Bæjarráð

2744. fundur 02. október 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Unnur Tryggvadóttir Flóvenz varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1407196 - Kjarasamningur við Starfsmannafélag Kópavogs

Frá bæjarstjóra, staða í kjaraviðræðum við Starfsmannafélag Kópavogs.
Lagt fram.

Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og starfsmannastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

2.1310090 - Sandskeið viðbygging. Kærð afgreiðsla umsóknar.

Frá lögfræðideild, dags. 17. september, úrskurður umhverfis- og auðlindamála varðandi ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogs um að synja um stöðuleyfi og afgreiðslu bæjaryfirvalda á erindi Svifflugfélags Íslands um viðbyggingu við klúbbhús á Sandskeiði, um gerð deiliskipulags og um heimild fyrir flutning á þremur færanlegum skúrum. Niðurstaða nefndarinnar var að vísa málinu frá.
Lagt fram.

3.1409234 - Hagasmári 9, Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt/breytt rekstrarle

Frá lögfræðideild, dags. 29. september, umsögn um umsókn Rekstrarfélags Tíu-ellefu ehf., kt. 470710-0470, um nýtt/breytt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki I, á staðnum 10-11 Hagasmára 9, Kópavogi (áður Stöðin við Smárann c/o Skeljungur hf., kt. 590269-1749), skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Ólafur Þór Jóhannesson, kt. 130572-3409.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

4.1409670 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn Nemendafélags MK um tækifærisleyfi til að halda skóladansleik. Beiðni um u

Frá lögfræðideild, dags. 1. október, lagt fram erindi Sýslumannsins í Kópavogi þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Menntaskólans í Kópavogi, kt. 631173-0399, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik þriðjudaginn 7. október 2014 2014, frá kl. 22:00 ? 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, í tilefni Tyllidaga, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.
Ábyrgðarmaður er Margrét Friðriksdóttir og um öryggisgæslu annast Go Security.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.1409450 - Skógarlind 1. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 30. september, minnisblað vegna beiðni um veðsetningu lóðarinnar Skógarlind 1.
Bæjarráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum.

6.1409682 - Vallakór 6, framsal

Frá lögfræðideild, dags. 1. október, umsögn um beiðni Knattspyrnuakademíu Íslands ehf. um heimild til þess að framselja Vallakór 6 til SS húss ehf.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum umbeðna heimild til framsals á lóðinni Vallakór 6 til SS húss ehf., kt. 640712-0230. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

7.1409523 - Kópavogsbærinn, niðurrif hluta útbygginga

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. september, óskað heimildar til að rífa hluta útbygginga í tengslum við endurbætur Kópavogsbæjarins.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

8.1409522 - Dalbrekka 2, niðurrif.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. september, óskað heimildar til að rífa húsið við Dalbrekku 2 í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

9.1403482 - Viljayfirlýsing um samstarf

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. október, óskað heimildar til að greiða GKG kr. 4.000.000,- á grundvelli viljayfirlýsingar milli aðila dags. í mars 2014.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

10.1409106 - Íbúðakjarni Austurkór 3

Frá deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, dags. 23. september, óskað heimildar til að auglýsa eftir starfsfólki við nýjan íbúðakjarna við Austurkór 3, erindi sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs þann 8. september sl.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

11.1409513 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015, 3. mál

Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 24. september, óskað umsagnar um frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 (breyting ýmissa laga), 3. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

12.1409514 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um virðisaukaskatt o.fl. (skattkerfisbreytingar), 2. mál

Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 23. september, óskað umsagnar um frumvarp til laga um virðisaukaskatt o.fl. (skattkerfisbreytingar), 2. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

13.1409577 - Þingsályktunartillaga um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál. Be

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. september, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu, 14. mál.
Lagt fram.

14.1409524 - Landsendi 7. Stjórnsýslukæra vegna afskráningar eignarhalds

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 22. september, óskað eftir umsögn Kópavogsbæjar um stjórnsýslukæru vegna afskráningar eignarhalds á hesthúsalóð við Landsenda 7.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

15.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Frá SSH, dags. 16. september, samantekt yfir verklok og niðurstöður sóknaráætlunar hbsv. 2013.
Lagt fram.

