Bæjarráð

2693. fundur 27. júní 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár var gengið til kjörs formanns og varaformanns bæjarráðs. Rannveig Ásgeirsdóttir var tilnefnd til formennsku. Ekki bárust fleiri tilnefningar og var hún því sjálfkjörin. Ómar Stefánsson var tilnefndur varaformaður bæjarráðs. Ekki bárust fleiri tilnefningar og var hann því sjálfkjörinn.

1.1303429 - Biðstöð í Hamraborg. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson ítrekar fyrri tillögu sína um biðstöð í Hamraborg og var vísað til úrvinnslu umhverfissviðs en tillagan var svohljóðandi:
"Undirritaður leggur til að kannaðir verði möguleikar á aðstöðu fyrir notendur á meðan beðið eftir strætó á brúnni við Hamraborg. Hamraborgin á sér langa sögu sem ein helsta samgöngumiðstöð á höfuðborgarsvæðinu og æskilegt væri að þar væri aðstaða fyrir farþega betri."

Bæjarráð óskar eftir að tillagan verði tekin til úrvinnslu í umhverfis- og samgöngunefnd.

2.1306785 - Viðbragðsáætlun vegna mengunar. Tillaga frá Margréti Björnsdóttur, Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ás

Margrét Björnsdóttir, Ómar Stefánsson og Rannveig Ásgeirsdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Leggjum til við umhverfissvið að það beiti sér fyrir því að gerð verði viðbragðsáætlun um hvernig Kópavogslækurinn verði hreinsaður ef mengun berst í hann og kynni þá áætlun fyrir umhverfisnefnd.

Margrét Björnsdóttir, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.1306721 - Waldorfskólinn, viðhald fasteigna

Rannveig Ásgeirsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Ómar Stefánsson og Hjálmar Hjálmarsson taka undir svohljóðandi bókun Gunnars Inga Birgissonar og Ómars Stefánssonar frá fundi framkvæmdaráðs 26. júní sl.:

"Bendum á að mengun á þessu svæði í Lækjarbotnum frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitunnar fer yfir viðmiðunarmörk, sem er óásættanlegt.  Því er full ástæða til að krefjast þess að Orkuveitan bæti úr strax."

4.1306021 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 25. júní

85. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

5.1306016 - Framkvæmdaráð, 26. júní

53. fundur

Lagt fram.

6.1306543 - Þrúðsalir 15, umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Þrúðsali 15 frá Jónasi Kr. Árnasyni kt. 080272-5299 og Katrínu Elfu Ársælsdóttur kt. 111275-5729. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Þrúðsalir 15.

Bæjarráð samþykkir að gefa Jónasi Kr. Árnasyni, kt. 080272-5299 og Katrínu Elfu Ársælsdóttur, kt. 111275-5729, kost á byggingarrétti á lóðinni Þrúðsölum 15.

7.1306594 - Markavegur 4, umsókn um hesthúsalóð

Borist hefur umsókn um lóðina Markavegur 4 frá Kristni Valdimarssyni kt. 191252-5279. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Markavegur 4.

Bæjarráð samþykkir að gefa Kristni Valdimarssyni, kt. 191252-5279, kost á byggingarrétti á lóðinni Markavegi 4.

8.1306583 - Fjárhagsáætlun 2013 stofnkostnaðaryfirlit

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stofnkostnaðaryfirliti vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013. Um er um að ræða tilfærslur á milli gjaldaliða í fjárhagsáætlun 2013, að öðru leyti en því að gatnagerð vegna 1. áfanga Vatnsendahlíð er nú tilgreind.
Framkvæmdaráð samþykkir stofnkostnaðaryfirlitið, ásamt kostnaði vegna lagfæringa á Fífuhvammsvegi frá hringtorgi að undirgöngum undir Fífuhvammsveg, vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

9.1304098 - Ásbraut, endurgerð götu.

