Bæjarráð

2823. fundur 26. maí 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1605014 - Félagsmálaráð, dags. 23. maí 2016.

1411. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

2.1605010 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 18. maí 2016.

47. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

3.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018.

Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 24. maí, lögð fram drög að framkvæmdaáætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum byggða á mannréttindastefnu bæjarins.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar nefnda og ráða Kópavogsbæjar.

4.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 20. maí 2016.

361. fundur stjórnar Sorpu í 9. liðum.
Lagt fram.

5.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 13. maí 2016.

244. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

6.16051066 - Frítt í Strætó á kjördag. Bókun frá Pétri Hrafni Sigurðssyni og Karen Halldórsdóttur.

Pétur Hrafn Sigurðsson og Karen Halldórsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð skora á stjórn Strætó bs. að skoða möguleika þess að vera með frítt í Strætó á kjördag til að efla kosningaþátttöku ungs fólks.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Karen Halldórsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er ekkert frítt í henni veröld.
Ármann Kr. Ólafsson"

7.1605362 - Austurkór 179. Beiðni um heimild til framsals lóðar.

Frá lögfræðideild, dags. 24. maí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 179, Auberti Högnasyni og Margréti Ísleifsdóttur, um heimild til að framselja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til framsals.

8.1605414 - Borgarholtsbraut 44. Umsagnarbeiðni um ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 23. maí, lagt fram bréf Samgöngustofu frá 11. maí þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórhalls Ásgeirssonar f.h. Gistingar BB44 ehf. um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 12 bifreiðar að Borgarholtsbraut 44, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir væntanlega starfsemi, en hvað staðsetningu varðar er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði og fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum þar sem rekstrarleyfið er ekki í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.

9.1605087 - Hafraþing 4,6 og 8. Stjórnsýslukæra og krafa um stöðvun framkvæmda.

Frá lögfræðideild, dags. 24. maí, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 42/2016 þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja kröfu kærenda um að stöðva framkvæmdir við Hafraþing 4, 6 og 8 var kærð.
Lagt fram.

10.1604729 - Markavegur 1, kæra vegna dráttur á afgreiðslu erindis.

Frá lögfræðideild, dags. 24. maí, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 38/2016 þar sem kærður var dráttur á afgreiðslu erindis um að fjarlægja rafmagnskassa, háspennustrengi og spindla af lóðinni Markarvegi 1.
Lagt fram.

11.1605619 - Hæðarendi 7, umsókn um hesthúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. maí, lögð fram umsókn um lóðina Hæðarenda 7 frá Halldóri Benediktssyni, kt. 221169-3019 og Lísu Bjarnadóttur, kt. 081269-5219. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Halldóri Benediktssyni og Lísu Bjarnadóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Hæðarenda 7 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1604885 - Malbik 2016 útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 23. maí, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna malbikunar í Kópavogi. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbiksyfirlagnir í Kópavogi 2016 og leitað verði samninga við Hlaðbæ Colas um malbikskaup fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Loftorku Reykjavík um malbiksyfirlagnir í Kópavogi 2016 og leitað verði samninga við Hlaðbæ Colas um malbikskaup fyrir árið 2016.

13.1604031 - Forsetakosningar 2016.

Frá formanni kjörstjórnar, dags. 18. maí, lagðar fram tillögur vegna forsetakosninga 25. júní nk. Lagt er til að kjörstaðir verði tveir í Kópavogi, annars vegar í íþróttahúsinu Smáranum og hins vegar Hörðuvallaskóla í Kórnum, aðsetur kjörstjórnar verði í Smáranum og lagður verði fram listi yfir starfsmenn síðar. Einnig er lagt til að hægt verði að ná bæjarráði saman á kjördag ef úrskurða þarf um vafaatriði er varða kjörskrá í Kópavogi eða önnur atriði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur vegna forsetakosninga 25. júní 2016.

14.1605821 - Óskað eftir styrk Kópavogsbæjar vegna Landsmóts hestamanna árið 2022.

Frá stjórn hestamannafélagsins Spretts, dags. 17. maí, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir styrk til fegrunar félagssvæðisins á Kjóavöllum þar sem Landsmót hestamanna mun fara fram árið 2022.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra mennta- og umhverfissviðs.

Fundi slitið.