2563. fundur 23. september 2010 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1009016 - Byggingarnefnd 21/9

1319. fundur

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun vegna liðar 16:

""Undirritaðir hafa efasemdir með þessa afgreiðslu og leggja áherslu á að leitað verði leiða til sátta í málinu.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson.""

2.1009015 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 21/9

fskj. 8/2010

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

3.1009013 - Félagsmálaráð 21/9

1291. fundur

4.1009207 - Lögfræðingur, beiðni um aukið stöðugildi

Frá félagsmálastjóra, dags. 16/9, óskað leyfis til að auka starf lögfræðings í heilt stöðugildi.

Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2011.

5.1001160 - Hafnarstjórn 21/9

68. fundur

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaðir lýsa stuðningi við tillögu undir lið 6.b.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson.""

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir lista yfir skuldara og hvernig innheimtumál ganga í hverju máli fyrir sig.

Gunnar Ingi Birgisson.""

 

Bæjarráð tekur undir tillögu hafnarstjórnar að breyttri gjaldskrá.

6.1009012 - Íþrótta- og tómstundaráð 22/9

256. fundur

7.803169 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag

18. - 22. fundargerðir 8/5 2009, 5/6 2009, 23/10 2009, 19/2 2010, 17/9 2010

8.1008020 - Skipulagsnefnd 21/9

1182. fundur

9.910464 - Götureitur Kópavogsbraut, Kópavör, Þinghólsbraut, Suðurvör.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar dags. 21. september 2010, þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og umsögn dags. 17. ágúst 2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögu að deiliskipulagi fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar dags. 21. september 2010 til afgreiðslu bæjarstjórnar.  

10.801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli fyrirliggjandi umsagna að hafna erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð hafnar erindinu á grundvelli fyrirliggjandi umsagna.

11.1006448 - Grundarsmári 16, stækkun húss

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið.

12.1007018 - Breiðahvarf 6, hesthús

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar dags. 21. september 2010 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulags- og umhverfissviði að vinna tillögu að friðun í samráði við húsfriðunarnefnd á grundvelli samþykktar nefndarinnar dags. 19. ágúst 2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og umhverfissviði að vinna tillögu að friðun í samráði við húsfriðunarnefnd.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir upplýsingum um vinnu við endanlegt deiliskipulag og undirbúning við úthlutun á byggingarrétti á Kópavogstúni.

Gunnar Ingi Birgisson.""

14.1008115 - Kastalagerði 7, göngustígur

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýst verði tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar dags. 25. ágúst 2010 á grundvelli 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst á grundvelli 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

15.1008188 - Grenndarkynningar, verklag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu verklagi. Erindinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar að breyttu verklagi við grenndarkynningar, sbr. 26. og 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

16.1009010 - Skólanefnd 20/9

17. fundur

17.1001155 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 17/9

94. fundur

Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri mæti til næsta fundar ráðsins.

18.1009120 - Tillaga að stofnun framkvæmdaráðs

Frá bæjarstjóra, lögð fram að nýju tillaga, sem frestað var á fundi bæjarráðs 9/9, um skipun framkvæmdaráðs.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

19.805067 - Kattahald í Kópavogi

Frá bæjarstjóra, lögð fram að nýju drög að reglum um kattahald, sem frestuð voru á fundi bæjarráðs 22/7 sl.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.1009240 - Greiðslur til kjörstjórnar 2010 - 2014

Frá bæjarritara, dags. 20/9, tillaga að greiðslum til kjörstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

21.1008233 - Ráðning sérkennsluráðgjafa á leikskólaskrifstofu

Frá bæjarritara, dags. 15/9, tillaga, sem frestað var á fundi bæjarráðs 16/9 varðandi auglýsingu um starf sérkennsluráðgjafa á fræðslusviði.

Bæjarráð samþykkir að starfið verði auglýst að nýju og að í auglýsingu komi fram hugsanleg útvíkkun á starfssviði.

22.911004 - Fjárhagsáætlun v/2010. Sparnaðarhugmyndir

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, sundurliðun á sparnaðartillögum við gerð síðustu fjárhagsáætlunar og stöðu mála, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 26/8 sl.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Greinilegt er að fjórflokka meirihlutinn í Kópavogi skortir alla getu til þess að fylgja fjárhagsáætlun eftir og vinna í fjármálum bæjarins. Fjárhagsáætlun fellur ekki úr gildi þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram þó að svo mætti ætla af niðurstöðum þessarar fyrirspurnar.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson.""

