Bæjarráð

2490. fundur 05. febrúar 2009 kl. 15:15 - 17:35 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.901212 - Fundargerð atvinnu- og upplýsinganefndar 29/1.

Fundur 312. Tillaga að sérstakri fjárveitingu til reksturs atvinnutorgs. Sjá mál 0902046 hér á eftir.

2.902046 - Atvinnutorg.

Frá skrifstofustjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, f.h. atvinnu- og upplýsinganefndar, dags. 2/2, óskað eftir sérstakri fjárveitingu til reksturs atvinnutorgs að upphæð 3 m.kr.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna fjárhæð og að hún verði færð á lið vegna átaksverkefna vegna atvinnuleysis.

3.901304 - Fundargerð félagsmálaráðs 3/2.

Fundur 1256. Liður 3.1. Tillaga um útreikning sérstakra húsaleigubóta lögð fram til staðfestingar bæjarráðs. Sjá mál 0902036.

 

4.902036 - Tillögur um útreikning sérstakra húsaleigubóta, framhald.

Frá félagsmálastjóra, dags. 29/1, fjórða útfærsla á tillögu um útreikning sérstakra húsaleigubóta.


Bæjarráð staðfestir afgreiðslu félagsmálaráðs.

5.902023 - Fundargerð forvarnanefndar 28/1.

Fundur 13.

6.901074 - Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs 30/1 og 3/2.

7.901311 - Upplýsingar um ungmennaráð í sveitarfélaginu sbr. 2. mgr. 11. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007

Frá íþróttafulltrúa og forvarnafulltrúa, dags. 4/2, umsögn, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 29/1 sl., um erindi frá Umboðsmanni barna, sbr. lið 2.a. í fundargerð ÍTK frá 30/1 sl., þar sem eftirfarandi var bókað: ÍTK felur verkefnisstjóra tómstundamála og deildarstjóra menningardeildar að vinna í málinu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu ÍTK.

8.901390 - Fundargerð lista- og menningarráðs 3/2.

Fundur 335.

Liður 1.a.ii. Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég fagna ákvörðun lista- og menningarráðs.

Ómar Stefánsson."

9.902024 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 30. október 2008.

Fundur 52.

10.902024 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 18. desember 2008.

Fundur 53.

11.902033 - Fundargerð stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga 23/1.

Fundur 760.

Liður 10. Guðríður Arnardóttir óskar eftir því að greinargerð um áhrif Evrópusambandsaðildar á sveitarstjórnarstigið verði send bæjarfulltrúum.

12.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 26/1.

Fundur 258.

13.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 30/1.

Fundur 114.

14.902038 - Fundargerð vinabæjanefndar 29/1.

Fundur 95.

15.707011 - Tónlistarsafn Íslands

Frá bæjarstjóra, stofnskrá Tónlistarsafns Íslands og samningur milli menntamálaráðuneytisins og Kópavogsbæjar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

16.901163 - Tillögur að samstarfi lögreglu og sveitarfélaga næstu fjögur árin og úttekt á framkvæmd samstarfsnef

Afrit af bréfi ríkislögreglustjóra til Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 2/6 2008.

Lagt fram.

17.708167 - Bæjarmálasamþykkt. Drög.

Lögð fram drög að nýrri bæjarmálasamþykkt og farið yfir þau.

Afgreiðslu frestað.

18.902040 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ

Lögð fram drög að siðareglum, sem bæjarráð fól bæjarritara og gæðastjóra að vinna á fundi sínum þann 4/9 sl.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

19.806054 - Lækjarbotnaland 19

Frá bæjarlögmanni, dags. 4/2, minnisblað varðandi sátt í héraðsdómsmáli

Bæjarráð samþykkir tillögu að sátt.

20.811435 - Ósk eftir stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2009.

Frá bæjarritara, dags. 2/2, umsögn um styrkbeiðni til Snorraverkefnisins sumarið 2009, þar sem lagt er til að veita styrk að upphæð 100.000,- kr.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000,- kr.

