Bæjarráð

2834. fundur 25. ágúst 2016 kl. 08:45 - 10:27 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.16081381 - Kostnaður Kópavogs vegna séreignasparnaðar inn á íbúðalán

Kynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kostnaður Kópavogs vegna séreignasparnaðar inn á íbúðalán.

2.16011146 - Mánaðarskýrslur 2016

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í maí.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Fram kom í kynningu fjármálastjóra að íbúar Kópavogs séu komnir yfir 35.000."

Ása Richardsdóttir bókar
"Ég óska eftir að fá nánari skýringar á því hverning frístundastyrkir skiptast eftir félögum."

3.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð

Frá bæjarritara, dags. 24. ágúst, lagt fram erindi vegna kosninga um verkefnið Okkar Kópavogur - taktu þátt.
Lagt fram.

4.1606720 - Styrkumsókn vegna ráðstefnuhalds í Salnum 2. september 2016

Frá bæjarritara, dags. 23. ágúst, lögð fram umsögn um styrkumsókn Erindis í formi leigu fyrir Salinn vegna ráðstefnu sem haldin verður þann 2. september nk.
Theoóóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Erindi styrk í formi leigu fyrir Salinn vegna ráðstefnu sem haldin verður þann 2. september nk.

5.16081146 - Arakór 5, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Arakórs 5, Kristins S. Sturlusonar, um heimild til að skila lóðinni þar sem áform hafa ekki gengið eftir. Lagt er til að bæjarráð samþykki að lóðarréttindum Arakórs 5 verði skilað inn.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir kom aftur til fundar kl. 9.19.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila skil á lóðinni Arakór 5.

6.16081111 - Auðnukór 10, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. ágúst, lögð fram umsókn um lóðina Auðnukór 10 frá Guðnýju Elísabetu Leifsdóttur, kt. 070778-5489 og Jörundi Hartmanni Þórarinssyni, kt. 121078-3339. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Guðnýju Elísabetu Leifsdóttur og Jörundi Hartmanni Þórarinssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Auðnukór 10.

7.1608662 - Austurkór 66, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. ágúst, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 66 frá Elvari Hermannssyni, kt. 180387-2349 og Hrefnu Þórsdóttur, kt. 300988-2299. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Elvari Hermannssyni og Hrefnu Þórsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 66.

8.1608663 - Austurkór 68, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. ágúst, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 68 frá Steinari Erni Arnarsyni, kt. 281187-2529 og Ólöfu Stefánsdóttur, kt. 170488-3429. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Steinari Erni Arnarsyni og Ólöfu Stefánsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 68.

9.1608919 - Dalaþing 7, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. ágúst, lögð fram umsókn um lóðina Dalaþing 7 frá Arnari Grétarssyni, kt. 200772-4989 og Sigrúnu H. Ómarsdóttur, kt. 010172-3659. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Arnari Grétarssyni og Sigrúnu H. Ómarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 7.

10.16081045 - Fróðaþing 27, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Fróðaþings 27, Alberts Þórs Magnússonar, um heimild til að skila lóðinni þar sem áform hafa ekki gengið eftir. Lagt er til að bæjarráð samþykki að lóðarréttindum Fróðaþings 27 verði skilað inn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila skil á lóðinni Fróðaþingi 27.

11.16081313 - Lundur 8-18. Beiðni um heimild til veðsetningar.

Frá fjármálastjóra, dags. 23. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Lundar 8-18, Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Frestað.

12.16081353 - Tónahvarf 5. Heimild til framsals

Frá fjármálastjóra, dags. 23. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Tónahvarfs 5, Ris byggingarverktaka ehf., um heimild til að framselja lóðina til Ris-B ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til framsals lóðarinnar til Ris-B ehf.

13.1605289 - Digranesvegur 1, bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar. Kaupsamningur o.fl. gögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 23. ágúst, lagt fram til upplýsinga erindi að því er varðar kostnað vegna flutninga bæjarskrifstofa í nýtt húsnæði að Digranesvegi 1.
Lagt fram.

14.1608619 - Lyngbrekka 4, Thoregs slf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað

Frá lögfræðideild, dags. 16. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Thoregs slf., kt. 550507-2850, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I, að Lyngbrekku 4, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulags.

15.1608643 - Þverbrekka 4, Rut Jónsdóttir. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi f.gististað.

Frá lögfræðideild, dags. 16. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Rutar Jónsdóttur, kt. 181272-3849, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Þverbrekku 4, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Frestað.

16.1608362 - Ályktun Búnaðarþings 2016.