16.1409467 - Smiðjuvegur 42. Krafa um endurgreiðslu ofgreiddra fasteignagjalda

Frá Mörkinni lögmannsstofu, dags. 22. september, krafa um endurgreiðslu ofgreiddra fasteignagjalda á Smiðjuveg 42.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

17.1409571 - Óskað eftir aðkomu Kópavogsbæjar að málefnum hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar

Frá stjórn Sunnuhlíðar, dags. 17. september, tillaga um að Kópavogsbær kaupi húsnæði hjúkrunarheimilisins og taki við rekstri þess.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar og óskar eftir að fulltrúar stjórnar Sunnuhlíðar mæti til næsta fundar.

18.1409655 - Krafist úrbóta á lóð leikskólans Dals

Frá foreldrafélagi og foreldraráði leikskólans Dals, dags. 29. september, krafist úrbóta á leikskólalóðinni.
Bæjarráð felur umhverfissviði að gera úttekt á lóðinni og grípa til nauðsynlegra ráðstafana en þá verði gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun, eins og fram kemur í málefnasamningi meirihlutans, að ráðist verði í umbætur á skóla- og leikskólalóða í bænum.

19.1409371 - Versalir 3. Umsókn um leyfi fyrir matsöluvagni

Frá Þorkeli Péturssyni, dags. 10. september, óskað eftir leyfi til að reka matsöluvagn við Versali.
Á undanförnum árum hafa nokkrar umsóknir um veitingasölu hjá Versalalaug borist til Kópavogsbæjar. Bæjarráð telur nauðsynlegt að móta heildarstefnu um hvort og þá hvernig veitingasala við Versalalaug sé hentug fyrir þetta svæði. Rétt sé að stefna Kópavogsbæjar sé öllum skýr hvað þetta varðar. Vega og meta þarf kosti og galla veitingasölu við sundlaugina eða inn í anddyri laugarinnar í samræmi við lýðheilsustefnu sem bærinn mun í framtíðinni setja sér.

20.1409405 - Hlíðasmári 5. Óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda og skýringum vegna breyttrar notkunarskránin

Frá Krossgötum, dags. 17. september, umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda á Hlíðasmára 5.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

21.1409385 - Sundhópur heldri manna óskar eftir aukinni sundkennslu. Opið bréf til bæjarstjórnar Kópavogs

Frá sundhópi heldri manna í Kópavogi, dags. 10. september, óskað eftir að fá klukkutíma í stað hálftíma í sundleikfimi með kennara þrisvar í viku.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en bendir á að gert er ráð fyrir að frítt verði í sund fyrir eldri borgara frá næstu áramótum.

22.1311117 - Snorraverkefnið sumarið 2014

Frá Snorraverkefninu, dags. 17. september, þakkir færðar fyrir að styðja verkefnið með því að taka á móti Matthew Gaudet frá Edmonton.
Lagt fram.

23.1409406 - Almannakór 7, endurúthlutun lóðar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. september, lóðarhafi óskar eftir heimild til að færa lóðarréttindi Almannakórs 7 til Silju Stefánsdóttur, kt. 030682-5059 og Péturs Más Gunnarssonar, kt. 060778-4699.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að færa lóðarréttindi Almannakórs 7 til Silju Stefánsdóttur, kt. 030682-5059 og Péturs Más Gunnarssonar, kt. 060778-4699. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

24.1209381 - Þrúðsalir 14, umsókn um lóð, afturkölluð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19. september, tillaga um að afturkalla úthlutun til S.G.smiðs ehf. á lóðinni Þrúðsölum 14.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs og afturkallar byggingarrétt S.G. smiðs ehf. á lóðinni Þrúðsölum 14.

25.1409009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. september

128. fundargerð í 9 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

26.1409022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 25. september

129. fundargerð í 13 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

27.1409013 - Félagsmálaráð, 22. september

1376. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

28.1401094 - Heilbrigðiseftirlit, 4. september

193. fundargerð í 1 lið
Lagt fram.

29.1401094 - Heilbrigðiseftirlit, 29. september

194. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

30.1409011 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 17. september

28. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

31.1409012 - Skipulagsnefnd, 22. september

1245. fundargerð í 6 liðum
Lagt fram.

