Bæjarráð

2810. fundur 25. febrúar 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1601361 - Vinnuskóli Kópavogs 2016.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 22. febrúar, lagðar fram tillögur um laun og vinnutíma vegna Vinnuskóla Kópavogs 2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um laun og vinnutíma vegna Vinnuskóla Kópavogs 2016.

2.1602013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 18. febrúar 2016.

180. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Lagt fram.

3.1602008 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 17. febrúar 2016.

35. fundur forvarna- og frístundanefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

4.1602006 - Leikskólanefnd, dags. 18. febrúar 2016.

67. fundur leikskólanefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

5.1602010 - Lista- og menningarráð, dags. 18. febrúar 2016.

55. fundur lista- og menningarráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

6.1602012 - Skipulagsnefnd, dags. 18. febrúar 2016.

1273. fundur skipulagsnefndar í 17. liðum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

7.1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.

Frá skipluagsstjóra, dags. 23. febrúar, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju, frá byggingarfulltrúa, tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verði rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4. Kynningu lauk 18.1.2016. Athugasemdir bárust Nýbýlavegi 68, 72, 76 og 80, og frá Túnbrekku 2, 4 og 6. Lögð fram breytt tillaga VA arkitekta fh. lóðarhafa dags. 10. febrúar 2016 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni á lóð og fyrirkomulagi bílastæða breytt. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 4.11.2015 með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 10.2.2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

8.1602243 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vaxtamörk byggðar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 2: Vaxtamörk byggðar, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

9.1602244 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vatnsvernd.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 3: Vatnsvernd, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

10.1602245 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Kópavogsgöng.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 4: Niðurfelling Kópavogsgangna, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég leggst gegn því að opið svæði í Kópavogsdal, sunnan Dalvegar, verði breytt í verslunar og þjónustusvæði í breyttu aðalskipulagi Kópavogs.
Opin svæði eiga undir högg að sækja í Kópavogi og vil ég varðveita þetta opna svæði, þó Kópavogsgöng verði ekki lögð.
Ása Richardsdóttir"

Ólafur Þór Gunnarsson tekur undir bókun Ásu Richardsdóttur.

11.1602247 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Sveitarfélagsmörk.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 5: Sveitarfélagamörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

12.1602248 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Miðhverfi, skilgreining.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 6: Miðhverfi skilgreining, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

13.1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Auðbrekka.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

14.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8 Smárinn vestan Reykjanesbrautar dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

15.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 15. desember 2015.

15. fundur skólanefndar MK í 5. liðum.
Lagt fram.

16.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 30. desember 2015.

16. fundur skólanefndar MK í 1. lið.
Lagt fram.

17.16011133 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 19. febrúar 2016.

153. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 6. liðum.
Lagt fram.

18.1509725 - Opinber birting á upplýsingum. Beiðni um skýringar.

Frá Fjármálaeftirlitinu, dags. 15. febrúar, ákvörðun um stjórnvaldssekt vegna brots Kópavogsbæjar.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður telur að FME hafi ekki gætt meðalhófs við meðferð þessa máls.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Ása Richardsdóttir tekur undir bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Niðurstaða FME er afleiðing aðgerða á síðasta kjörtímabili þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Næst besta flokksins tóku saman höndum við tvo fulltrúa úr Sjálfstæðisflokknum og keyra í gegn nánast með óeðlilegum hætti, tilllögur sem voru lagðar óvænt fram í bæjarstjórn um að byggja 30 til 40 íbúðir og tvö fjölbýlishús.

Það tók Fjármálaeftirlitið og Kauphöllina 2 ár að ljúka sínum viðbrögðum vegna máls, þar sem sama stjórnvald gerir kröfu um að Kópavogsbær ljúki sínum viðbrögðum við óvæntu og illa ígrunduðu máli sem ætlað var að valda pólitískum usla á innan við fjórum klukkustundum. Stappar þetta nærri því að vera hreinlega óeðlileg afskipti af störfum bæjarstjórnar Kópavogs. Það hljóti í ljósi þessa máls og fleiri nýlegra mála á vettvangi eftirlitsstjórnvalda að ræða hvort menn hafi misst sjónar á raunverulegu hlutverki sínu og séu farnir að valda meira tjóni á markaði en að vernda hagsmuni hans. Skemmst er að minnast frumhlaups þeirra í FME um birtingu gagnsæistilkynningar um Sparisjóð Þingeyinga, sem er ein örfárra fjármálastofnana sem komst í gegnum hrunið án ríkisaðstoðar.

Allavega, mér ofbýður. Hvernig væri nú að þessir eftirlitsaðilar snéru sér að verkefnum sem einhverju máli skipta fyrir þetta samfélag.
Ármann Kr. Ólafsson"

Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson og Theódóra Þorsteinsdóttir taka undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar.

19.1504501 - Fyrirspurn um innri endurskoðun. Frá Birki Jóni Jónssyni.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Hvað líður innleiðingu innri endurskoðunar hjá Kópavogsbæ?
Birkir Jón Jónsson"

20.1602935 - Málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég óska eftir því að Vigfús Ásgeirsson, tryggingastærðfræðingur, komi á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir lífeyrisskuldbindingar Kópavogsbæjar vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.
Birkir Jón Jónsson"

21.1602934 - Ummæli formanns bæjarráðs í fréttum. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Fyrirspurn til formanns bæjarráðs.

