Bæjarráð

2726. fundur 03. apríl 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1403016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. mars

109. fundargerð í 5 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

2.1403019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 25. mars

110. fundargerð í 5 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

3.1404001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 1. apríl

111. fundargerð í 3 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

4.1403023 - Félagsmálaráð, 1. apríl

1368. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

5.1403655 - Atvinnuver. Heimild fyrir starfsþjálfun

"Félagsmálaráð samþykkir tímabundið verkefni Atvinnuvers um starfsþjálfun fyrir einstaklinga sem eru nú með hálfa fjárhagsaðstoð eða meira. Einnig hvetur ráðið stofnanir bæjarins til að taka þátt í verkefninu. Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að fylgja þessari bókun eftir."

Málinu er hér með vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu félagsmálaráðs.

6.1403010 - Framkvæmdaráð, 2. apríl

63. fundargerð í 10 liðum.

Lagt fram.

7.14011041 - Kópavogsbraut-Borgarholtsbraut, gatnagerð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar
Þriðjudaginn 11. mars 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Kópavogsbraut-Borgarholtsbraut gatna- og holræsagerð 2014" skv. útboðsgögnum dags. nóvember 2013. Útboðið var opið.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið.
Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Hálsafell ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Hálsafell ehf. um verkið.

8.1311412 - Álalind 3, reiðskemma.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar
Fimmtudaginn 13. mars 2014 voru opnuð tilboð í verkið "Álalind 3/Glaðheimar" skv. útboðsgögnum framkvæmdadeildar.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði útboðið.
Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Nýmálun og viðhald ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við Nýmálun og viðhald ehf. um verkið.

9.1301614 - Viðhald á slitlagi gatna í Kópavogi, útboð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Lagt fram erindi deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 31. mars 2014, þar sem skýrt er frá því að Fagverk verktakar ehf, verktakar verksins "Malbikun og viðgerðir í Kópavogi 2013-2014" hafa óskað eftir að vera leystir undan samningnum. Lagt er til að orðið verði við beiðni verktakans og jafnframt að heimilað verði að bjóða verkið út að nýju.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði erindið.
Framkvæmdaráð samþykkir að Fagverk verktakar ehf. verði leystir undan samningi um verkið og jafnframt að verkefnið verði boðið út að nýju. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar: "Sé ekki ástæðu til að hafa útboðið lokað."

Bæjarráð samþykkir að Fagverk verktakar ehf. verði leystir undan samningi um verkið og jafnframt að verkefnið verði boðið út að nýju.

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði til að verkefnið færi í opið útboð. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

 

10.1401023 - Framkvæmdir, á útivistarsvæðum 2014.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar
Garðyrkjustjóri kynnti yfirlit yfir "Ýmsar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2014" og tillögu að ráðstöfun fjár á gjaldalið 11.331.
Framkvæmdaráð samþykkir yfirlitið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir ráðstöfun fjár á gjaldalið 11.331.

11.1308413 - Staða byggingarframkvæmda á lóðum

Framkvæmdaráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að hefja dagsektarferli vegna Akrakórs 6 og Gulaþings 23. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að hefja dagsektarferli vegna Akrakórs 6 og Gulaþings 23.

12.1401094 - Heilbrigðiseftirlit, 31. mars

188. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

 

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar heilbrigðiseftirlits undir lið 8.

13.1403022 - Skólanefnd, 31. mars

70. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

14.1403629 - Skólar og menntun í fremstu röð - Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð óskar eftir að fulltrúi SSH mæti á fund bæjarráðs og kynni efni skýrslunnar.

15.1401118 - Stjórn Strætó bs., 28. mars

194. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

16.1403014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 31. mars

47. fundargerð í 16 liðum.

Lagt fram.

17.1303358 - Mælingar á loftgæðum í Kópavogi

Í ljósi niðurstaðna mælinga og með vísan til 6. greinar reglugerðar um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti nr. 514/2010 ítrekar umhverfis- og samgöngunefnd að Orkuveita Reykjavikur (Orka Náttúrunnar) framkvæmi á sinn kostnað, samanber ákvæði reglugerðar, frekari loftgæðisrannsóknir á svæðinu í námunda við leik- og grunnskóla og tryggi að búsetuskilyrðum og skólahaldi á svæðinu sé ekki ógnað sökum hás gildis brennisteinsvetnis í andrúmslofti á svæðinu sökum starfsemi á Hengilsvæðinu. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar, sbr. lið 1 í fundargerð.

Bæjarráð tekur undir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

18.1403482 - Viljayfirlýsing um samstarf

Frá bæjarstjóra, dags. 1. apríl, varðandi fjármögnun samstarfsverkefnis Kópavogsbæjar, Garðabæjar og GKG um byggingu á félags- og íþróttaaðstöðu klúbbsins.

