Bæjarráð

2589. fundur 31. mars 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1103016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 29/3

6. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

2.1103019 - Framkvæmdaráð 30/3

9. fundur

3.1101238 - Skjólbraut 1A. Framkvæmdir vegna sambýlis fyrir fatlaða.

Niðurstaða útboðs, sem vísað var frá framkvæmdaráði.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

 

Afgreiðslu frestað.

4.1103015 - Hafnarstjórn 24/3

73. fundur

5.1101010 - Gjaldskrá Kópavogshafnar

Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að gjaldskrá Kópavogshafna verði óbreytt fyrir 2011.
Ákvörðun fyrir 2012 verði tekin í nóvember 2011.

Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar um óbreytta gjaldskrá.

6.1103018 - Menningar- og þróunarráð 17/3

1. fundur

7.1103143 - Tillaga um skipan áheyrnarfulltrúa og launagreiðslur til þeirra

Tillaga sem vísað var aftur til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 22/3 sl.

Hlé var gert á fundi kl. 8:36.  Fundi var fram haldið kl. 8:39.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

”Að framkvæmdaráð verði einnig undanskilið og tillagan verði samþykkt til reynslu í eitt ár.

Guðríður Arnardóttir“

 

Breytingartillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.  Tillaga Hjálmars Hjálmarssonar svo breytt var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tel engin rök fyrir því að undanskilja framkvæmdaráð með þessum hætti.

Ómar Stefánsson"

 

Ármann Kr. Ólafsson tekur undir bókun Ómars.

 

8.1011366 - Fyrirspurn um söguritun

Frá bæjarstjóra, dags. 30/3, svar við fyrirspurn um ritun sögu Kópavogs.

Lagt fram.

9.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar mars 2011, yfirlit yfir starfsemi í febrúar.

Lagt fram.

10.1103053 - Beiðni um yfirlit yfir ósvaraðar fyrirspurnir

Frá bæjarritara, dags. 29/3, yfirlit yfir ósvaraðar fyrirspurnir Gunnars I. Birgissonar.

Lagt fram.

11.1102549 - Fyrirspurn um umsögn Héraðsskjalasafns

Frá bæjarritara, dags. 30/3, tillaga að svari til menntamálaráðuneytisins vegna fyrirspurnar um umsögn héraðsskjalavarðar.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

12.1103160 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Frá kjörstjórn Kópavogs, dags. 29/3, tillaga um kjörstaði í Smáranum og Kórnum, ásamt tilmælum um að hægt verði að kalla saman bæjarráð ef þörf krefur.

Bæjarráð samþykkir tillögu frá kjörstjórn.

13.1103160 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Frá bæjarritara, dags. 30/3, tillaga um greiðslur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir tillögu að greiðslum.

14.1103345 - Hákon digri. Handknattleiksfélag Kópavogs. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 29/3, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 24. mars 2011 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Handknattleiksfélags Kópavogs, Skálaheiði 2, Kópavogi, til að reka veitingasalina Hákon Digra, íþróttahúsinu Digranesi, íþróttahúsi Skálaheiði 2 og Furugrund 83, en umsóknin fellur undir flokk III sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

15.1011243 - Svar við fyrirspurn vegna leikskólans Kjarrsins

Frá sviðsstjóra menntasviðs og rekstrarstjóra grunnskólanna, dags. 30/3, svar við beiðni um sundurliðaða rekstraráætlun fyrir Kjarrið.

Lagt fram.

16.1103297 - Kjarrið og Smárahvammur. Sameining leikskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 29/3, tillaga að svari til foreldraráðs og stjórnar foreldrafélags leikskólans Kjarrsins.

Tillaga að svari samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

17.1103297 - Kjarrið og Smárahvammur. Erindi rekstraraðila.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30/3, lagt fram erindi rekstraraðila leikskólans Kjarrsins, ásamt tillögu að svarbréfi.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari með þremur atkvæðum gegn tveimur.

18.1103304 - Foreldrafélag leikskólans Núps mótmælir lokun leikskólans í samfellt 4 vikur í sumar

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30/3, lagt fram erindi frá foreldrafélagi leikskólans Núps, dags. 18/3, óskað eftir að ákvörðun um lokun í samfellt 4 vikur í sumar verði dregin til baka, ásamt tillögu að svarbréfi.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

19.1103305 - Krossinn, Hlíðarsmára 5-7. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá Krossinum, dags. 23/3, óskað eftir niðurfellingu gjalda og skatta fyrir Krossinn og Krossgötur.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

20.1103286 - Kerfisáætlun 2010, orkujöfnuður 2013 og afljöfnuður 2013/14

Frá Landsneti, dags. 21/3, upplýsingar um Kerfisáætlun fyrir 2011 - 2015 og fleiri skýrslur.

Lagt fram.

21.806241 - Ósk eftir aðstöðu fyrir útvarpssenda á Smalarholti.

Frá Konrad Engineering, dags. 24/3, óskað heimildar fyrir Útvarpsstöðina Ás fyrir sendaaðstöðu á Rjúpnahæð, sem samþykkt hefur verið af hálfu Garðabæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

22.1103283 - Landsendi 27. Ósk um að eignarhald á lóð og væntanlegri byggingu verði fært í einkahlutafélag

Frá Jóhanni Sigurðarsyni og Hilmi Snæ Guðnasyni, dags. 21/3, óskað eftir að eignarhald hesthússlóðar verði færð á einkahlutafélag til hagræðingar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

23.1103372 - Þrúðsalir 7. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 30/3, umsögn um umsókn SG smiðs ehf., um lóðina Þrúðsali 7, þar sem lagt er til að umsóknin verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að úthluta SG Smið ehf., kt. 650507-0880, lóðinni að Þrúðsölum 7.