Frá Bændasamtökum Íslands, dags. 9. ágúst, lögð fram ályktun Búnaðarþings 2016 um fjallaskil.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu umhverfissviðs.

17.1608847 - Frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál. Beiðni um umsögn.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd, dags. 18. ágúst, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um námslán og námsstyrki (stjórnarfrumvarp), 794. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

18.1608243 - Reiðvegir, viðhald og uppbygging.

Frá Hestamannafélaginu Spretti, dags. 1. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær geri ráð fyrir árlegri fjárupphæð í fjárhagsáætlun sinni til að sinna viðhaldi og uppbyggingu reiðvega á félagssvæði Spretts.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

19.1608003 - Félagsmálaráð, dags. 8. ágúst 2016.

1414. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

20.1608002 - Skipulagsnefnd, dags. 15. ágúst 2016.

1280. fundur skipulagsnefndar í 16. liðum.
Lagt fram.

21.1607342 - Boðaþing 14-16 og 18-20.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. ágúst, lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 2. ágúst 2016 þar sem óskað er heimildar til að fjölga íbúðum á þakhæðum Boðaþings 14-16 og 18-20 þannig að í stað tveggja íbúða í hvorum stigagangi verði íbúðirnar þrjár. Eftir breytinguna yrðu því 36 íbúðir í stað 34 eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir í hvoru húsi fyrir sig. Heildarumfang og stærð húsanna breytist ekki. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. júlí 2016. Skipulagsnefnd samþykkiti með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

22.16041208 - Eskihvammur 2. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. ágúst, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi erindi Benjamíns Magnússonar, dags. 31.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að breyta einbýlishúsi í tvíbýli. Ein íbúð verður á hvorri hæð, bílskúr verður hluti af íbúð á neðri hæð. Á lóð verða fjögur bílastæði sbr. uppdráttum dags. 31.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti 2. maí 2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Eskihvamms 4; Víðihvamms 21, 23 og 25; Birkihvamms 21, 22; Reynihvamms 24 ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Kynningunni lauk 27. júní 2016. Athugasemdir bárust frá eigendum í Eskihvammi 4, dags. 23.06.2016 og Víðihvammi 23, dags. 27.06.2016. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. ágúst 2016. Með tilvísan í umsögn, framkomnar athugasemdir og ábendingar hafnaði skipulagsnefnd erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Frestað.

23.16041207 - Fagraþing 2. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. ágúst, lögð fram að lokinni kynningu tillaga Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar, dags. í janúar 2016, f.h. lóaðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Fagraþings 2. Í breytingunni felst að breyta núverandi húsi á lóðinni úr einbýli í tvíbýli. Ein íbúð verður í hvorum helming hússins með sér inngangi. Bílskýli suðvestan-megin á 1. hæð og verönd norðaustan-megin á 1. hæð verður breytt í bílgeymslur. Svölum suðvestan- og norðaustan-megin á 2. hæð verður lokað og verða hluti af íbúðum. Þremur svölum er bætt við á suðausturhlið hússins, allar 1,6 m á dýpt. Aukning á heildarbyggingarmagni er 190,6 m2 og verður húsið 539,2 m2 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. í jan. 2016. Á fundi skipulagsnefndar 2. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 3, 4, 5, 6, 8, 10, 12 og 14. Kynningartíma lauk 11. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá íbúum Fagraþings 4, 6, 8, 10, 10a, 12 og 14 dagsett 5. júlí 2016, 6. júlí 2016 og 10. júlí 2016. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. ágúst 2016. Með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar hafnaði skipulagsnefnd erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

24.1509217 - Markavegur 1-9. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 16. ágúst, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs, dags. 21.3.2016, að breyttu deiliskipulagi Markavegar 1-9. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna nýja tillögu í samræmi við minnisblað lögfræðisviðs dags. 26.11.2015. Kynning var send lóðarhöfum Markavegar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9; Hæðarenda 1, 2 og 3 ásamt Kórnum. Kynningu lauk 20.5.2016. Athugasemdir bárust frá eigendum í Gulaþingi 42, dags. 22.5.2016; frá Jónasi Fr. Jónssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Markavegar 1. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. ágúst 2016. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á kynntri tillögu er nær til lóðarinnar nr. 1 við Markaveg. Í tillögunni er leitast við að koma til móts við athugasemdir og ábendingar lóðarhafa Markavegi 1. Er breytingartillagan dags. 15. ágúst 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með áorðnum breytingu dags. 15. ágúst 2016 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

25.1608008 - Skipulagsnefnd, dags. 22. ágúst 2016.