Lagt fram.

19.1403763 - Hagasmári 1, Clippers ehf. (Sparro) Umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Beiðni um umsögn

Frá laganema, dags. 31. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 28. mars, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Clippers ehf., kt. 671204-4410, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús í flokki I, á staðnum SBARRO, að Hagasmára 1 (Smáralind), 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

20.1404030 - Framsal á fasteign - Urðarhvarf 4

Frá laganema f.h. bæjarlögmanns, dags. 1. apríl, umsögn um framsal á Urðarhvarfi 4, þar sem mælt er með því að heimila framsal eignarinnar frá HPR1 ehf., kt. 511009-1280, til Akralindar ehf., kt. 500505-0360.

Bæjarráð samþykkir erindið en óskar eftir framkvæmdaáætlun um fullnaðarfrágang.

21.1403135 - Beiðni um umsögn, vegna umsóknar um skeldýrarækt í Skerjafirði

Frá Náttúrufræðistofu Kópavogs, dags. 27. mars, umsögn til Matvælastofnunar vegna umsóknar Arctic Seafood ehf. um leyfi til tilraunaræktunar á nokkrum skeldýrategundum í Skerjafirði.

Bæjarráð vísar umsögninni til Matvælastofnunar.

22.1403643 - Krafa um aðstoð bæjarstjórnar við öflun upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Frá Guðbrandi Jónssyni, dags. 26. mars, óskað eftir aðstoð bæjarstjórnar við öflun upplýsinga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

23.1401594 - RIFF kvikmyndahátíð.

Frá Reykjavík International Film Festival, dags. 19. mars, óskað eftir að Kópavogsbær verði einn af bakhjörlum hátíðarinnar.

Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til úrvinnslu.

24.1403657 - Óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um rekstrarsamning og verkefni sumarið 2014

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 21. mars, óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um rekstrarsamning og verkefni sumarið 2014

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

25.1402337 - Lækjarbotnaland 40. Óskað eftir lækkun á lóðarleigu og úrbótum í samgöngumálum

Frá lóðarhöfum Lækjarbotnalands 40, dags. 6. febrúar, óskað eftir lækkun á lóðarleigu og úrbótum í samgöngumálum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

26.1404096 - Aðgerðir gegn heimilisofbeldi.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð samþykkir að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, grasrótar- og stuðningssamtök til að stuðla að auknu samstarfi, þekkingarmiðlun og bættu verklagi varðandi heimilisofbeldi. Sérstaklega verði horft til samstarfsverkefnis stofnana á Suðurnesjum og þess árangurs sem þar hefur náðst.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Starfshópur innan stjórnkerfis Kópavogsbæjar vinnur nú að smíði aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum og fagnar bæjarráð þeirri vinnu.

Bæjarráð beinir því til hópsins að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, grasrótar- og stuðningssamtök til að stuðla að auknu samstarfi, þekkingarmiðlun og bættu verklagi varðandi heimilisofbeldi. Sérstaklega verði horft til samstarfsverkefnis stofnana á Suðurnesjum og þess árangurs sem þar hefur náðst.

27.1404097 - Útboð líkamsræktaraðstöðu. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Upplýsingar úr útboðum vegna líkamsræktar í sundlaugum Kópavogs eru komnar til fjölmiðla án þess að hafa verið kynntar í bæjarráði eða framkvæmdaráði.  Því vill undirrítaður fá svör við eftirfarandi spurningum.

1)      Hverjir höfðu/hafa haft aðgang að þessum upplýsingum fram til þessa ?

2)      Eru fullyrðingar fjölmiðla um umtalsverðar hækkanir á líkamsræktarkortum  réttar?

3)      Eru slíkar hækkanir (ef réttar eru) í samræmi við þá stefnu bæjarins að halda aftur af gjaldskrárhækkunum?

4)      Er það stefna núverandi meirihluta að gera bæjarbúum kleift að stunda líkamsrækt á viðráðanlegu verði og kemur til greina að bærinn marki sér stefnu í því efni ?

Ólafur Þór Gunnarsson"

Hjálmar Hjálmarsson tekur undir fyrirspurn Ólafs Þórs Gunnarssonar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarstjóri áréttar að farið var í útboð á líkamsræktaraðstöðum að skipun Samkeppniseftirlitsins. Þá voru niðurstöður útboðsins opinberar frá því að tilboð voru opnuð þann 26. mars kl. 11.00.

Ármann Kr. Ólafsson"

28.1404098 - Helgarferð. Tillaga frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.

Ómar Stefánsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum gegn einu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég greiði atkvæði gegn þessu enda tel ég að Kópavogsbúar eigi ekki að taka orð Gísla Marteins til sín með þeim hætti sem sumir hafa gert.

Ármann Kr. Ólafsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.