Bæjarráð

2768. fundur 26. mars 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Sigurjón Jónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1503605 - Almannakór 2, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. mars, lagt fram erindi Dverghamars ehf., kt. 610786-1629, þar sem óskað er eftir því að heimilað verði að skila rétti til lóðakaupa Almannakór 2.
Lóðinni Almannakór 2 var úthlutað til Dverghamars ehf. á fundi bæjarstjórnar 10. júní 2014. Lóðagjöld hafa ekki fengist greidd. Ástæða þess að óskað er eftir að skila lóðinni er sú að byggingaráformum Dverghamars ehf. var hafnað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Almannakór 2 verði skilað inn og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1503606 - Almannakór 4, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. mars, lagt fram erindi Dverghamars ehf., kt. 610786-1629, þar sem óskað er eftir því að heimilað verði að skila rétti til lóðakaupa Almannakór 4.
Lóðinni Almannakór 4 var úthlutað til Dverghamars ehf. á fundi bæjarstjórnar 10. júní 2014. Lóðagjöld hafa ekki fengist greidd. Ástæða þess að óskað er eftir að skila lóðinni er sú að byggingaráformum Dverghamars ehf. var hafnað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Almannakór 4 verði skilað inn og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1503607 - Almannakór 6, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. mars, lagt fram erindi Dverghamars ehf., kt. 610786-1629, þar sem óskað er eftir því að heimilað verði að skila rétti til lóðakaupa Almannakór 6.
Lóðinni Almannakór 6 var úthlutað til Dverghamars ehf. á fundi bæjarstjórnar 10. júní 2014. Lóðagjöld hafa ekki fengist greidd. Ástæða þess að óskað er eftir að skila lóðinni er sú að byggingaráformum Dverghamars ehf. var hafnað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Almannakór 6 verði skilað inn og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1503531 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn nemendafélags MR um tækifærisleyfi. Beiðni um umsögn

Frá lögfræðideild, dags. 19. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn nemendafélagsins Framtíðin (Menntaskólinn í Reykjavík), kt. 521083-0189, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskólaball fyrir 670 ungmenni fimmtudaginn 26. mars 2015, frá kl. 22:00-1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Yngvi Pétursson, kt. 111251-6229 og um öryggisgæslu annast Go Security.
Samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.1412485 - Fornahvarf 3, framkvæmd settjörn.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 24. mars, lagðar fram niðurstöður tilboða í verkið "Settjarnir við Fornahvarf" og lagt til að samið verði við lægstbjóðanda Jarðval sf. um framkvæmd verksins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að samið verði við Jarðval sf. um verkið "Settjarnir við Fornahvarf".

6.1501314 - Vallakór 16 kennsluhúsnæði Hörðuvallaskóla.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 24. mars, lagðar fram niðurstöður tilboða í innréttingu á kennsluhúsnæði að Vallakór 16, og lagt til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Baldur Jónsson ehf. um framkvæmd verksins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að samið verði við Baldur Jónsson ehf. um framkvæmd verksins "Vallakór 16, kennsluhúsnæði 1. hæð".

7.1403134 - Kaup og bygging á félagslegum leiguíbúðum. Svar við erindi Ómars Stefánssonar.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 16. mars, lagt fram bréf þar sem áréttaðar eru meginreglur um bindandi áhrif fjárhagsáætlunar í kjölfar þess að bæjarstjórn samþykkti tillögu um kaup á félagslegum íbúðum og byggingu slíkra íbúða á fundi sínum þann 14. mars 2014.
Lagt fram.

8.1503495 - Tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. mars, lagt fram bréf þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

Ólafur Þór Gunnarsson og Pétur Hrafn Sigurðsson fagna framkominni tillögu.

9.1503005 - Íþróttaráð, dags. 19. mars 2015

46. fundur íþróttaráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

Sigurjón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Á bæjarráðsfundi þann 19. desember 2014 var samþykkt að ráðast í gerð lýðheilsustefnu og ráða verkefnastjóra strax í janúar 2015. Nú fer að styttast í apríl og enn hefur lítið gerst í þessu máli og enginn stýrihópur verið stofnaður.
Á fundi íþróttaráðs var tekið fyrir erindi frá GYM heilsu þar sem óskað er eftir því að bærinn gangi til samninga við þá varðandi rekstur þeirra í sundlaugum bæjarins. Þar segir ,,Vegna óvissu undanfarin misseri hefur ekki verið hægt að horfa til framtíðar og endurnýja búnað né aðstöðu vegna hótana og ráðaleysi aðila."
Á bæjarráðsfundi 8. maí 2014 var samþykkt að fresta útboði á líkamsrækt við sundlaugar Kópavogs þar til bærinn hefur markað sér lýðheilsustefnu. Nú eru liðnir tæpir 11 mánuðir og það ástand sem hefur skapast af seinagang bæjaryfirvalda er ólíðandi. Núverandi ástand hefur og mun, að öllu óbreyttu, hafa skaðleg áhrif á íbúa Kópavogs sem og rekstur bæjarins.
Sigurjón Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl. 8.31. Fundi var fram haldið kl. 8.56.