32.1210126 - Breiðahvarf 4/Funahvarf. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulag fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

33.1409395 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Aðgerðaráætlun.

Lagt fram erindi skipulagsstjóra þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að hefja vinnu við aðgerðaráætlun í kjölfar nýs aðalskipulags. Í aðgerðaráætlun komi m.a. fram markmið aðalskipulagsins, nánari útfærsla leiða, forgangsröðun þeirra, tilgreina ábyrgðaraðila, og til að tryggja að fyrirliggjandi verkefni séu sett tímanlega á fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Aðgerðaráætlunin verður unnin þvert á deildir og svið bæjarins og stefnt að því að hún verði uppfærð árlega. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var málinu frestað til næsta fundar.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

34.1409209 - Vesturhluti Kársness. Deiliskipulag

Lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 15. september 2014 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags af vesturhluta Kársness. Nánar tiltekið mun deiliskipulagssvæðið ná til svæðisins umhverfis Kópavogshöfn og hluta athafnasvæðisins norðan og austan þess meðfram Vesturvör og norðan og vestan Kársnesbrautar. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var málinu frestað til næsta fundar.
Samþykkt. Skipulagsnefnd verði reglulega upplýst um framvindu verkefnisins. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

35.1409252 - Bryggjuhverfi á Kársnesi. Færsla byggingarreita.

Lagt fram erindi Byggingarfélags Gylfa og Gunnars dags. 12.9.2014 varðandi færslu byggingarreita í Bryggjuhverfinu á Kársnesi. Í breytingunni felst að byggingarreitir húsa sem standa við grjótgarðinn færast 3m til suðurs sbr. uppdráttum dags. 5.9.2014. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var málinu frestað til næsta fundar.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkir því breytinguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

36.1409018 - Skólanefnd, 29. september

75. fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.

37.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 12. september

818. fundargerð í 39 liðum.
Lagt fram.

38.1401108 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 7. apríl

337. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

39.1401108 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 8. september

338. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

40.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 19. september

136. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

41.1401118 - Stjórn Strætó bs., 12. september

200. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

42.1408005 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 21. ágúst

53. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

43.1408013 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 16. september

54. fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

44.1312157 - Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 16.9.2014 var lagt fram erindi Sambandsins um ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti að athuga með kaup á tveimur vespum og sjálfbærum valkosti við umhirðu sorpíláta og vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

45.1409228 - Breiðahvarf - Umferðaskipulag - Umferðamál

Lögð fram breytt umferðarskipulag við Breiðahvarf og tillaga að sleppisvæði við Vatnsendaskóla dags. 29.8.2014 og 11.9.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögu og vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

46.1408478 - Umhverfismál - Innviði nýtt til rýmisafmörkunar og auðkennis

Lögð fram minnisblað og tillaga að útfærslum á innviðum til rýmisafmörkunar svæða dags. 11.9.2014 og 28.8.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir tillögu að útfærslu merkingar gönguleiða. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tilraunaverkefni við Furugrund, Digranesveg og Dalsmára.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar næstu fjárhagsáætlunar fyrir 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

47.1409010 - Austurkór - Samgöngumál - Gönguleiðir

Lagt fram minnisblað varðandi gönguleiðir í Austurkór í samræmi við Leiðarvalskönnun dags. 1.9.2014

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á mikilvægi gönguleiðar skv. leiðarvalskönnun 5.2.2014 og að framkvæmdum ljúki hið fyrsta og vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

48.1409244 - 4 ára áætlun um göngu- og hjólreiðastíga

Lögð fram tillaga að 4 ára áætlun um göngu- og hjólreiðastíga skv. málefnasamningi dags. 11.9.2014.

Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu og gerðar næstu fjárhagsáætlunar fyrir 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

49.1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi

Lagt fram minnisblað varðandi aðlögun á grenndargámastöðvum í samræmi við landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu og gerðar næstu fjárhagsáætlunar fyrir 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

50.1409322 - Fjallaskilaboð fyrir Kópavogskaupstað haustið 2014

Frá Sauðfjáreigendafélagi Kópavogs, dags. 15. september, fjallskilaboð fyrir Kópavog haustið 2014.
Lagt fram.

Fundi slitið.