21.812208 - Krabbameinsfélag Reykjavíkur sækir um styrk úr bæjarsjóð Kópavogs til starfsemi sinnar.

Frá bæjarritara, dags. 2/2, umsögn sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 8/1 sl., þar sem lagt er til að styrkja fræðslustarf Krabbameinsfélagsins með 100.000,- kr. framlagi.
Bæjarráð samþykkir að veita Krabbameinsfélaginu styrk að upphæð 100.000,- kr.

22.901334 - Umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

Frá bæjarritara, dags. 2/2, umsögn sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 29/1 sl. um styrkbeiðni Rannís vegna Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000,- kr., enda verði litið til þess, að verkefni á vegum sjóðsins geti gagnast Kópavogsbæ.


 


Deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnti mál 23 - 28.

23.804043 - Verklagsreglur og samskipti milli Kópavogsbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur.




Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

24.902013 - Þjónustusamningur við Kópavogsbæ um viðhald á útilýsingu.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

25.902014 - Vallakór 14, dreifistöð. Samningur um afnot af húsnæði

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

26.902015 - Samningur um raforkukaup.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

27.902018 - Hábraut 2-4, dreifistöð. Samningur um afnot af húsnæði

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

28.902019 - Vatnsendakriki. Þjónustusamningur um mannvirki Vatnsveitu Kópavogs á vatnsverndarsvæði í Vatnsendakr

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

29.901330 - Tillaga um samþættingu frístundastarfs fyrir börn í Kópavogi.

Frá íþróttafulltrúa, dags. 4/2, umsögn ÍTK sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 22/1 sl.


Bæjarráð felur skólafulltrúa og íþróttafulltrúa úrvinnslu málsins.

30.901330 - Tillaga um samþættingu frístundastarfs fyrir börn í Kópavogi.

Frá kennslufulltrúa, dags. 4/2, umsögn skólanefndar, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 22/1 sl.



Bæjarráð felur skólafulltrúa og íþróttafulltrúa úrvinnslu málsins.

31.902045 - Umsókn um launað leyfi vegna framhaldsnáms í Kennaraháskóla Íslands.

Frá starfsmannastjóra, dags. 4/2, umsögn um beiðni um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita Torfhildi Sigurðardóttur 3 mánaða launað námsleyfi til framhaldsnáms við KÍ í sérkennslufræðum. Skilyrði fyrir leyfinu er að hún starfi hjá leikskólum Kópavogs að leyfi loknu.

32.902001 - Tilkynning um úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2009.

Frá menntamálaráðuneytinu, dags. 26/1, tilkynning um fyrirhugaðar úttektir á sjálfsmatsaðferðum Digranesskóla, Hörðuvallaskóla, Smáraskóla, Snælandsskóla og Waldorfskólans Lækjarbotnum vorið 2009.


Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til úrvinnslu.

33.809059 - Tilkynning um úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla haustið 2008.

Frá menntamálaráðuneytinu, dags. 26/1, niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla og óskað eftir áætlun um viðeigandi úrbætur vegna sjálfsmatsaðferða Kópavogsskóla.



Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs til úrvinnslu.

34.902002 - Smiðjuvegur 4b. Beiðni um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá Ekron starfsþjálfun, dags. 28/1, lögð fram styrkbeiðni ásamt hugmyndafræði samtakanna og kökuriti um árangur.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

35.901002 - Beiðni um styrk fyrir árið 2009.

Frá Svifflugfélagi Íslands, dags. 27/12, óskað eftir styrk til starfseminnar í formi auglýsingar á baksíðu ársskýrslu félagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

36.901405 - Bryggjuvör 2 og Bakkabraut 4, beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda 2009

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 28/1, óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda og fasteignaskatts, og að eftirstöðvar á fasteignagjöldum og fasteignaskatti fyrri ára verði felldar niður, ef einhverjar eru.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

37.701193 - Háspennulínur frá Hellisheiði út á Reykjanes

Frá Skipulagsstofnun, dags. 28/1, óskað umsagnar Kópavogsbæjar um tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

38.901394 - Megináherslur í úrgangsmálum.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 27/1, áherslur í úrgangsmálum ásamt aðgerðaáætlun, samþykkt á fundi stjórnar Sambandsins 23/1 sl.

