Bæjarráð

2627. fundur 26. janúar 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1112032 - Erindi leikskólastjóra vegna vinnslu skólanámskrár

Bæjarstjórn vísar afgreiðslu málsins til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs með sex atkvæðum, en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

Bæjarráð óskar eftir umsögn menntasviðs á kostnaði við fjögurra tíma yfirvinnu leikskólakennara við gerð námskrár.

2.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag. Erindið

Bæjarstjórn samþykkti að vísa erindinu til bæjarráðs til úrvinnslu.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Óska eftir greinargerð frá skrifstofustjóra umhverfissviðs um möguleika þess að Kópavogur setji inn í samþykktir sektarákvæði vegna ólöglegra byggingarframkvæmda, sem og útlistun á þeim úrræðum sem sveitarfélög hafa til þess að bregðast við ólöglegum framkvæmdum í bænum.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar. Einn bæjarráðsfulltrúi sat hjá við afgreiðslu.

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1201315 - Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni

Tillaga að breyttu vinnufyrirkomulagi bæjarstjórnar Kópavogs.

Þar sem flutningsmaður tillögunnar var veðurtepptur frestar bæjarráð afgreiðslu til næsta fundar.

4.1112354 - Ósk um greiðslu miskabóta vegna lóðaúthlutunar á Kópavogstúni 2005

Frá bæjarlögmanni, dags. 17/1, umsögn um kröfu miskabóta vegna lóðaúthlutunar, þar sem lagt er til að kröfunni verði hafnað.

Bæjarráð hafnar kröfunni.

5.1201081 - Engihjalli 8, Gull riddarinn. Beiðni um umsögn bæjarlögmanns

Frá bæjarlögmanni, dags. 23/1, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 5. janúar 2012, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Gull riddarans ehf., kt. 671211-0650, um leyfi til að reka veitingastaðinn Gull riddarann að Engihjalla 8, Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk III, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

6.1201128 - Tillögu- og umræðuvefur Kópavogs.

Frá forstöðumanni UT deildar, dags. 25/1, minnisblað um tillögu- og umræðuvef bæjarins ásamt kostnaðaráætlun, sem óskað var eftir í bæjarráði 12/1 sl.

Bæjarráð felur forstöðumanni UT deildar Kópavogsbæjar að taka saman þarfir Kópavogsbæjar til  umræðu- og samráðsvefs íbúa og að óska eftir tilboðum í áskrift af lausn sem uppfyllir þarfir Kópavogsbæjar.

7.1112119 - Beiðni um styrk fyrir árið 2012

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 24/1, bókun umhverfis- og samgöngunefndar varðandi styrkbeiðni gönguhópsins Ferlis:
Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að nefndin hafi engar fjárveitingar til styrkveitinga en leggur til við bæjarráð að umræddur styrkur verði veittur.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.

8.1201191 - Lagning ljósleiðara í Kópavogi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25/1, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 19/1, um lagningu ljósleiðara í Kópavogi. Lagt er til í umsögninni að gert verði samkomulag við GR um áframhaldandi lagningu á ljósleiðaraneti GR til að auka þjónustu við íbúa.

Bæjarráð samþykkir tillögu að afgreiðslu.

9.1201139 - Beiðni um leyfi til að auglýsa starf yfirþroskaþjálfa í Hæfingarstöðinni við Fannborg 6

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 17/1, beiðni um leyfi til að auglýsa eftir yfirþroskaþjálfa í hæfingarstöðina við Fannborg 6, samþykkt á fundi félagsmálaráðs 17/1 sl.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

10.1112164 - Ósk um að íbúar á deild 18 Landspítalanum í Kópavogi verði fluttir formlega undir Félagsþjónustu Kóp

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 17/1, tillaga að svari til aðstandenda íbúa á Landspítalanum í Kópavogi, samþykkt á fundi félagsmálaráðs 17/1 sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

11.1111542 - Lögheimilisbreytingar íbúa Landspítala í Kópavogi

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 17/1, tillaga að svari til velferðarráðuneytisins vegna erindis réttindagæslumanna hbsv. um lögheimilisbreytingar íbúa á Landspítalanum í Kópavogi, samþykkt á fundi félagsmálaráðs 17/1 sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

12.1112252 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Drög að reglum

Frá yfirmanni þjónustudeildar fatlaðra, dags. 23/1, tillögur að breytingum á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra, sem frestað var á fundi félagsmálaráðs 17/1 sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra.

13.1201114 - Tillaga ráðgjafa að breytingum á reglum Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð.

Frá yfirmanni ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 24/1, tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð, samþykktar á fundi félagsmálaráðs 17/1, ásamt upplýsingum sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 19/1 þar sem málinu var frestað.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

14.1201310 - Beiðni um leyfi til að auglýsa eftir starfsmanni í Hæfingarstöðina við Fannborg 6

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 23/1, óskað heimildar til að auglýsa eftir starfsmanni í 100% starf í hæfingarstöðinni við Fannborg .

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

15.1201311 - Beiðni um leyfi til að auglýsa eftir starfsmanni á heimili fyrir fatlað fólk við Marbakkabraut 14.

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 23/1, óskað heimildar til að auglýsa eftir starfsmanni í 40% starf á heimili fyrir fatlað fólk við Marbakkabraut.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

16.1201278 - Rekstur skíðasvæðisins í Skálafelli. Kynning á erindi skíðadeildar KR

Frá stjórn skíðasvæða hbsv., dags. 20/1, erindi varðandi rekstur skíðasvæðisins í Skálafelli, sbr. meðfylgjandi erindi skíðadeildar KR, dags. 3/1.

Lagt fram.

17.1111147 - Þakkarbréf fyrir stuðning við Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, dags. 23/1, þakkir færðar fyrir ómetanlegan stuðning við starfsemina á árinu 2011.

Lagt fram.

18.1201304 - Fyrirspurn um útboð á yfirborðsmerkingum gatna í Kópavogi 2012

Frá Veg Verk Vegmerking, ódags., fyrirspurn um hvort bjóða eigi út yfirborðsmerkingar gatna í Kópavogi 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

19.1201312 - Norræna ráðherranefndin. Styrkir fyrir starfsmenn ríkis- og sveitarfélaga til að kynna sér stjórnsýs

Frá sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 24/1, leiðbeiningar varðandi umsóknir um fyrirhugaðar styrkveitingar til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til að kynna sér stjórnsýslu í baltnesku ríkjunum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

20.1201305 - Dagur leikskólans 6. febrúar 2012

Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, Félagi leikskólakennara, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Heimili og skóla - landssamtökum foreldra, dags. 23/1, tilkynning um dagskrá dags leikskólans, sem haldinn verður 6. febrúar nk.

Lagt fram. Bæjarráð óskar eftir því að erindið verði sent bæjarfulltrúum.

21.1201261 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 9/1

320. fundur

Lagt fram til kynningar.

22.1201261 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 20/1

321. fundur

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð tekur undir bókun fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórninni.

Fundi slitið - kl. 10:15.