Bæjarráð

2717. fundur 30. janúar 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1401018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 28. janúar

103. fundargerð í 4 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

2.1401005 - Atvinnu- og þróunarráð, 22. janúar

16. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

3.1401017 - Atvinnu- og þróunarráð, 28. janúar

17. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

4.1401016 - Barnaverndarnefnd, 27. janúar

34. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

5.1401094 - Heilbrigðiseftirlitið, 27. janúar

186. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun við lið 1.1.8:

"Nú hefur "Mammon" yfirtekið Þríhnúkaverkefnið að fullu.  Ég tel því rétt að Kópavogsbær losi sig sem fyrst við sinn hlut í Þríhnúkum ehf.,  þ  það er ljóst að hagsmunir vatns og náttúru fara ekki saman við það sem virðist vera að keyra verkefnið áfram.  Það er með öllu óskiljanlegt að heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis skuli hafa samþykkt starfsleyfi til 4 ára þegar óvissa ríkir um framhaldið á svæðinu og rannsóknum ekki lokið. Jafnframt minni ég á samþykktir Kópavogsbæjar í nýsamþykktu aðalskipulagi varðandi þetta svæði.

Ómar Stefánsson"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í ljósi nýgerðra athugasemda vegna aðalskipulags Kópavogs lýsi ég áhyggjum af lengd starfsleyfis 3H.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun undir lið 3.8:

"Ég minni á að Kópavogsbær er eigandi einu færanlegu loftgæðastöðvar sem heilbrigðiseftirlitið hefur til umráða.

Ómar Stefánsson"

6.1401109 - Stjórn Slökkviliðs hbsv., 27. janúar

128. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

7.1210301 - Rekstur sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Frá bæjarstjóra, lagt fram erindi velferðarráðuneytisins frá 24. janúar, ásamt tillögu að samþykkt bæjarráðs vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari við erindi velferðarráðuneytisins.

8.1312367 - Beiðni um afnot af íþróttahúsinu Digranesi án endurgjalds fyrir árshátíð NMK 10. apríl 2014

Frá bæjarritara, dags. 8. janúar, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 9. janúar sl., varðandi erindi nemendafélags MK.

Bæjarráð vísar erindi NMK til íþróttaráðs til umsagnar.

9.1311106 - Fjármál stjórnmálasamtaka. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Frá bæjarlögmanni, dags. 29. janúar, upplýsingar sem óskað var eftir í bæjarráði þann 23. janúar sl.

Lagt fram.

10.1012239 - Verkfallslistar

Frá starfsmannastjóra, dags. 28. janúar, óskað samþykkis bæjarráðs á auglýsingu um skrá yfir þau störf hjá Kópavogsbæ sem eru undanskilin verkfallsheimild.

Bæjarráð samþykkir skrá yfir störf sem undanskilin eru verkfallsheimild.

11.14011020 - Tillaga Ólafs Þórs Gunnarssonar um klaka á götum og lóðum bæjarins

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. janúar, varðandi hugmyndir um með hvaða hætti megi flýta niðurbroti klaka af götum og skólalóðum bæjarins.

Lagt fram.

 

Ólafur Þór Gunnarsson þakkar framlagt svar og óskar eftir upplýsingum um kostnað vegna söndunar í íbúðagötum.

12.14011004 - Austurkór 2 - Beiðni um framsal lóðarréttinda (nafnabreyting lóðarhafa)

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra, dags. 27. janúar, umsögn um erindi Trémóts varðandi framsal lóðarréttinda að Austurkór 2.

Bæjarráð samþykkir erindið um framsal lóðarréttinda að Austurkór 2.

13.1401726 - Frumvarp til laga um útlendinga (EES reglur og kærunefnd) 249. mál

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 17. janúar, óskað umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga (EES-reglur og kærunefnd), 249. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

14.14011076 - Endurskoðun samninga um byggingu hjúkrunarheimila skv. leiguleið - aðkoma sambandsins

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. janúar, varðandi mögulega aðkomu sambandsins að endurskoðun samninga um byggingu hjúkrunarheimila skv. leiguleið.