1281. fundur skipulagsnefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

26.1607144 - Austurkór 151. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 151 þar sem óskað er eftir að byggja einbýlishús á 1 hæð án kjallara, samanber meðfylgjandi skýringargögn dagsett 6. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkór 153, 155, 157, 159, 161, 163 og 165. Tillagan lögð fram að nýju ásamt samþykki ofangreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

27.1606655 - Álmakór 4. Hækkun á þaki. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Gríma arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á skipulagsskilmálum Álmakórs 4 sbr. erindi dags. 12. júní 2016. Í breytingunni felst hækkun á þaki á götuhlið hússins um 43 sm. sbr. uppdrátt í mkv. 1:100 dags. 12. júní 2016. Á fundi skipulagsnefndar 2016 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álmakórs 1, 2, 3, 5 og 6. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

28.1607215 - Dalvegur 26. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa tillaga TRÍPÓLÍ arkitekta dags. 22. júní 2016 f.h. lóðarhafa þar sem að óskað er eftir að breyta hluta atvinnuhúsnæðis að Dalvegi 26 í gistiheimili í notkunarflokki 4 samanber uppdrætti í mælikvaraðnum 1:500 og 1:100. Í erindinu kemur fram m.a. að ráðgert er að í gistiheimilinu verði gistipláss fyrir 40 manns og 2-3 starfsmenn ásamt móttöku. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og ákvað að kynna sér aðstæður á vettvangi. Sú vettvangferð var farin mánudaginn 15. ágúst 2016. Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fjórum atkvæðum og hjásetu Ólafs Þórs Gunnarssonar.

29.1605419 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Sólskálar. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi frá A2 arkitektum, dags. 10.5.2016, f.h lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Í breytingunni felst að byggðir verði sólskálar við suðurhlið húsanna, hvor um sig 16 m2 að stærð. Byggingarreitur hvers skála er 3,5 m x 4,6 m og hámarkshæð þeirra verður 3,2 m sbr. uppdráttum dags. 10.5.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faldarhvarfs 2, 4, og 6; Faxahvarfi 1, 2, 4, 5, 8 og 10. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

30.15082892 - Skógarlind 2. Fjölorkustöð. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lögð fram erindi VBV verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar ehf. fyrir hönd lóðarhafa Skógarlindar 2 um mögulega staðsetningu fjölorkustöðvar á lóðinni, drög (tillaga 1 og 2) dagsett 13. júlí 2016. Ennfremur lagt fram áhættumat VERKÍS verkfræðistofu dagsett í júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var málinu vísað til Umhverfissviðs til umsagnar. Erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. ágúst 2016. Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan til ofangreindrar umsagnar sviðsstjóra og með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

31.1608745 - Þorrasalir 13-15. Breytt aðkoma.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lagt fram erindi KRark f.h. lóðarhafa dags. 17. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir breyttri aðkomu að fjölbýlishúsinu Þorrasalir 13-15 sbr. uppdrátt í mkv. 1:200. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Vakin er athygli á því að lóðarhafi/umsækjandi greiðir afleiddan kostnað af framkvæmdum á bæjarlandi, s.s. niðurtekt gangstéttar, færslu ljósastaurs eða annað það sem óhjákvæmilega getur þurft að breyta í kjölfar framkvæmda á einkalóðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

32.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 19. ágúst 2016.

365. fundur stjórnar Sorpu í 5. liðum.
Lagt fram.

33.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 12. ágúst 2016.

249. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

34.16061070 - Sala korta í líkamsrækt. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Ólafur Þór Gunnarsson ítrekar spurningar sínar.

35.1603736 - Kostnaður vegna húsnæðismála stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni.

Á bæjarráðsfundi þann 10. mars 2016 lagði undirritaður fram fyrirspurn um kostnað vegna hugmynda um flutning stjórnsýslusviðs. Bæjarstjóra var falið að taka saman tölur um kostnaðinn.
Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi framsóknarflokksins, áréttaði með bókun á bæjarráðsfundi í apríl 2016 að beðið væri eftir svari við fyrirspurn Kristins Dags.

Nú, 25. ágúst 16, hefur ekkert svar borist við fyrirspurninni frá 10. mars. Rétt er að benda á þá staðreynd að sá dráttur að svari í því máli sem hér um ræðir er óviðunandi og mjög á svig við hefðir, lög og reglur er gilda í stjórnsýslunni.
Hverju sætir það ?
Kristinn Dagur Gissurarson

36.16081767 - Fyrirspurn Ásu Richardsdóttur um stöðu móttöku flóttamanna

Ása Richardsdóttir óskar eftir að verkefnisstjóri vegna komu flóttamanna kynni bæjarráði stöðu þess verkefnis.

Fundi slitið - kl. 10:27.