Frá bæjarlögmanni, umsögn dags. 29. janúar, um erindi sýslumannsins í Kópavogi, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Rosaam ehf., kt. 631008-0110, um tækifærisleyfi til að mega hafa opið lengur eða til kl. 3:00, í tilefni af úrslitaleik NFL (Superball), sunnudaginn 3. febrúar 2013, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Tilgreindur afgreiðslutími umsækjanda er til kl. 3:00 aðfararnótt mánudags en ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir gerir einungis ráð fyrir opnunartíma til kl. 23:30. Bæjarstjórn er þó heimilt að ákveða lengri opnunartíma en gert er ráð fyrir í lögreglusamþykkt.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum tillögu framkvæmdaráðs um að leitað verði samninga við Danfoss ehf. Guðríður Arnardóttir sat sat hjá við afgreiðslu málsins.