Í hádegisfrétttum Ríkisútvarpsins (RUV) í gær 24.2.2015 mátti ráða að formaður bæjarráðs hefði greitt atkvæði gegn sannfæringu sinni í bæjarstjórn daginn áður, í atkvæðagreiðslu um tillögu hennar og annarra fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks um húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs. Fulltrúi Bjartrar framtíðar er annar oddvita meirihlutans og því í kjörstöðu til að hafa áhrif á framgang mála í sveitarfélaginu. Því er spurt:

1. Greiddi formaður bæjarráðs atkvæði í bæjarstjórn gegn sannfæringu sinni ?

2. Geta bæjarfulltrúar treyst því að formaðurinn muni fylgja eftir meirihluta ákvörðun bæjarstjórnar í málinu sem hún lagði sjálf fram ?

3. Hver verða næstu skref formanns bæjarráðs í málinu ?

Ólafur Þór Gunnarsson"

22.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í desember.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessu lið.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Óska eftir að fá kyngreindar tölur um lengd atvinnuleysis og menntunarstig atvinnulausra.
Ása Richardsdóttir"

Ása Richardsdóttir og Karen Halldórsdóttir lýsa ánægju með góða og vaxandi aðsókn að Gerðarsafni.

23.1602789 - Álalind 5, beiðni um leyfi til veðsetningar.

Frá fjármálastjóra, dags. 22. febrúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 5, Húsafls ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

24.1602842 - Bæjarlind 5. Leyfi til veðsetningar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 23. febrúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Bæjarlindar 5, Fagsmíði ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi en áréttar að veðbönd tryggi einungis þær byggingarframkvæmdir sem fram fari á lóðinni Bæjarlind 5.

25.1602797 - Vogatunga 17. Undanþága frá kvöð um 60 ára og eldri.

Frá bæjarlögmanni, dags. 22. febrúar, lögð fram umsögn um undanþágu frá kvöð varðandi aldur kaupanda vegna sölu á Vogatungu 17, eignir fyrir 60 ára og eldri.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild um sölu á Vogatungu 17 þar sem annað hjóna hefur náð tilskildum aldri.

26.16011363 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á byggingarreglugerð.

Frá lögfræðideild, dags. 16. febrúar, lögð fram umsögn um drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela lögfræðideild að senda umhverfis- og auðlindaráðuneyti umsögn Kópavogsbæjar.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður getur ekki tekið undir ákvæði sem gert er ráð fyrir að breyta í greinum 6.7.4 og 6.7.6 í byggingarreglugerð. Ég tel ekki ástæðu til að draga úr kröfum hvað varðar birtu og lýsingu í íbúðarhúsnæði.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Karen Halldórsdóttir óskaði fært til bókar að hún taki ekki undir þann vilja að mögulegt verði að byggja þriggja hæða hús án lyftu. Ólafur Þór Gunnarsson tekur undir sjónarmið Karenar Halldórsdóttur.

27.16011363 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á byggingarreglugerð.

Frá lögfræðideild, dags. 8. febrúar, lagt fram minnisblað um breytingar á byggingarreglugerð nr. 112/2012 til lækkunar byggingarkostnaðar íbúðarhúsnæðis.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður getur ekki tekið undir ákvæði sem gert er ráð fyrir að breyta í greinum 6.7.4 og 6.7.6 í byggingarreglugerð. Ég tel ekki ástæðu til að draga úr kröfum hvað varðar birtu og lýsingu í íbúðarhúsnæði.
Ólafur Þór Gunnarsson"

28.1510530 - Beiðni um umsögn: Húsaleigufrumvarp og Húsnæðissamvinnufélagafrumvarp (drög).

Frá lögfræðideild, dags. 8. febrúar, lagt fram minnisblað yfir breytingar á húsnæðisfrumvörpum.
Lagt fram.

29.1602740 - Salavegur 2, Glersalurinn.Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 22. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fylkis ehf., kt. 540169-3229, um nýtt rekstrarleyfi fyrir samkomusal í flokki I, á staðnum Glersalurinn, að Salavegi 2, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

30.16011519 - Samþykkt um bílastæði og gjaldtaka.

Frá lögfræðideild, dags. 18. febrúar, lögð fram umsögn í tilefni af erindi Árna Davíðssonar að því er varðar gjaldtöku á bílastæðum og rekstur bílastæðasjóðs í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarlögmanni að svara erindinu á grundvelli framlagðrar umsagnar.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður óskar eftir því að bæjarlögmaður kanni hvort hægt sé að taka upp samstarf við önnur sveitarfélög vegna umsýslu við gjaldtöku af bílastæðum."

31.1601826 - Dalvegur 6-8. Beiðni um niðurfellingu kvaðar um gegnum akstur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. febrúar, lögð fram umsögn um erindi P.S. fasteigna ehf. þar sem óskað er eftir niðurfellingu kvaðar um gegnumakstur á lóðinni Dalvegi 6-8.
Bæjarráð hafnar ósk um niðurfellingu kvaðar með fjórum atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Vil vekja athygli á því að undirgöng Skógarlindar undir Reykjanesbraut kom til eftir að kvöð var sett á um gegnumakstur sem gerir útfærsluna flókna.
Ármann Kr. Ólafsson"

Birkir Jón Jónsson tekur undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar.

Ólafur Þór Gunnarsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson og Ása Richarsdóttir taka undir umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs.

32.1602775 - Garðlönd Kópavogsbæjar 2016.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 19. febrúar, lagðar fram tillögur um fyrirkomulag og þátttökugjald vegna útleigu á garðlöndum Kópavogsbæjar 2016 undir matjurtargarða.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um fyrirkomulag og þátttökugjald vegna garðlanda Kópavogsbæjar.

33.1601363 - Skólagarðar Kópavogs 2016.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 22. febrúar, lagðar fram tillögur um fyrirkomulag og þátttökugjald vegna skólagarða Kópavogs 2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um fyrirkomulág og þátttökugjald vegna skólagarða Kópavogs 2016.

Fundi slitið.