Bæjarráð

2764. fundur 26. febrúar 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1502295 - Austurkór 12. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. febrúar, lögð fram umsókn Árna Kristins Gunnarssonar, kt. 100480-4929 og Regínu Diljár Jónsdóttur, kt. 200883-3739 um lóðina Austurkór 12. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Árna K. Gunnarssyni, kt. 100480-4929 og Regínu Diljá Jónsdóttur, kt. 200883-3739 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 12 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1502596 - Austurkór 12. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. febrúar, lögð fram umsókn Norden ehf., kt. 600611-1350, um lóðina Austurkór 12. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að hafna umsókninni.
Bæjarráð leggur til með fimm atkvæðum að umsókninni verði hafnað og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

3.1411186 - Grenndargámar, útboð á þjónustu fyrir pappír, plast og gler.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 24. febrúar, lagt fram bréf þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki tillögu deildarstjóra gatnadeildar sem svar við fyrirspurn Sorpu um óskir Kópavogsbæjar varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu deildarstjóra gatnadeildar sem svar við fyrirspurn Sorpu um óskir Kópavogsbæjar varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma.

4.15011245 - Hafnarbraut 9 og Bakkabraut 10. Óskað eftir samþykki Kópavogsbæjar við veðsetningu.

Frá bæjarlögmanni, dags. 24. febrúar, umsögn um heimild Kársnes fasteigna ehf., kt. 700409-0580 til veðsetningar Hafnarbraut 9 og Bakkabraut 10. Lagt til að Kópavogsbær heimili veðsetninguna.
Bæjarráð heimilar Kársnes fasteignum ehf., kt. 700409-0580, veðsetningu á Hafnarbraut 9 og Bakkabraut 10. Samþykkt með fimm atkvæðum.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

5.1502691 - Hagasmári 1, Hlöllabátar. Fen 2010 ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 24. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fen 2010 ehf., kt. 701214-0130, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingahús í flokki I, á staðnum Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

6.1502779 - Þrúðsalir 6, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. febrúar, lögð fram umsókn Arnars Jóns Lárussonar, kt. 020479-5589 og Berglindar Þórarinsdóttur, kt. 270780-5209 um lóðina Þrúðsali 6. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjenda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Þrúðsalir 6 verði úthlutað til umsækjanda og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.1502007 - Þrymsalir 8. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissvið, dags. 23. febrúar, lögð fram umsókn Andra Þórs Gestssonar, kt. 110174-3579, um lóðina Þrymsali 8. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Þrymsalir 8 verði úthlutað til umsækjanda og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.1502792 - Mengunarslys. Spilliefni í fráveitukerfi í janúar 2015.

Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa, vegna mengunarslyss sem átti sér stað í Kópavogi þar sem spilliefni fundust í fráveitukerfi.
Lagt fram.

Guðmundur H. Einarsson framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sat fundinn undir þessum lið.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Vekur furðu að mengunarslys í fráveitu Kópavogs skuli ekki koma strax inn á borð bæjarráðs og að bæjarráðsmenn skuli þurfa að lesa um það í fjölmiðlum einum mánuði eftir að slysið átti sér stað. Það er ástæða til að skoða verkferla hjá Kópavogsbæ varðandi upplýsingagjöf þegar og ef mengunarslys eiga sér stað í framtíðinni.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson tóku undir bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar.

9.1502729 - Frumvarp til laga um farmflutninga á landi, 503. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 19. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur), stjórnarfrumvarp, 503. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

10.1502730 - Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, 504. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 19. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur), stjórnarfrumvarp, 504. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

11.1502742 - Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339. mál. Beiðni um umsögn.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 20. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), þingmannamál, 339. mál.
Lagt fram.

12.1404613 - Kópavogsgerði 1-3, byggingarleyfi.

Frá framkvæmdastjóra Bf. Gerðis ehf., dags. 22. janúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir leyfi til að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins að Kópavogsgerði 1-3.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Vegna erindis Bf. Gerðis vegna Kópavogsgerðis 1-3 þá óska ég eftir skriflegri greinargerð frá bæjarlögmanni vegna málsins og rökstuðning fyrir því hvers vegna framkvæmdaleyfi er ekki gefið út.
Birkir Jón Jónsson"

13.1502018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 19. febrúar 2015.

145. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 2. liðum.
Lagt fram.

14.1502013 - Íþróttaráð, dags. 19. febrúar 2015.

45. fundur íþróttaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

15.1502449 - Málefni sundlauga 2015.

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 23. febrúar, lagðar fram tillögur forstöðumanna og íþróttadeildar um þjónustutíma sundlauga á hátíðar- og helgidögum (rauðum dögum) árið 2015.
Íþróttaráð fól deildarstjóra íþróttadeildar að fylgja málinu eftir við bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir tillögu um opnunartíma sundlauga á rauðum dögum árið 2015 með þeirri breytingu að opið verði frá kl. 8. Samþykkt með fjórum atkvæðum Theódóru Þorsteinsdóttur, Margréti Friðriksdóttur, Hjördísi Johnson og Pétri Hrafni Sigurðssyni. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

Bæjarráð óskar eftir að skoðað verði að hafa sundlaug Kópavogs opna 17. júní.

Deildarstjóri íþróttadeildar sat fundinn undir þessum lið.

16.1502016 - Lista- og menningarráð, dags. 17. febrúar 2015.

38. fundur lista- og menningarráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

17.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2015, dags. 16. febrúar 2015.

825. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 1. lið.
Lagt fram.

18.1501021 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 17. febrúar 2015.

62. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 12. liðum.
Lagt fram.

19.1412502 - Bláfánaumsókn 2015.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. febrúar, lögð fram bókun umhverfis- og samgöngunefndar þar sem umsókn að Bláfána 2015 fyrir Ýmishöfn er samþykkt. Erindi vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

20.1206519 - Markavegur.

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 20. febrúar, lögð fram bókun umhvefis- og samgöngunefndar þar sem samþykkt er erindi deildarstjóra gatnadeildar frá 12. febrúar um 30 km umferðarhraða á Markavegi. Erindi vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

21.1502839 - Stefna um bólusetningu barna í leik- og grunnskólum. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Er einhver stefna til um bólusetningar barna í leik- og grunnskólum Kópavogs?
Eru foreldrar barna inntir eftir því hvort börn þeirra hafi verið bólusett við algengum sjúkdómum, sbr. ráðleggingar Landlæknis?
Fylgjast skólahjúkrunarfræðingar með hvort börn í skólum eru bólusett?
Eru foreldrar upplýstir um ef börn sem ekki eru bólusett ganga í skóla með börnum þeirra?
a) Í sömu bekkjardeild
b) Í sama árgangi
c) Í sama skóla
Eru kennarar upplýstir um sömu atriði?
Eru kennarar fræddir um eðli og tilgang bólusetninga?
Eru kennarar og aðrir starfsmenn sem umgangast börnin daglega hvattir til að gangast undir bólusetningar eins og t.a.m. inflúensubólusetningar að hausti eða viðhalda öðrum bólusetningum?

Greinargerð:
Á undanförnum vikum hafa borist fréttir af mislingafaröldrum austan hafs og vestan, og skipta tilfellin þúsundum. Sóttvarnarlæknir telur það aðeins tímaspursmál hvenær tilfelli greinast hérlendis. Ekki þarf að fjölyrða um alvarleika slíkra tíðinda né þau áhrif sem slíkt getur haft á skólasamfélagið. Mikilvægt er að menntasvið og skólarnir skoði þessi mál og ræði viðbrögð og leiðir til að tryggja öryggi barnanna.
Ólafur Þór Gunnarsson"

22.1502380 - Málefni Strætó bs.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég óska eftir að gengið verði eftir því hvenær von sé á svörum sem ég bar upp þann 12. febrúar sl. um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og málefni Strætó bs. Spurningum var beint til stjórnar Strtæó bs., stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og til bæjarlögmanns.
Birkir Jón Jónsson"

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
"Eðli málsins samkvæmt, þar sem spurningarnar beinast að stjórnum sem funda einu sinni í mánuði, þá er ekki um óeðlilega langan tíma að ræða.
Ármann Kr. Ólafsson"

23.1411296 - Tillaga um skipun starfshóps vegna fyrirhugaðs öldungaráðs

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður kallar eftir svörum frá bæjarstjóra um stofnun öldungaráðs.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Fundi slitið.