Bæjarráð

2664. fundur 29. nóvember 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1210278 - Rekstraráætlun Sorpu 2013 og fimm ára rekstraráætlun 2013-2017

Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Sorpu bs. gerðu grein fyrir áformum um byggingu gasgerðarstöðvar.

2.1211020 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 27. nóvember

65. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

3.1201279 - Heilbrigðisnefnd, 26. nóvember

176. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

4.1201286 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 16. nóvember

115. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

5.1201286 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 23. nóvember

116. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

6.1211379 - Fasteignir slökkviliðs hbsv.

Lögð fram til staðfestingar tillaga fjármálastjóra aðildarsveitarfélaganna, sem samþykkt var á stjórnarfundi SHS 23. nóvember, sbr. lið 1 í fundargerð.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.1201287 - Stjórn Sorpu bs., 26. nóvember

308. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

8.1210139 - Smáratorg 5. M&Metro. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 27 nóvember, lagt fram erindi
sýslumannsins í Kópavogi, þar sem óskað er umsagnar um umsókn M veitinga ehf., kt. 431012-0570, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað í flokki I, á staðnum Metro að Smáratorgi 5, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

9.1210547 - Engihjalli 8, Sporter. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um breytingu á rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 27. nóvember, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 29. október sl. þar sem hann óskaði eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn GS vara ehf., kt. 510909-1510, um breytingu á rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað í flokki III, á staðnum Sporter, neðri hæð, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi lýtur einungis að breyttri staðsetningu innan sama húss og er því áfram í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími í samræmi við núgildandi leyfi sem rennur út hinn 5. október 2013. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir sátu hjá.

10.1209400 - Kópavogsgerði 1-3, 5-7 og Kópavogstún 10-12

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 28. nóvember, umsögn um erindi Veritas ehf., f.h. Mótanda ehf., sem óskað var eftir í bæjarráði 22. nóvember sl.

Bæjarráð hafnar erindinu.

11.1211380 - Óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 26. nóvember, óskað umsagnar um frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 49. mál

Lagt fram.

12.1211368 - Markavegur 9 / Sörlaholt 5. Beiðni um að fresta flutningi hesthúss fram á vor 2013

Frá Erni Þorvaldssyni, óskað eftir frestun á flutningi hesthúss frá Sörlaholti að Markavegi 9.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

13.1211450 - Kostnaður við setu varafulltrúa. Fyrirspurn frá Rannveigu Ásgeirsdóttur

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirrituð óskar eftir upplýsingum um kostnað við varamenn í bæjarráði og bæjarstjórn á árinu 2012 til dagsins í dag sundurliðað eftir flokkum.

Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óska eftir samsvarandi upplýsingar verði teknar fyrir fyrir yfirstandandi kjörtímabil.

Guðríður Arnardóttir"

Fundi slitið - kl. 10:15.