Bæjarráð

2780. fundur 25. júní 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Sigurjón Jónsson vara áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Pétur Hrafn Sigurðsson aldursforseti setti fund og stýrði kjöri formanns og varaformanns.

1.1406289 - Kosningar í bæjarráði til eins árs.

Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs 2015.
Theódóra Þorsteinsdóttir var kjörin formaður með fimm atkvæðum og Karen Halldórsdóttir var kjörin varaformaður með fimm atkvæðum.

Tók Theódóra Þorsteinsdóttir við stjórn fundarins.

2.1406525 - Fundartími bæjarráðs.

Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku og skal bæjarráð festa fundartíma ráðsins í upphafi skipunartíma þess, sbr. 47. gr. bæjarmálasamþykktar um stjórn Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að reglulegir fundir ráðsins verði vikulega á fimmtudögum kl. 8:00.

Bæjarráð samþykkir að í júlí verði fundir bæjarráðs, þann 2., 16. og 30. og í ágúst verði fundir þann 13. og 27.

3.15062164 - Húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar

Frá bæjarstjóra, tillaga um húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar, sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 23. júní sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekari greiningu á söluverðmæti Fannborgarreits.

4.1506965 - Austurkór 14. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. júní, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 14 frá Eldey eignarhaldsfélagi ehf., kt. 671010-1320. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Eldey eignarhaldsfélagi ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 14 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.1506966 - Austurkór 16. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. júní, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 16 frá Eldey eignarhaldsfélagi ehf., kt. 671010-1320. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Eldey eignarhaldsfélagi ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 16 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1506012 - Félagsmálaráð, dags. 15. júní 2015.

1394. fundur félagsmálaráðs í 9. liðum.
Lagt fram.

7.1506015 - Skipulagsnefnd, dags. 22. júní 2015.

1262. fundur skipulagsnefndar í 15. liðum.
Lagt fram.

8.15061927 - Fornahvarf 1. Fyrirspurn.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lögð fram að nýju fyrirspurn Kristjáns Andréssonar varðandi mögulega uppbyggingu við Fornahvarf 1. Samkvæmt Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóðinni við Fornarhvarf 1. Skiplagsnefnd hafnaði innsendri fyrirspurn að svo stöddu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.15062167 - Lundur. Lagning holræsis. Framkvæmdaleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lagt fram erindi Byggingarfélags Gylfa og Gunnars ehf. þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 200mm holræsislagnar innan Lundarsvæðis, sbr. meðfylgjandi teikningum og verklýsingu verkfræðistofunnar VSB. Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfið og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lögð fram tillaga að breyttu deiluskipulagi Smárabyggðar (suðursvæði Smáralindar). Lögð fram athugasemd frá Nýja Norðurturninum ehf. og einnig lagt fram minnisblað bæjarlögmanns vegna athugasemdarinnar. Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

11.1505724 - Vallargerði 31. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar H.R. ehf. f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðra breytinga að Vallargerði 31. Tillagan hefur verið grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 28, 29, 32, 34 og Kópavogsbrautar 68 og er lagt fram skriflegt samþykki fyrrnefndra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1502349 - Vatnsendaskóli - Funahvarf 2 - Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. júní, lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs Kópavogs að útfærslu deiliskipulags við Vatnsendaskóla hvað varðar íþróttahús, fyrirkomulag bílastæða, leiksvæða og staðsetningu færanlegra kennslustofa. Einnig lögð fram umsögn umhverfissviðs. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Funahvarfs 2 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 19. júní 2015.

147. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.