Bæjarráð

2752. fundur 27. nóvember 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sigurjón Jónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, Markaðsstofu Kópavogs og sviðsstjóra umhverfissviðs, umsagnir sem óskað var eftir í bæjarráði þann 23. október sl. varðandi fyrirhugaða stækkun Tennishallarinnar.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsnefndar til umsagnar, ásamt framlögðum umsögnum.

2.1411354 - Tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 55. mál. Beiðni um umsögn

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 24. nóvember, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 55. mál.
Lagt fram.

3.1411335 - Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. má

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. nóvember, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál.
Lagt fram.

4.1411380 - Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018

Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 25. nóvember, stefnumörkun Sambandsins fyrir 2014-2018.
Lagt fram.

5.1411348 - Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES

Frá Póst- og fjarskiptastofnun, dags. 20. nóvember, leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til kynningar.

6.1411345 - Austurkór 89. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. nóvember, lögð fram umsókn Steinars Jónssonar, kt. 080972-5399, um lóðina Austurkór 89. Umsækjandi hefur skilað inn afriti skattframtals 2014 og yfirlýsingu banka. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.
Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.
Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 89 til umsækjanda.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.1401109 - Stjórn Slökkviliðs hbsv., 8. október

137. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

8.1401109 - Stjórn Slökkviliðs hbsv., 9. október

138. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

9.1401109 - Stjórn Slökkviliðs hbsv., 24. október

139. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

10.1401109 - Stjórn Slökkviliðs hbsv., 5. nóvember

140. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

11.1401109 - Stjórn Slökkviliðs hbsv., 21. nóvember

141. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

12.1410501 - Fjárhagsáætlun Kópavogs 2015

Ólafur Þór Gunnarsson leggur fram tillögur VGF í 10 liðum vegna fjárhagsáætlunar ársins 2015.

Bæjarráð vísar tillögum til bæjarstjórnar í seinni umræðu fjárhagsáætlunar.


Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu vegna fjárhagsáætlunar ársins 2015:
"Bæjarráð feli bæjarstjóra að verða við ósk frá bæjarfulltrúum Samfylkingar, VG og Framsóknar um að gögn sem óskað var eftir frá sviðsstjórum á bæjarráðsfundi frá 6. nóvember síðastliðnum, samanber bókun undir 27. dagskrárlið frá þeim fundi, verði lögð fram."

Bæjarráð frestar tillögunni.

Hlé gert á fundi kl. 8:52. Fundi fram haldið kl. 9:17.

Meirihlutinn bókar eftirfarandi:
"Eins og fram hefur komið í bæjarráði þá er fjárhagsáætlun unnin innan ramma og áætlanir sviðsstjóra koma fram þar. Þá er það ítrekað að bæjarfulltrúum hefur verið boðið að hitta sviðsstjóra og bæjarstjóra og fara yfir málin með frekari skýringum og er það áréttað hér.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen E. Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson."

Fundi slitið.