Bæjarráð

2736. fundur 26. júní 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá
Starfsaldursforseti, Ólafur Þór Gunnarsson, setti fundinn. Fyrsta mál tekið á dagskrá er kjör nýs formanns og varaformanns bæjarráðs.

1.1406525 - Fundartími bæjarráðs

Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku og skal bæjarráð festa fundartíma ráðsins í upphafi skipunartíma þess, sbr. 47. gr. samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar.

Bæjarráð samþykkir að reglulegir fundir ráðsins verði vikulega á fimmtudögum kl. 8:15.

Birkir Jón Jónsson kemur til fundarins kl. 8:20.

Bæjarráð samþykkir að í júlí verði fundir haldnir tvisvar, 10. júlí og 24. júlí og í ágúst verði tveir fundir haldnir, 14. ágúst og 28. ágúst.

  

2.1002277 - Skipting framlags til stjórnmálasamtaka á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006

Frá bæjarritara, dags. 18. júní, yfirlit yfir greiðslur framlaga til stjórnmálaflokka 2014 samkvæmt úrslitum kosninga 31. maí.

Lagt fram.

3.1009240 - Greiðslur til kjörstjórnar 2010 - 2014

Frá bæjarritara, dags. 19. júní, tillaga að greiðslum til kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að greiðslum til yfirkjörstjórnar að upphæð kr. 250.000 og kr. 375.000 til formanns.

4.709098 - Vatnsendablettur 197, uppsögn leigusamnings.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samkomulagi um innlausnarverð á Vbl. 197.

Bæjarráð samþykkir einróma samkomulag um innlausnarverð á Vatnsendabletti 197.

5.1406361 - Huldubraut 31. Umsókn Lovísu Ólafsdóttur um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 18. júní, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 12. júní, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Lovísu Ólafsdóttur, kt. 1007655199, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka heimagistingu í flokki I, á staðnum Huldubraut 31, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að

afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir og umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulags.

6.1406319 - Ráðning leikskólastjóra fyrir leikskólann Grænatún.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 23. júní, óskað heimildar til að auglýsa og ráða í starf leikskólastjóra Grænatúns.

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði starf leikskólastjóra Grænatúns.

7.1406362 - Fyrirspurn vegna afhendingar meðmælalista framboða til sveitarstjórnarkosninga 2014

Frá Persónuvernd, dags. 10. júní, fyrirpurn til yfirkjörstjórnar Kópavogs vegna afhendingar meðmælalista framboða til sveitarstjórnarkosninga 2014.

Lagt fram.

8.1401797 - Skil á viðaukum vegna fjárhagsáætlunar 2013

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 18. júní, leiðbeiningar varðandi skil á viðaukum vegna fjárhagsáætlunar 2013.

Lagt fram.

9.1310426 - Framlög vegna nýbúafræðslu 2014

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 12. júní, tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2014.

Lagt fram.

10.1310427 - Fjármál sveitarfélaga - EFS óskar eftir upplýsingum

Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 12. júní, óskað eftir upplýsingum um með hvaða hætti bæjarstjórn stýri og hafi eftirlit með fjármálum bæjarins með reglubundnum hætti.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

11.1406393 - Fasteignamat 2015

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 13. júní, tilkynning um fyrirhugaða hækkun á fasteignamati samkvæmt endurmati fasteigna.

Lagt fram.

12.1406528 - Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi.

Frá Ferðamálastofu, dags. 24. júní, óskað eftir tilnefningu fulltrúa Kópavogs í stýrihóp verkefnis um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa í stýrihópinn.

13.1406469 - Styrkbeiðni vegna viðgerða á Kópavogskirkju

Frá sóknarnefnd Kópavogskirkju, dags. 9. maí, óskað eftir fjárstuðningi Kópavogsbæjar vegna viðgerða á kirkjunni.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar bæjarritara.

14.1406466 - Beiðni um niðurfellingu vatnsgjalda

Frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, dags. 16. júní, óskað eftir niðurfellingu gjalds vegna vökvunar á Leirdalsvelli 2014.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar bæjarritara.

15.1406494 - Hestheimar 14-16. Beiðni um styrk vegna álagðra fasteignagjalda

Frá Spretti fasteignafélagi ehf., dags. 23. júní, óskað eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts á Hestheimum 14 - 16, að upphæð kr. 1.864.029,-.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar bæjarritara.

16.1406328 - Beiðni um stuðning við starf Hróksins

Frá Skákfélaginu Hróknum, dags. 11. júní, óskað eftir styrk til starfsemi félagsins.

Bæjarráð samþykkir að gerast gullbakhjarlar Hróksins í samræmi við erindi þeirra í eitt skipti.

 

 

17.1406289 - Kosningar í bæjarráði til eins árs

Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs 2014.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir einróma kosin formaður.

Karen E. Halldórsdóttir einróma kosin varaformaður.

 

 

18.1306180 - Breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt

Fundarhlé kl. 9:45. Fundi fram haldið kl. 10.01

 

Fulltrúar minnihlutans óska eftir því að breytingar á bæjarmálasamþykkt verði sérstakur dagskrárliður á næsta fundi bæjarráðs, þann 10. júlí n.k.

19.1406553 - Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni um eyðingu vargfugls í Kópavogi

Fyrirspurn til bæjarstjóra um það hver sé staða eyðingu vargfugls í Kópavogi. Óskað er eftir svari á næsta fundi bæjarráðs.

20.1406552 - Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni um uppbyggingu hundagerðis í Kópavogi

Fyrirspurn til bæjarstjóra um það hver sé staða byggingu hundagerðis í Kópavogi. Óskað er eftir svari á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.