23.1009213 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa

Frá bæjarlögmanni, dags. 21/9, greinargerð um stöðu mála við Kópavogshöfn og upplýsingar varðandi togarann Lóm 2.

Lagt fram.

24.1009244 - Bæjarlind 4, veislutjöld við bílastæði Players. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 21/9, umsögn vegna beiðnar um að setja upp veislutjöld á bílastæði við Players, Bæjarlind 4. Engin lagaákvæði standa gegn því að veita þetta leyfi og telur undirritaður að bæjarráð geti bæði fallist á þetta fyrir sitt leyti eða lagst gegn því.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

25.1009215 - Fyrirspurn um stöðu framkvæmda við Kórinn

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 20/9, upplýsingar sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 16/9 sl. um stöðu framkvæmda við Kórinn.

Lagt fram.

26.1006341 - Ráðning í stöðu aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 10/9, afrit af svarbréfi vegna ráðningar aðstoðarskólastjóra í Kópavogsskóla.

Lagt fram.

27.1009064 - Frá Málefli. Beiðni um upplýsingar varðandi talþjálfun barna og unglinga í Kópavogi

Frá sérfræðiþjónustufulltrúa, greinargerð um fyrirkomulag við talkennslu og talþjálfun barna í leik- og grunnskólum bæjarins.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

28.1009214 - Fyrirspurn um leik- og grunnskóla

Frá rekstrarstjóra fræðslusviðs, yfirlit yfir kostnað við rekstur leik- og grunnskóla.

Lagt fram.

29.1009016 - Fyrirspurn um skólaakstur í vesturbæ Kópavogs

Frá rekstrarstjóra fræðslusviðs, svar við fyrirspurn um kostnað við skólaakstur í vesturbænum, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 16/9.

Bæjarráð samþykkir að endurskoða skólaakstur í vesturbæ Kópavogs við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

30.1009264 - Tillaga um skipan starfshóps um endurskoðun samninga við íþrótta- og tómstundafélög

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Bæjarráð Kópavogs samþykkir að skipa starfshóp 3ja embættismanna, bæjarritara, deildarstjóra ÍTK og íþróttafulltrúa til að rýna alla samninga og reglur um styrkveitingar sem í gildi eru milli Kópavogsbæjar annars vegar og íþrótta- og tómstundafélaga í bænum hins vegar, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar þeirra.
Markmið með endurskoðun samninganna er að auka samræmi og gegnsæi samninganna og getur starfshópurinn kallað til samstarfs fulltrúa annara sviða/deilda þar sem við á.
Starfshópurinn skili niðurstöðum til bæjarstjóra þann 3.11.2010.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

31.1009231 - Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 16/9, upplýsingar um úthlutanir og greiðslur framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga janúar - ágúst 2010.

Lagt fram.

32.1009229 - Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga boðar á hluthafafund

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 15/9, tilkynning um hluthafafund í Hofi, menningarmiðstöð á Akureyri, föstudaginn 1. október kl. 13:00.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

33.1006324 - Óskað eftir skýrslum vegna útboða verka á íþróttavöllum

Frá Lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar, fh. SÞ Guðmundssonar ehf., dags. 15/9, óskað eftir afritum gagna í tengslum við útboð á túnþökum.

Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs kynni bæjarráði öll gögn málsins.

34.911001 - Landslög vegna Löngubrekku 37

Frá Landslögum, dags. 15/9, varðandi málefni eigenda Löngubrekku 37.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

35.1009198 - Styrk-og stuðningsbeiðni vegna sumarbúða barna og unglinga fyrir árið 2011

Frá Dropanum, styrktarfélagi barna með sykursýki, dags. í september, óskað eftir fjárstuðningi við sumarbúðir unglinga næsta sumar.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til afgreiðslu.

36.1009209 - Umsókn um styrk vegna Dags heyrnarlausra

Frá Félagi heyrnarlausra, dags. 13/9, óskað eftir styrk að upphæð kr. 100.000 í tilefni af Degi heyrnarlausra í lok september.

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

37.1009200 - Hlíðarendi 14. Lóðarumsókn.

Frá Grétari Þór Bergssyni, dags. 21/9, umsókn um hesthúsalóðina Hlíðarenda 14.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Grétari Þór Bergssyni, kt. 300160-5579, lóðinni Hlíðarenda 14.

 

Bæjarráð ítrekar að staðfesting framkvæmda- og tæknisviðs á að umsækjandi uppfylli skilyrði reglna fylgi erindum sem lögð eru fyrir bæjarráð.