Lagt fram.

39.902022 - Hlíðasmári 14. Styrkbeiðni til greiðslu fasteignagjalda.

Frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, dags. 2/2, óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda af fasteign félagsins að Hlíðasmára 14.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

40.808065 - Arnarnesvegur. Reykjanesbraut – Fífuhvammsvegur. Breytt deiliskipulag

Frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 2/2, umsögn um ofangreinda deiliskipulagsbreytingu.

Lagt fram.

41.902028 - Umsókn um tómstundarjörð.

Frá Sigurði Hanssyni, ódags., óskað eftir lóð 1/2 - 1 ha að stærð, til að rækta grænmeti.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- tæknsviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

42.902027 - Boð á Myrka músíkdaga 2009.

Frá Tónskáldafélagi Íslands, dags. 30/1, tilkynning um Myrka músíkdaga 2009.

Lagt fram.

43.901239 - Austurkór 77, lóðaskil.

Frá Uppslætti ehf., ódags., lóðinni að Austurkór 77 skilað inn.
Lagt fram.

44.901333 - Austurkór 82, lóðaskil.

Frá Eyborg ehf., dags. 9/1, lóðinni að Austurkór 82 skilað inn.
Lagt fram.

45.901296 - Álmakór 15, lóðaskil

Frá Stefáni Ómari Oddssyni og Ásu Birnu Áskelsdóttur, dags. 20/1, lóðinni að Álmakór 15 skilað inn.
Lagt fram.

46.901294 - Arakór 7, lóðaskil

Frá Ríkharði Oddssyni og Maríu S. Viggósdóttur, dags. 21/1, lóðinni að Arakór 7 skilað inn.
Lagt fram.

47.901295 - Tónahvarf 5, lóðaskil

Frá Bergey fasteignafélagi ehf., dags. 21/1, lóðinni að Tónahvarfi 5 skilað inn.
Lagt fram.

48.901404 - Fróðaþing 30, lóðaskil.

Frá Birgi Leifi Hafþórssyni og Elísabetu Halldórsdóttur, dags. 26/1, lóðinni að Fróðaþingi 30 skilað inn.
Lagt fram.

49.901342 - Fróðaþing 48, lóðaskil.

Frá Ólafi E. Jóhannssyni og Helgu Guðmundsdóttur, dags. 31/12, lóðinni að Fróðaþingi 48 skilað inn.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

50.901001 - Sótt um sumarbústaðalóð í Lækjarbotnum.

Frá Magnúsi Erlingssyni, 30/12, lóðarumsókn.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

51.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 10. febrúar


  I. Fundargerðir nefnda.


 II. Kosningar.


III. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og stjórnendur Kópavogsbæjar - fyrri umræða.


IV. Frestuð mál.

52.902057 - Fyrirspurn um atvinnuleysi.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
a) Hve margar fjölskyldur búa við atvinnuleysi?

b) Hversu margar fjölskyldur búa við atvinnuleysi beggja fyrirvinna?

c) Hvaða áform félagsþjónustan hefur um að aðstoða fjölskyldur vegna atvinnuleysis?

53.902058 - Tillaga um hlutverk þjónustustofnana í atvinnuleysi.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að bæjarstjóra og félagsmálastjóra verði falið að gera tillögur um hvernig þjónustustofnanir Kópavogsbæjar geti komið til móts við atvinnulausa í bænum.

Ólafur Þór Gunnarsson."

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

54.902059 - Fyrirspurn um hvalveiðar.

Ólafur Þór Gunnarsson spurðist fyrir um stuðning bæjarfélagsins við hvalveiðar.
Bæjarstjóri svaraði fyrirspurninni á fundinum.

Fundi slitið - kl. 17:35.