Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Björgvins Snæbjörnssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Hafraþing 1-3. Í breytingunni felst að byggt verði parhús á einni hæð í stað tveggja. Farið er út fyrir byggingarreit sem nemur 59,5m2 á Hafraþingi 1 en 21,5m2 á Hafraþingi 3. Heildarbyggingarmagn Hafraþings 1 verður 206m2 og Hafraþing 3 verður 178m2 sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16.7.2013. Á fundi skipulagsnefndar 23.7.2013 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 ásamt Gulaþingi 4a, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 16. september 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir. Samþykkt með fimm atkvæðum.