Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðirnar Austurkór 109, 111, 113 og 115, frá Kjarnibygg ehf. og Lautarsmára ehf. Báðir umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs. Í samræmi við 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Kjarnibygg ehf. var dregin vegna lóðanna Austurkór 109, 111, 113 og 115. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Kjarnibygg ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115. Einnig barst umsókn frá Lautarsmára ehf. um lóðirnar Austurkór 117, 119, 121, 123 og 125. Engar aðrar umsóknir bárust um þær lóðir. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Lautasmára ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 117, 119, 121, 123 og 125.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar.