Bæjarráð

2597. fundur 03. júní 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Ólafur Þór Gunnarsson stýrði fundi.

1.1105024 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 31/5

12. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.1105019 - Félagsmálaráð 25/5

1309. fundur

3.1105239 - Reglur Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð

Félagsmálaráð samþykkti breytingu á 3. mgr. 25. gr. um námsaðstoð.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

 

"Með þessum viðbrögðum er ljóst að ekki er verið að leita lausna á atvinnuleysi ungmenna.

Ómar Stefánsson"

4.1101151 - Drög að þjónustusamningi við Ás styrktarfélag um búsetuþjónustu við fatlað fólk í Kastalagerði

Félagsmálaráð samþykkti drög að þjónustusamningi við Ás.

Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri velferðarsviðs mæti á næsta fund ráðsins og frestar afgreiðslu.

5.1105013 - Forvarna- og frístundanefnd 31/5

3. fundur

Bæjarráð frestar afgreiðslu fundargerðarinnar.

6.1105025 - Skólanefnd - 30

30. fundur

Hafsteinn Karlsson vék af fundi við afgreiðslu fundargerðarinnar.

7.1105584 - Ráðning skólastjóra við Snælandsskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, tillaga um að ráða Magneu Einarsdóttur í starf skólastjóra Snælandsskóla. Tillagan var samþykkt í skólanefnd.

Bæjarráð samþykkir tillögu um ráðningu Magneu Einarsdóttur í skólastjóra Snælandsskóla og býður hana velkomna til starfa á nýjum vettvangi.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

8.1103360 - Hvatningarverðlaun skólanefndar 2011

Bæjarráð óskar Snælandsskóla til hamingju með hvatningarverðlaun skólanefndar.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

9.1101862 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/5

787. fundur

10.1104244 - Varðandi umsagnir um frumvarp til nýrra sveitarstjórnalaga

Umsögn Guðjóns Bragasonar hjá Sambandinu, dags. 9/2, sbr. lið 11 í fundargerð 27/5.

Lagt fram.

11.1105260 - Átaksverkefni í skógrækt og uppgræðslu 2011

Frá bæjarstjóra, dags. 25/5, undirritaður samningur milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Kópavogs, um atvinnuátaksverkefni í Guðmundarlundi sumarið 2011 lagður fram til staðfestingar bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjóra greiðir Vinnumálastofnun allan launakostnað og Skógræktarfélag Íslands greiðir allan efniskostnað (68.200 pr. mannmánuð) ásamt umsjónarkostnaði.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

12.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar júní 2011, yfirlit yfir starfsemi í maí.

Lagt fram.

13.1102633 - Nordjobb sumarstörf í Kópavogi sumarið 2011

Frá starfsmannastjóra, dags. 31/5, tillaga um að ráða tvo einstaklinga á vegum Nordjobb í sumarstörf hjá bænum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.1103087 - Lundur. Viðauki við samning.

Samningur sem samþykktur var í framkvæmdaráði 13/4 sl. lagður fram til staðfestingar bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

15.1103386 - Stjórnsýslukæra vegna uppsagnar á starfi

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 31/5, tillaga að umsögn til innanríkisráðuneytisins, sem óskað var eftir í bæjarráði 7/4 sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að umsögn.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðsluna.

16.1104188 - Fyrirspurn um gömlu stúku á Kópavogsvelli

Frá umsjónarmanni fasteigna, dags. 24/5, svar við fyrirspurn í bæjarráði 14/4 sl. um kostnað við að gera við gömlu stúkuna og notkun hennar.

Gunnar Ingi Birgisson óskaði fært til bókar að hann þakkaði framlagt svar.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

17.1103009 - Samkomulag um leikskóladvöl barna, sem flytjast á milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 25/5, lagt fram samkomulag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja gjaldskrá vegna barna sem dvelja á leikskóla utan lögheimilissveitarfélags og óskað heimildar bæjarráðs til að undirrita samkomulagið.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

18.1105568 - Umsókn um launað leyfi

Frá starfsmanni leikskóla, dags. 29/5, óskað eftir launuðu námsleyfi til að ljúka MA í sérkennslufræðum við Háskóla Íslands.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar.

19.1105631 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmanni leikskóla, dags. 30/5, óskað eftir launuðu námsleyfi til framhaldsnáms við kennaradeild menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar.

20.1105579 - Beiðni um aukið stöðugildi lögfræðings á velferðarsviði

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 30/5, óskað eftir að auka starf lögfræðings félagsþjónustunnar úr 50% starfi í 100% starf,

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

21.901005 - Áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið.

Frá Slökkviliði hbsv., dags. 26/5, drög að áhættumati fyrir sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

22.1012189 - Úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2011

Frá innanríkisráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 23/5, tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu 2011.

Lagt fram.

23.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Frá Mosfellsbæ, dags. 18/5, athugasemdir gerðar við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012.

Lagt fram.

24.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Frá Seltjarnarnesbæ, dags. 19/5, athugasemdir gerðar við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

25.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Frá sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 20/5, engar athugasemdir gerðar við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012.

Lagt fram.

26.1104298 - Vatnsendi. Reiðstígar um land Vatnsenda

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 26/5, tilkynning um riftun samnings um legu reiðstígs um Vatnsendaland.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

27.1101935 - Arnarsmári 36 - innheimta fasteignagjalda

Frá KS verktökum hf., dags. 23/5, óskað eftir endurskoðun á upphæð fasteignagjalda vegna Arnarsmára 36.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

28.1105571 - Rótarý býður í ferð til Ástralíu

Frá Rótarýumdæminu á Íslandi, dags. 26/5, tilkynning um fyrirhugaða boðsferð til Ástralíu fyrir fjóra einstaklinga á næsta ári, ásamt upplýsingum um umsóknarskilyrði og tímamörk.

Lagt fram.

29.1105517 - Ósk um viðræður við Kópavogsbæ varðandi reynslusamstarf

Frá Sinnum ehf., dags. 23/5, óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ um heimaþjónustu og rekstur sambýlis og/eða hæfingarstöðvar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

30.1105515 - Tilkynning um breytingu á kjörskrá

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 25/5, tilkynning um að Bragi Jónsson, kt. 080475-3499, verði tekinn á kjörskrá við kosningar til Alþingis, kjör forseta Íslands og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

31.1105516 - Tilkynning um breytingu á kjörskrá

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 25/5, tilkynning um að Erla Hendriksdóttir, kt. 010277-3539, verði tekin á kjörskrá við kosningar til Alþingis, kjör forseta Íslands og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

32.1105506 - Athugasemdir vegna framkvæmdar á uppsögnum hjá bænum

Frá starfsmannafélagi Kópavogs, dags. 24/5, óskað eftir aðgangi að skýrslu KPMG sem notuð var til grundvallar ákvarðana varðandi uppsagnir starfsfólks í hagræðingarskyni.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

33.1103297 - Leikskólinn Kjarrið.

Frá leikskólastjóra Kjarrsins, dags. 30/5, óskað eftir rökstuðningi vegna uppsagnar á þjónustusamningi við leikskólann.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.

34.1105635 - Beiðni um styrk vegna þýðingar á staðli

Frá byggingarstaðlaráði, dags. 25/5, óskað eftir fjárstuðningi að upphæð kr. 100.000,- til að þýða staðal, sem fjallar um meðhöndlun steinsteypu á verkstað.

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

35.1105623 - Almannakór 9. Lóðarumsókn.

Frá Engilbert Þórðarsyni og Ingibjörgu Agnesi Jónsdóttur, umsókn um lóðina Almannakór 9, ásamt umsögn skrifstofustjora umhverfissviðs, dags. 31/5, þar sem mælt er með að þeim verði úthlutað lóðinni.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Engilbert Þórðarsyni, kt. 241065-5459 og Ingibjörgu Agnesi Jónsdóttur, kt. 140275-4099 byggingarrétt á lóðinni Almannakór 9.

36.1105532 - Ársreikningur 2010

Frá Sunnuhlíð, dags. 26/5, ársreikningar 2010, sem samþykktir voru á aðalfundi Sunnuhlíðarsamtakanna 25/5.

Lagt fram.

37.1106034 - Fyrirspurn um kjarasamninga.

Gunnar Ingi Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er áætlaður kostnaður vegna nýgerðra kjarasamninga?

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

38.1106035 - Fyrirspurn til bæjarstjóra

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til bæjarstjóra:

"1. Hvað eru margar lóðir á samþykktu skipulagi á milli vatns og vegar í Vatnsendalandi?

2. a) Hvenær var ákveðið að standa ekki við ákvæði í samningi milli Vatnsendabónda og Kópavogsbæjar um fjölda lóða milli vatns og vegar?

b) Hvenær var sú ákvörðun tekin og hvaða bæjarfulltrúar stóðu að henni?

c) Hefur verið reynt að ná samningum um þetta atriði við Vatnsendabóndann og hvaða upphæðir hafa verið boðnar af hálfu bæjarins?

3. Hvernig er staða á þeim lóðum sem féllu Vatnsendabónda í skaut (11%) í Vatnsendahlíð? Hvaða samningstilboð hafa verið í gangi?  Óskað er eftir skýringum.

Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson"

39.1105294 - Sumarvinna 2011

Ómar Stefánsson ítrekaði tillögu sína frá 19. maí sl. um að kannað verði hvort ungmenni sem ekki fengu vinnu hjá Kópavogsbæ hafi fengið vinnu annars staðar.

Bæjarstjóri boðar svar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 10:15.