24.1103160 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Breytingar á undirkjörstjórnum vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl.


Í 7. kjördeild:

Gunnhildur E. Theodórsdóttir, kt. 070277-4929,  Ásakór 3 - kemur inn í stað Kristínar Birgisdóttur

Í 12. kjördeild:

Kristjana Dögg Gunnarsdóttir, kt. 300471-4369. Bræðratungu 34 - kemur í stað Ólafs Guðmundssonar

Í 13. kjördeild:

Jóhannes Ævar Hilmarsson, kt. 090854-2329, Fífulind 1 - kemur í stað Sigrúnar Guðmundsdóttur

25.1103135 - Dagur umhverfisins, 2011

Bæklingur um dag umhverfisins, 25. apríl 2011.

Lagt fram.

26.1103376 - Tillaga um skipan starfshóps vegna atvinnuleysis

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð felur menningar- og þróunarráði að stofna átakshóp starfsmanna bæjarins til að bregðast við miklu atvinnuleysi. Sérstök áhersla verði lögð á samvinnu við fyrirtæki og félagasamtök í sveitarfélaginu.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

27.1103377 - Tillaga um opnunartíma sundlauga

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að opnunartími sundlauganna í Kópavogi verði færður til fyrra horfs frá og með 15. maí n.k.

Starfsmenn menntasviðs hefji nú þegar vinnu við undirbúnings þessa verkefnis.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Bæjarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar.

28.1103379 - Bókun vegna Orkuveitu Reykjavíkur

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Síðustu ár hefur Orkuveita Reykjavíkur borgað háar arðgreiðslur til Reykjavíkurborgar. Nú horfir svo við í rekstri Orkuveitunnar að Reykjavíkurborg þarf að lána fé til reksturs Orkuveitunnar með tilheyrandi kostnaði. Kostnaðinum á að velta yfir á íbúa á þjónustusvæðinu sem hafa hvorki möguleika á að koma að stjórnun fyrirtækisins eða snúa viðskiptum sínum annað. Y listi Kópavogsbúa mótmælir harðlega vinnubrögðum og framkomu eigenda og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur í garð neytenda á þjónustusvæði Orkuveitu Reykjavíkur.

Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Hjálmar Hjálmarsson tekur undir bókun Rannveigar. 

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Kópavogsbær benti ítrekað á það hversu óeðlilegt væri að OR væri að greiða svokallaðan arð ár eftir ár inn í borgarsjóð.

Ármann Kr. Ólafssson"

29.1103380 - Tillaga um útboð

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að bjóða út rekstur Salalaugar.

Þróun á aðsókn og tekjum sundlauga Kópavogs hefur verið til hins verra á síðustu árum og aukið byrðar bæjarsjóðs. Lítið hefur verið um nýjungar í rekstrinum og má segja að rekstrarformið hafi að mörgu leyti steypt rekstur lauganna í ákveðið mót þrátt fyrir að eðli rekstrarins feli í sér ýmis tækifæri. Útboð myndi leiða í ljós hvort hægt væri að létta á bæjarsjóð, lífga upp á rekstur laugarinnar og hækka þjónustustigið við íbúana.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

30.1103381 - Fyrirspurn um hjúkrunarrými

Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"a) Hvað eru margir Kópavogsbúar á biðlista eftir hjúkrunarrýmum?

b) Hefur vistunarmati verið breytt nýlega?

c) Hvernig ganga viðræður bæjarfélagsins við velferðarráðuneytið um stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi um 44 rými?

Gunnar Ingi Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson"

31.1103382 - Fyrirspurn um viðstalstíma

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Í bæjarstjórn sl. haust var samþykkt að bæjarfulltrúar yrðu með viðtalstíma eins og verið hefði undanfarna áratugi í bæjarstjórn Kópavogs. Enginn viðtalstími hefur verið auglýstur enn. Hvað veldur því?

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi svar við fyrirspurninni:

"Bæjarfulltrúar verða að gefa upp hvar og hvenær þeir hyggjast hafa sína viðtalstíma en um leið og slíkar upplýsingar berast mun það væntanlega verða kynnt á heimasíðu bæjarins.

Guðríður Arnardóttir"

32.1103383 - Fyrirspurn um borgarafund

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

”Formaður bæjarráðs tók mjög vel í þá hugmynd að halda borgarafund um niðurstöðu fjárhagsáætlunar. Hvenær verður sá fundur haldinn?

Gunnar Ingi Birgisson“

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi svar:

"Ekki liggur enn fyrir hvenær næsta íbúaþing verður haldið í Kópavogi en ákvörðun mun liggja fyrir fljótlega.

Guðríður Arnardóttir"

33.1103377 - Tillaga um opnunartíma sundlauga

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að veittur verði ókeypis aðgangur að sundlaugum bæjarins á sumardaginn fyrsta. Þar verði í boði skemmtidagskrá fyrir fjölskyldufólk í tilefni dagsins.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Bæjarráð samþykkti tillöguna með þremur samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.