Bæjarráð

2733. fundur 30. maí 2014 kl. 12:00 - 14:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Una Björg Einarsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 26. maí

336. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

2.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 26. maí

48. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

3.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Lögð fram drög að erindisbréfi Ungmennaráðs Kópavogs. Drögin voru samþykkt á fundi forvarna- og frístundanefndar þann 14. maí sl. og lagt til að stofnað yrði Ungmennaráð Kópavogs sem tæki til starfa haustið 2014 samkvæmt erindisbréfi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

4.1405567 - Almenningssamgöngustefna Reykjavíkur. Samferða Reykjavík.

Frá Reykjavíkurborg, dags. 23. maí, lagt fram til umsagnar erindi starfshóps um stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavíkurborg, dags. 19. maí.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

5.1405569 - Áskorun Foreldrafélags Smáraskóla um bætt öryggi barna við skólann

Frá foreldrafélagi Smáraskóla, dags. 22. maí, óskað eftir úrbótum á aðgengi fatlaðra og öryggi barna vegna aukinnar bifreiðaumferðar við skólann tengda íþróttastarfsemi.

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 14:00.