Frá bæjarlögmanni, dags. 21. október, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 19. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Smárahótels ehf., kt. 590397-2029, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka hótel í flokki V, að Hlíðasmára 13, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Afgreiðslutími er umfram það sem fram kemur í ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir en leyfisbeiðandi óskar þess að opnunartími áfengisveitinga hótelsins verði til 01:00 virka daga og 03:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags, og almennra frídaga. Sveitarstjórn hefur heimild skv. 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 til þess að samþykkja þessa beiðni.
Bæjarráð samþykkir að veita Ásdísi Steingrímsdóttur 50% launað námsleyfi í 9 mánuði á árinu 2014, til framhaldsnáms við HÍ í upplýsingatækni og menntun og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Leyfið er bundið því skilyrði að Ásdís fái inngöngu í HÍ.