Fulltrúar meirihluta lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Vinna við lýðheilsustefnu er í eðlilegum farvegi þar sem vandað er til undirbúnings og hefur frá áramótum verið unnið að framgangi málsins. Þegar hefur verið farið í verðfyrirspurnir um aðkomu utanaðkomandi ráðgjafar vegna verkefnisins. Undirbúningur stefnunnar er í höndum sviðsstjóra menntasviðs. Vegna óljósrar orðnotkunnar í bókun viljum við taka fram að ekki er um hótanir bæjaryfirvalda að ræða heldur er verið að vísa í önnur samskipti.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal"

Sigurjón Jónsson leggur fram bókun:
"Undirritaður fellur frá 1. málsgrein fyrri bókunar.
Sigurjón Jónsson"

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn að hluta undir þessum lið.

10.1410660 - Reglur um afnot af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar.

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 20. mars, lögð fram drög að reglum um afnot af íþróttamannvirkjum í eigu Kópavogsbæjar. Á fundi íþróttaráðs þann 19. mars sl. voru drögin samþykkt og málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu íþróttaráðs og samþykkir drög að reglum um afnot af íþróttamannvirkjum í eigu Kópavogsbæjar.

11.1503014 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 18. mars 2015.

35. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 3 liðum.
Lagt fram.

12.1503016 - Skipulagsnefnd, dags. 23. mars 2015.

1256. fundur skipulagsnefndar í 13. liðum.
Lagt fram.

13.1411142 - Dimmuhvarf 11. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 24. mars, lagt fram að nýju erindi GINGI Teiknistofu, dags. 15.10.2014, f.h. lóðarhafa Dimmuhvarfs 11 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar 17.11.2014 var samþykkt tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningu lauk 23.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.1502424 - Kópavogsbraut 115. Kynning á byggingarleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 24. mars, lagt fram að nýju erindi frá Teiknistofunni Tröð dags. 10.2.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á innra skipulagi og ytra útliti Kópavogsbrautar 115. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 104, 106 og 113; Þinghólsbrautar 80 og 82. Kynningu lauk 23.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1503327 - Naustavör 7 og 22-30. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 24. mars. lagt fram erindi Archus f.h. lóðarhafa dags. 16.3.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Naustavarar 7 og 22-30.
Skipulagsnefnd taldi framlagða breytingu ekki varða hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16.1503020 - Skólanefnd, dags. 23. mars 2015.

84. fundur skólanefndar í 4. liðum.
Lagt fram.

17.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs hbsv., dags. 20. febrúar 2015.

144. fundur stjórnar Slökkviliðs hbsv. í 7. liðum.
Lagt fram.

18.1501345 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs hbsv., dags. 20. mars 2015

145. fundur stjórnar Slökkviliðs hbsv., í 6. liðum.
Lagt fram.

19.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 23. mars 2015.

348. fundur stjórnar Sorpu í 1. lið.
Lagt fram.

20.1502017 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 17. mars 2015

63. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 12 liðum.
Lagt fram.

Sigurjón Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Ég tek undir bókun Einars Baldurssonar frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. mars varðandi úttekt á viðhaldi og endurnýjunarþörf á gatnakerfi bæjarins.
Sigurjón Jónsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það stendur yfir mat á ástandi vega og mögulegar endurbætur á samgöngukerfinu.
Ármann Kr. Ólafsson"

21.1410609 - Grænir dagar í Kópavogi - Skipulag svæða

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. mars, lögð fram tillaga að aðgerðaráætlun á Grænum dögum 2015 frá garðyrkjustjóra dags 12.3.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að fyrirkomulagi á grænum dögum 2015 og vísar kostnaðarliðum erindisins til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

22.1503370 - Ýmsar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2015

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. mars, lagðar fram tillögur um ýmsar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögur og vísar erindi til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

23.1503015 - Ungmennaráð, dags. 17. mars 2015

2. fundur ungmennaráðs í 4. liðum
Lagt fram.

24.1503013 - Ungmennaráð, dags. 4. febrúar 2015

1. fundur ungmennaráðs í 3 liðum
Lagt fram.

Fundi slitið.