38.1009245 - Hamraendi 23 og Hamraendi 25. Óskað eftir að flytja hesthúsið sem stendur við Stjarnaholt 7 á fyrrgr

Frá Guðmundi Hagalínssyni, Ágústu Halldórsdóttur, Þórhalli Hauki Reynissyni og Kristínu Jónsdóttur, dags. 20/9, óskað eftir leyfi til að flytja hesthúsið sem nú er á Stjarnaholti 7 yfir á lóðina Hamraenda 23-25.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

 

Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að auglýsa lausar hesthúsalóðir.

39.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I.   Fundargerðir nefnda

II.  Skipulagsmál

III. Kosningar

IV. Tillaga um stjórnsýsluúttekt

40.1009265 - Fyrirspurn um leigugreiðslur í Glaðheimum

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir upplýsingum um leigugreiðslur af hesthúsum í Glaðheimum fyrir árin 2009 og 2010.

Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að aftengja rafmagn og vatn á hesthúsum í eigu bæjarins í Glaðheimum fyrir 1. október nk., þar sem ekki hefur verið gengið frá greiðslum vegna afnota eða gengið frá leigusamningi fyrir árið 2011.

 

Bæjarráð óskar jafnframt eftir heildarkostnaði við rekstur hesthúsa í Glaðheimum á árunum 2009 og 2010, þar með talin fasteignagjöld, vatnsgjöld, rafmagnskostnaður og viðhald gatna.

 

 

41.1009266 - Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir um frétt á vef Kópavogsbæjar um fjármál bæjarins.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson.""

42.1009267 - Málefni stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, boðar umræðu í bæjarstjórn um stöðu mála á skíðasvæðunum.

43.1009268 - Fyrirspurn um kostnað við Glaðheima

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir upplýsingum um heildarkostnað vegna kaupa Kópavogsbæjar á landi og húsum á hinu svonefnda Glaðheimasvæði. Hér er átt við heildarkostnað vegna lántöku, umsýslu, vaxta- og lögfræðikostnaðar o.s.frv.

Hjálmar Hjálmarsson.""

44.1009269 - Bókun vegna umferðarhraða

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður beinir því til umferðarnefndar að kanna og ræða hugmyndir um nýjar og breyttar aðferðir til þess að draga úr umferðarhraða í bænum.

Hjálmar Hjálmarsson.""

45.1009270 - Bókun vegna merkinga á mannvirkjum bæjarins

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður óskar eftir því að tekið verði til skoðunar leiðbeinandi götumerkingar að mannvirkjum á vegum bæjarins. Hér er átt við s.s. íþróttamannvirki, skóla, menningarhús og aðra samkomustaði á vegum bæjarins.

Hjálmar Hjálmarsson.""

46.1009271 - Fyrirspurn vegna rafrænna korta á sundstöðum

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir því að könnuð verði reynsla nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar (Blönduós) af notkun svokallaðra rafrænna korta á sundstöðum o.fl. og hvort hugsanlegur ávinningur eða kostnaður fyrir Kópavogsbæ sé af upptöku slíkra korta.

Hjálmar Hjálmarsson.""

47.1009272 - Fyrirspurn um frístundavagn

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir upplýsingum um vinnu Hafnfirðinga við svokallaðan ""Frístundavagn"".

Hjálmar Hjálmarsson.""

48.1009273 - Bókun um árangur Breiðabliks

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður óskar íþróttamönnum í Kópavogi til hamingju með gott starf og góðan árangur í sumar og meistaraflokksliði karla Breiðabliks góðs gengis í lokaleiknum á laugardaginn, og kvennaliði Breiðabliks í Evrópukeppninni í dag.

Hjálmar Hjálmarsson.""

49.1004451 - Tillaga um stjórnsýsluúttekt

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Á fundi bæjarstjórnar þann 25. maí  s.l. var því beint ""til formanns bæjarráðs að hann kalli oddvita þeirra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs til fundar eigi síðar en 1. júní nk. til að ná samkomulagi um hvernig afgreiða beri tillögu VG um rannsóknarskýrslu í Kópavogi.""

 

Það náðist því miður ekki að kalla oddvitana saman fyrir umræddan tíma.   Því legg ég til að tillaga VG um stjórnsýsluúttekt í Kópavogi sem lögð var fram í bæjarráði 29.4.2010 og aftur 12.5.2010 verði lögð fram að nýju og afgreidd á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

Ómar Stefánsson""

50.1009274 - Fyrirspurn um kostnað við farsíma bæjarfulltrúa

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir upplýsingum um kostnað við farsíma bæjarfulltrúa og afnota þeirra.

Gunnar Ingi Birgisson.""

Fundi slitið - kl. 10:15.