Bæjarráð

2839. fundur 29. september 2016 kl. 08:15 - 09:45 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1609763 - Málefni leikskóla. Bókun frá Birki Jóni Jónssyni.

Kynning frá fulltrúum menntasviðs vegna mönnunarvanda á leikskólanum Austurkór, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 15.09.2016.
Lagt fram.

Bókun:
"Ég vil þakka starfsfólki Austurkórs og menntasviðs fyrir góða frammistöðu í starfi við erfiðar aðstæður. Mikilvægt er að menntasvið móti tillögur með það að markmiði að koma í veg fyrir mönnunarvanda í leikskólum bæjarins í náinni framtíð.
Birkir Jón Jónsson"

Bókun:
"Bæjarráð tekur undir bókun Birkis Jóns Jónssonar."

2.1606491 - Búðakór 1, A.R.A Burger (GM Veitingar). Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 22. september, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 16. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn GM Veitinga ehf., kt. 431115-0930, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, að Búðakór 1, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

3.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 27. september, lagt fram erindi vegna framkvæmdaáætlunar Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum sem bæjarráð vísaði til umsagnar nefnda og ráða bæjarins á fundi þann 26.05.2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum til bæjarritara til úrvinnslu.

4.16011361 - Endurskoðun reikninga Kópavogsbæjar, útboð.

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 23. september, lagðar fram niðurstöður útboðs í endurskoðun reikninga Kópavogsbæjar 2016-2019. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Pricewaterhouse Coopers ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Pricewaterhouse Coopers ehf. um endurskoðun reikninga Kópavogsbæjar 2016-2019.

5.16082183 - Reglur um félagslega heimaþjónustu. Breyting á 2.gr.

Frá deildarstjóra þjónustu- og ráðgjafadeildar aldraðra, dags. 26. september, lögð fram til samþykktar breyting á reglum um félagslega heimaþjónustu (2. gr.) sem samþykkt var í félagsmálaráði á fundi þann 20. september sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða breytingu á 2. gr. reglna um félagslega heimaþjónustu hjá Kópavogsbæ.

6.1609868 - Sótt um lóð fyrir raðhús, sem verða sérhönnuð fyrir skjólstæðinga Brynju hússjóð Öryrkjabandalagsins

Frá Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins, dags. 14. september, lögð fram umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði fyrir skjólstæðinga bandalagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

7.16091000 - Umsókn um styrk

Frá Sjálfsbjörgu félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. september, lögð fram umsókn um 150.000 kr. styrk til starfseminnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

8.1609015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 15. september 2016.

197. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 14. liðum.
Lagt fram.

9.1606015 - Barnaverndarnefnd, dags. 23. júní 2016.

57. fundur barnaverndarnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

10.1607003 - Barnaverndarnefnd, dags. 7. júlí 2016.

58. fundur barnaverndarnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

11.1609018 - Barnaverndarnefnd, dags. 22. september 2016.

59. fundur barnaverndarnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

12.1609019 - Félagsmálaráð, dags. 20. september 2016.

1417. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

13.1609024 - Félagsmálaráð, dags. 20. september 2016.

1418. fundur félagsmálaráðs.
Lagt fram.

14.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 26. september 2016.

216. fundur heilbrigðisnefndar í 62. liðum.
Lagt fram.

Bókun:
WUndirritaður tekur undir bókun Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis þar sem nefndin gerir athugasemdir við starfsleyfi fyrir Hellisheiðarvirkjun. Í bókun nefndarinnar kemur fram að "óhjákvæmilegt sé að mælt verði fyrir fastri mælistöð í Lækjarbotnum. Í skilyrðunum þarf einnig að koma fram tímasett áætlun um bindingu brennisteinsvetnis við Hellisheiðavirkjun. Loks þarf að tengja hávaðamörk við einstakar hávaðauppsprettur".
Pétur Hrafn Sigurðsson"

15.1609017 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 21. september 2016.

50. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

16.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 21. september 2016.

366. fundur stjórnar Sorpu í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:45.