Miðvikudaginn 19. júní sl. voru opnuð tilboð í verkið "Ásbraut Kópavogi - endurgerð 2013 gata og veitur," skv. útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni Eflu, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur dags. í maí 2013. Útboðið var opið og bárust 4 tilboð.
Framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga um verkið við lægstbjóðanda Steingarð ehf og Faxaverk ehf. um verkið "Ásbraut Kópavogi - endurgerð 2013 gata og veitur," sbr. samþykkt stofnkostnaðaryfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga um verkið við lægstbjóðanda Steingarð ehf og Faxaverk ehf. um verkið "Ásbraut Kópavogi - endurgerð 2013 gata og veitur," sbr. samþykkt stofnkostnaðaryfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013.

10.1305042 - Dalvegur endurbætur, gatnagerð

Miðvikudaginn 19. júní sl. voru opnuð tilboð í verkið "Breikkun á Dalvegi og gerð hringtorgs - 1. áfangi," skv. útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni VBV ehf. dags. júní 2013. Útboðið var opið og bárust 8 tilboð.
Framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Hálsafell ehf. um verkið "Breikkun á Dalvegi og gerð hringtorgs - 1. áfangi," sbr. stofnkostnaðaryfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Hálsafell ehf. um verkið "Breikkun á Dalvegi og gerð hringtorgs -  1. áfangi," sbr. stofnkostnaðaryfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013.

11.1305522 - Hressingarhælið, framkvæmdir

Föstudaginn 21. júní sl. voru opnuð tilboð í verkið "Hringshús, viðgerðir utanhúss," skv. útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni Eflu hf. Útboðið var lokað, 6 verktökum var gefinn kostur á að bjóða í verkið og bárust tilboð frá 5 aðilum.
Framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Deka ehf. um verkið "Hringshús, viðgerðir utanhúss," sbr. stofnkostnaðaryfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Deka ehf. um verkið "Hringshús, viðgerðir utanhúss," sbr. stofnkostnaðaryfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013.

12.1305565 - Ferskur fiskur rammasamningsútboð

Miðvikudaginn 19. júní sl. voru opnuð tilboð í kaup á ferskum fiski fyrir mennta- og velferðarsvið Kópavogs, skv. útboðsgögnum gerðum af umhverfissviði Kópavogs, dags. í maí 2013. Framkvæmdaráð samþykkir að hafna tilboðum í kaup á ferskum fiski fyrir mennta- og velferðarsvið og innkaupafulltrúa í samráði við mennta- og velferðarsvið er falið að gera reglulegar verðkannanir á fiskvörum og birta á innri vef Kópavogsbæjar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og hafnar tilboðum í kaup á ferskum fiski fyrir mennta- og velferðarsvið og innkaupafulltrúa í samráði við mennta- og velferðarsvið er falið að gera reglulegar verðkannanir á fiskvörum og birta á innri vef Kópavogsbæjar.

13.1306737 - Smáraskóli, lausar kennslustofur

Í minnisblaði deildarstjóra eignadeildar dags. 25. júní sl. er lagt til að heimilað verði að selja tvær lausar kennslustofur, sem eru á lóðinni við Smáraskóla. Líklegt er að kennslustofurnar séu um 45 ára gamlar. Þær eru af óhentugri stærð og þarfnast mikils viðhalds.
Framkvæmdaráð samþykkir að tvær lausar kennslustofur við Smáraskóla verði auglýstar til sölu og niðurstaða verði kynnt framkvæmdaráði. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og heimilar að auglýstar verði til sölu tvær lausar kennslustofur, sem eru á lóðinni við Smáraskóla.

14.1306012 - Íþróttaráð, 20. júní

26. fundur

Lagt fram.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Úthlutun tíma í íþróttahúsinu Kórnum er harðlega mótmælt. Breiðablik er gert illmögulegt að halda úti æfingum í efri byggðum bæjarins með þessari úthlutun.

Arnþór Sigurðsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"HK er ekki lítil klíka eins og varabæjarfulltrúinn Arnþór Sigurðsson kýs að kalla félagið heldur öflugt íþróttafélag sem veitir bæjarbúum góða þjónustu. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks hefur ekki verið úthýst úr efri byggðum heldur hefur góða aðstöðu í knatthúsi Kórsins.