Lagt fram.

15.14011089 - Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytinu, dags. 27. janúar, tilkynning um kynningarfund fyrir sveitarfélög um fyrirhugaðar rafrænar íbúakosningar.

Bæjarráð vísar erindinu til forstöðumanns upplýsingatæknideildar til úrvinnslu.

16.14011074 - Erindi vegna vinnu við leiðakerfisbreytingar 2015

Frá Strætó bs., dags. 23. janúar, óskað eftir tillögum varðandi úrbætur og breytingar á leiðakerfi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

17.1401796 - Ytra mat á grunnskólum - Salaskóli valinn

Frá Námsmatsstofnun, dags. 15. janúar, tilkynning um að tveggja manna matsteymi muni framkvæma mat á Salaskóla, en sveitarfélagið tilnefnir annan matsaðilann að höfðu samráði við matsdeild Námsmatsstofnunar.

Lagt fram.

18.14011023 - Mótun landsskipulagsstefnu 2015-2026. Boð um þátttöku í samráðsvettvangi.

Frá Skipulagsstofnun, dags. 20. janúar, boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015 - 2026.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

19.14011077 - Urðarhvarf 2 og 6. Ósk um úrbætur og tímabundna frystingu fasteignagjalda

Frá Íslensku lögfræðistofunni, dags. 22. janúar, óskað eftir frystingu fasteignagjalda fyrir Urðarhvarf 2 og 6.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

20.1401966 - Fjölgun bílastæða á miðbæjarplani

Frá húsfélaginu Hamraborg 10, dags. 13. janúar, óskað eftir að bílastæðum verði fjölgað á planinu sem afmarkast af Hamraborg 10, Fannborg 4, 6 og 8 og Hamraborg 8.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

21.14011106 - Reykjavíkurskákmótið 2014. Styrkbeiðni

Frá Skáksambandi Íslands, óskað eftir styrk í tengslum við Reykjavíkurskákmótið, sem haldið verður í Hörpu 4. til 12. mars nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

22.1311184 - Beiðni um styrk

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, þakkarbréf fyrir framlag Kópavogsbæjar til starfseminnar á árinu 2013.

Lagt fram.

23.14011228 - Beiðni um heimild til veðsetningar Kópavogstún 3-5, 7 og 9

Beiðni Jáverks um heimild til veðsetningar Kópavogstúns 3-5, 7 og 9.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild til veðsetningar með fimm greiddum atkvæðum.

Bæjarlögmaður og fjármála- og hagsýslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

24.1304041 - Samgöngusamningur við starfsmenn. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður ítrekar að tillaga um samgöngusamning við starfsmenn liggur óafgreidd í umhverfis- og samgöngunefnd og óskar eftir að nefndin afgreiði málið frá sér. Um er að ræða brýnt starfsmanna- og umhverfismál sem mikilvægt er að hrinda í framkvæmd.

Pétur Ólafsson"

25.1306168 - Opið aðgengi að gögnum. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson ítrekar fyrirspurn um aðgengi og birtingu fjárhagslegra upplýsinga um rekstur bæjarins.

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þakka fyrirspurnina og upplýsi að unnið er að verkefninu samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun.

Ármann Kr. Ólafsson" 

26.1311502 - Aukning sameiginlegra verkefna SSH. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson ítrekar tillögu um aukningu sameiginlegra verkefna SSH, sem samþykkt var í bæjarráði 28. nóvember sl.

27.1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Una María Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hundaleikvöllur/hundagerði hefur verið til umræðu í bænum um skeið, en lausaganga hunda er bönnuð. Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu mína um hundaleikvöll í Kópavogi og því vil ég ýta á eftir umsögn um málið, sem nú er beðið eftir.

Una María Óskarsdóttir"

Fundi slitið - kl. 10:15.