Bæjarráð

2592. fundur 28. apríl 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi á millilofti
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1104019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19/4

8. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.1104016 - Barnaverndarnefnd 14/4

2. fundur

3.1101848 - Heilbrigðiseftirlit 24/3

160. fundur

4.1104021 - Menningar- og þróunarráð - 3

5.1103017 - Skipulagsnefnd 19/4

1189. fundur

Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir afgreiðslum skipulagsnefndar.

6.1102013 - Smiðjuvegur 48 og 50. Óskað heimildar til gera bílastæði austan við lóð

Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

7.1103280 - Grundarhvarf 2a, breytt deiliskipulag

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting á deiliskipulagi við Grundarhvarf 2a hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

8.1103344 - Lækjarbotnaland 35, stækkun

Hafnað.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

9.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðisins verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

10.1103373 - Dalsmári 9-11, útisvæði

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting á deiliskipulagi við Dalsmára 9-11 hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

11.1103343 - Lausar lóðir apríl 2011

Skipulagsnefnd þakkar framlögð gögn og hvetur til þess að gert verði átak í að auglýsa lausar lóðir til úthlutunar.
Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að auglýsa lausar lóðir í bænum.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um að kalla saman sérfræðinga á byggingamarkaðnum með það að markmiði að greina hvaða tegundir bygginga komi sem best til móts við þarfir markaðarins á komandi árum.  Bæjarráð vísar tillögunni til nánari útfærslu skipulagsnefndar og felur nefndinni að taka saman þau gögn sem liggja fyrir um breytta eftirspurn á byggingamarkaði. 

12.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012.

Lagt fram vinnurit skipulagsstjóra dags. 15. apríl 2011: Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012. Verkefnalýsing skipulagsgerðar og umhverfismats, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Enn fremur lögð fram drög að kynningu og samráði við skipulagsgerðina gagnvart íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum. Stefnt er að því að almennur kynningarfundur verði haldinn í Hörðuvallaskóla 5. maí 2011 kl. 17:00 til 18:30.
Samþykkt.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

13.1101641 - Stjórn Héraðskjalasafns Kópavogs 18/4

72. fundur

14.1001152 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 6/11 2010

Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúi bæjarins í stjórn Reykjanesfólkvangs mæti á næsta fund bæjarráðs og felur bæjarritara að gera athugasemdir við það hve seint fundargerðir berast. 

Frestað.

15.1001152 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 24/11 2010

Frestað.

16.1101859 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 19/1 2011

Frestað.

17.1101303 - Stjórn SSH 11/4

361. fundur

18.1101867 - Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 15/4

100. fundur

Frestað.

19.1101878 - Stjórn Strætó bs. 25/3

154. fundur

20.1104190 - Tillaga um skipan rýnihóps um framtíð sundlauganna

Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar, kynnti niðurstöður rýnihópsins.

Frestað til næsta fundar.

21.1104279 - Uppgjör vegna sumardagsins fyrsta

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, uppgjör vegna sumardagsins fyrsta.

Lagt fram.  

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins spyrja hvenær ákvörðun var tekin um 50% afslátt af árskortum í sundlaugar, skriflegt svar óskast. 

Þá óska þeir bókað að greinilegt sé að kostnaður vegna sumardagsins fyrsta sé að minnsta kosti ríflega 800 þús. kr., sem er 500 þús. kr. hærra en gefið var upp í bæjarstjórn.  

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins  lögðu til að í ljósi þess að skyndilega hafi fundist fjármagn til að eyða á sumardaginn fyrsta hefði verið nær að halda sig við hefðbundna dagskrá með skrúðgöngu og skemmtiatriðum í samstarfi við skátana sem auk þess hefði verið ódýrara.   Ákvörðun um að leggja af áratuga hefð á sumardaginn fyrsta er hörmuð.     

 

Ómar Stefánsson lagði fram svofellda bókun:

"Ljóst er að þessi tilraun selskapsins varðandi sumardaginn fyrsta mistókst.  Legg til að í framtíðinni verði haldið sig við S-in fjögur á sumardaginn fyrsta:  Skrúðgöngu, skólahljómsveitina, skátana og skemmtiatriði

Ómar Stefánsson"

  

Guðríður Arnardóttir lagði fram svofellda bókun:

"Það er ekki  bæði sleppt og haldið.  Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst yfir áhyggjum sínum í ræðu og riti vegna minni aðsóknar í sundlaugar Kópavogs.  Nú þegar við reynum að auka aðsókn í laugarnar með sérstöku markaðsátaki, finna þeir því allt til foráttu. Spes!

Guðríður Arnardóttir"

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað, að spes sé að fara 500 þús. fram úr eigin áætlun.

 

22.1104191 - Tillaga um að heimgreiðslur falli niður

Frá bæjarritara, mál sem vísað var frá bæjarstjórn þann 25. apríl sl.

Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri menntasviðs leggi fram annars vegar útreikning á tillögum Sjálfstæðisflokksins og hins vegar tillögum meirihlutans.   Þá er óskað eftir greiningu á því hvernig kostnaðaraukningin skiptist milli heimgreiðslna og fjölgunar hjá dagforeldrum.

23.1104164 - Hamraborg 10, Café Dix. Leyfi til að setja út borð og stóla

Frá bæjarlögmanni, umsögn dags. 27/4, varðandi erindi frá Café Dix, þar sem óskað er leyfis bæjarráðs um að sett verði út borð og stólar við kaffihúsið.
Lagt er til að erindið verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir erindið.

24.1104243 - Hagasmári 9. Stöðin við Smárann. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 18/4 2011, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Skeljungs hf., kt. 590269-1749, um leyfi til að reka veitingahús, Stöðina við Smárann að Hagasmára 9, 201 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

25.1104062 - Umsókn um launalaust leyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 14/4, umsögn um umsókn aðstoðarskólastjóra Smáraskóla um framlengt launalaust leyfi í eitt ár.
Lagt er til að umsókninni verði hafnað.

Bæjarráð hafnar umsókninni á grundvelli umsagnarinnar.

26.1104244 - Varðandi umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnalaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18/4, óskað umsagnar um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.

AFGREIÐSLA:

Bæjarfulltrúar sendi ábendingar til bæjarritara og bæjarritari taki saman umsögn á grundvelli þeirra athugasemda og stefnt sé að því að bæjarstjórn geri sameiginlega umsögn um frumvarpið.

27.912630 - Dalvegur 6 - 8

Frá LEX lögmannsstofu, dags. 12/4, varðandi gegnum akstur á lóðinni Dalvegi 6 - 8.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

28.1103142 - Dimmuhvarf 14.

Frá JP lögmönnum, dags. 14/4, varðandi endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Dimmuhvarf 14.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

29.1104192 - Beiðni um upplýsingar vegna kvörtunar yfir ákvörðun félagsmálaráðs um heimgreiðslur

Frá umboðsmanni Alþingis, dags. 13/4, varðandi skerta heimgreiðslu.

Vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

30.1012305 - Kórsalir 5, lokaúttekt

Frá umboðsmanni Alþingis, dags. 13/4, varðandi afgreiðslu sveitarfélagsins á erindi húsfélagsins að Kórsölum 5.

Lagt fram.

31.1104247 - Kvörtun íbúa í Ennishvarfi

Frá íbúum í Ennishvarfi, dags. 11/4, varðandi frágang á lóðum Breiðahvarfs 1, 3 og 5.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

32.1103297 - Kjarrið og Smárahvammur. Sameining leikskóla

Frá Jóhönnu Thorsteinson, dags. 15/4, óskað er eftir áframhaldandi viðræðum vegna rekstrar leikskólans Kjarrsins ehf.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að óháðir utanaðkomandi sérfræðingar verði fengnir til að leggja mat á útreikninga skólaskrifstofu annars vegar og leikskólastjóra Kjarrsins hins vegar.

Tillagan var felld með 3 atkvæðum gegn 2.  

Svar sviðsstjóra menntasviðs lagt fram.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað: 

"Greinilegt er af framlögðum gögnum að rekstraraðili Kjarrsins var tilbúinn til þess að koma verulega til móts við Kópavogsbæ varðandi kostnað, svo verulega að nánast enginn munur er á því hvort bærinn rekur Kjarrið eða núverandi rekstraraðili og því hefði verið rétt að ræða við hann strax í upphafi.

Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir" 

 

Guðríður Arnardóttir óskar bókað:

"Eins og fram kemur í svarbréfi sviðsstjóra menntasviðs eru tillögurnar óraunhæfar.

Guðríður Arnardóttir" 

33.1104245 - Gullsmári 9. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi, beiðni um að fasteignaskattur fyrir árið 2011 verði felldur niður.

Vísað til umsagnar bæjarritara.

34.1103029 - Fyrirhugað útboð á fangelsi

Frá Þróun og ráðgjöf, dags. 15/4, óskað er eftir lóð fyrir fangelsi, en um er að ræða sameiningu lóða Tónahvarfs 2 og 4 og Turnahvarfs 6 og 8.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

35.1104287 - Bókun vegna áskriftar að Sveitarstjórnarmálum.


Ómar Stefánsson óskar bókað:
""Óska eftir að áskrift að tímaritinu Sveitarstjórnarmál, sem virðist vera í mínu nafni verði sagt upp. 
Jafnframt óska ég eftir upplýsingum um fyrir hverja Kópavogsbær er að borga áskrift.
Ómar Stefánsson""

Fundi slitið - kl. 10:15.