Ómar Stefánsson"

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er öllum ljóst sem halda úti æfingum fyrir yngri börn að nauðsynlegt er að hafa aðgang að parketlögðu íþróttahúsi. Á meðan deild eins og frjálsíþróttadeild Breiðabliks hefur ekki aðgang að íþróttahúsinu í Kórnum er henni gert erfitt fyrir með starfsemi sína.

Arnþór Sigurðsson"

15.1306011 - Leikskólanefnd, 20. júní

39. fundur

Lagt fram.

16.1306014 - Skólanefnd, 24. júní

60. fundur

Lagt fram.

17.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 21. júní

123. fundur

Lagt fram.

18.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 24. júní

321. fundur

Lagt fram.

19.1306015 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 24. júní

36. fundur

Lagt fram.

20.1305327 - Olíuflutningar við Þríhnúka. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar:

"Það var ekki Þríhnúkar ehf. sem var að flytja olíu í Bláfjöllum heldur 3H Travel.  Tek þó undir með umhverfis- og samgöngunefnd að brugðist var rétt við í kjölfar olíuslyssins að mestu leyti.

Ómar Stefánsson"

21.1306126 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040

Frá umhverfisfulltrúa, bókun á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 24. júní:
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða Verkefnalýsingu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040 en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á seinni stigum málsins.

Lagt fram.

22.1205409 - Kópavogsfélagið. Hressingarhælið, Kópavogsbærinn og Kópavogstún.

Tillaga stjórnar Kópavogsfélagsins um starfsemi í byggingunum á Kópavogstúni og umhverfi bygginganna, mál sem vísað var til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 25. júní.

Bæjarráð sendir tillögurnar ásamt tillögu Kristins Dags Gissurarsonar, fulltrúa í stjórn Kópavogsfélagsins, til Markaðsstofu Kópavogs til umsagnar. Stjórn Markaðsstofu og stjórn Kópavogsfélagsins eigi sameiginlegan fund um tillögurnar.

23.1106479 - Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi 2011-2016. Verksamningur

Tillaga sem lögð var fram í bæjarráði og vísað til bæjarstjórnar:

Hlé var gert á fundi kl. 9:08. Fundi var fram haldið kl. 9:22.

Hlé var gert á fundi kl. 9:45. Fundi var fram haldið kl. 9:53.

Bæjarráð vísar tillögunni til félagsmálaráðs til úrvinnslu og óskar eftir að ráðið fundi um málið eins fljótt og kostur er.

24.1301054 - Mánaðarskýrslur 2013

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í júní yfir starfsemi í maí 2013.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

25.1305483 - Uppgreiðsla skulda og verkferlar við skuldastýringu. Fyrirspurn bæjarfulltrúa - Guðríður Arnardóttir

Frá bæjarritara, úttekt Deloitte á uppgreiðslu skuldabréfa og verkferlum við skuldastýringu. Einnig lagt fram minnisblað frá bæjarritara þar sem fram kemur að bæjarstjóri muni innleiða verkferla við skuldastýringu á grundvelli tillagna sem koma fram í úttektinni í samráði við endurskoðanda bæjarins.
Einnig lagt fram svar fjármála- og hagsýslustjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

26.1305315 - Ráðning leikskólastjóra Austurkórs

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 15. maí, óskað heimildar bæjarráðs til að auglýsa stöðu leikskólastjóra við leikskólann Austurkór lausa til umsóknar.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

27.1306630 - Lóð undir félagsheimili GKG

Frá stjórn GKG, dags. 6. júní, varðandi fyrirhugaða staðsetningu félagsheimilis klúbbsins við Leirdalsvöll.

Bæjarráð vísar erindinu til viðræðunefndar við íþróttafélög til úrvinnslu.

28.1306698 - Vogatunga - hljóðmön við Reykjanesbraut

Frá íbúum í Vogatungu, dags. í júní, óskað eftir að timburveggur á hljóðmön við Reykjanesbraut upp að Vogatungu verði framlengdur til norðurs.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 10:15.