Bæjarráð

2499. fundur 08. apríl 2009 kl. 12:15 - 13:45 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.903094 - Fundargerð hafnarstjórnar 2/4

60. fundur

2.901385 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 30/3

137. fundur

 

3.901074 - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 6/4

231. fundur

4.901390 - Fundargerð lista- og menningarráðs 26/1

335. fundur

5.901390 - Fundargerð lista- og menningarráðs 30/3

338. fundur

 

6.901196 - Fundargerð skólanefndar 16/3

6. fundur

7.901196 - Fundargerð skólanefndar 30/3

7. fundur

8.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 30/3

260. fundur

9.903242 - 230 ára afmælishátíð Tampere, vinabæ Kópavogs.

Frá bæjarstjóra, erindi sem frestað var á fundi bæjarráðs 2/4, boðið til hátíðahalda í tilefni 230 ára afmælis Tampere.

Frestað.

10.710031 - Vatnsendablettur 228-229-228R. Uppsögn leigusamnings.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samkomulagi, dags. 7/4, milli Kópavogsbæjar kt. 700169-3759 annars vegar og Karls Georgs Ragnarssonar kt. 140352-4119 og Maríu Rósar Jónsdóttur kt. 220271-3909 hins vegar, um yfirtöku á lóðinni Vatnsendabletti 228-229 og 228R.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarlögmanni afgreiðslu málsins.

11.802105 - Vatnsendablettur 13, 13a, og 51.

Frá bæjarlögmanni, lagður fram tölvupóstur frá LEX lögmannsstofu, dags. 27/3, drög að gerðarsamningi milli Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 annars vegar og Ólafs Björgvinssonar, kt. 090742-4289 hins vegar vegna skerðingar lóðarréttinda að Vatnsendabletti 13, 13a og 51.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að vinna áfram í málinu á grundvelli umsagnarinnar.

12.903019 - Sumarstörf 2009.

Frá forstöðumanni vinnuskólans, umsóknir um sumarstöf hjá Kópavogsbæ 2009.

Lagt fram.  Frestað.

13.705300 - Boðaþing 5-9, Þjónustumiðstöð

Opnuð voru tilboð þann 7. apríl í verkið Þjónustumiðstöð aldraðra í Boðaþingi 9, frágangur innanhúss. Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Baldur Jónsson ehf.

Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs gerði grein fyrir tillögunni. Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.903230 - Bókun bæjarstjóra vegna menningarhátíðar.

Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun, sem boðuð var á síðasta fundi ráðsins, 2. apríl sl.

"Vegna bókunar fulltrúa Samfylkingarinnar á síðasta fundi bæjarráðs vill undirritaður taka eftirfarandi fram:


1. Fulltrúum Samfylkingarinnar er einum lagið að snúa bæði sannleika og staðreyndum á hvolf.

2. Menningarhátíð, sem áætluð er í haust var samþykkt þegar fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 var afgreidd. Bæjarstjóri, sem er framkvæmdarstjóri bæjarráðs er í fullu umboði til að framfylgja samþykktri fjárhagsáætlun. Auk heldur ræddi bæjarstjóri væntanlega írska menningarhátíð í bæjarráði fyrir nokkrum vikum síðan.

3. Á síðustu menningahátíð voru framlög fyrirtækja til hennar um 16 mkr. en nú eru framlög áætluð 4 mkr.

4. Bæjarstjóri stendur við lið 6 í bókun sinni frá 2. apríl.

Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri"


Fulltrúar Samfylkingarinnar óska bókað:

"Fulltrúar Samfylkingarinnar benda á að fjárhagsáætlun ársins 2009 var gerð með fyrirvara um endurskoðun eftir fyrstu þrjá mánuði ársins. Þá hlýtur menningarhátíð eins og önnur verkefni bæjarins að vera háð endurskoðun. Við bendum aftur á að þema menningardaga hefur hvergi verið til umfjöllunar í stjórnsýslu bæjarins og hvergi tekin ákvörðun um að halda skuli írska daga frekar en annað.

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson"


Gunnar I Birgisson óskar bókað:

"Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 var samþykkt án nokkurra fyrirvara. Aftur á móti hefur bæjarstjórn ákveðið að endurskoða fjárhagsáætlun eftir fyrstu þrjá mánuði ársins.

Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri"

15.904053 - Beiðni um mótgreiðslu vegna tónlistarnáms í öðru sveitarfélagi.

Frá Særúnu Harðardóttur, tölvuöóstur, dags. 6/4, óskað eftir samþykki Kópavogs um mótgreiðslu til söngnáms í Söngskóla Sigurðar Demetz.

Vísað til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til afgreiðslu.

16.904016 - Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema.

Frá Ástráði, forvarnastarfi læknanema, dags. 1/4, ársskýrsla Ástráðs 2007 - 2008, ásamt ósk etir styrk til starfsins, sem felst í fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir o.fl.



Vísað til forvarnanefndar til umsagnar.

17.904019 - Kynning á starfsemi fyrirtækisins á sviði náttúrurverndar og umhverfismála.

Frá Almennu verkfræðistofunni, ódags. kynning á sérhæfðri þekkingu, sem fyrirtækið hefur á sviði náttúruverndar og umhverfismála.

Lagt fram.

18.904017 - Kynning á samanburðargreiningu fyrir íslensk sveitarfélög.

Frá ParX ehf., dags. 31/3, kynning á þjónustu fyrirtækisins á samanburðargreiningu á margvíslegum upplýsingum fyrir sveitarfélög.

Vísað til umsagnar bæjarritara.

19.904054 - Lindasmári 27-47. Kvörtun vegna sorps frá fyrirtækjum í nágrenninu.

Frá Jóhannesi Gunnarssyni f.h. íbúa að Lindasmára 27 - 47, tölvuöóstur, dags. 3/4, vegna slæmrar umgengni fyrirtækja í nágrenninu o.fl.

Vísað til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

20.904052 - Óskað eftir upplýsingum frá Kópavogsbæ um sellátur í sveitarfélaginu.

Frá Brynju Ósk Víðisdóttur, ódags., óskað eftir upplýsingum um sellátur og fleira þeim tengdum í sveitarfélaginu.

Vísað til forstöðumanns Náttúrufræðistofu Kópavogs til afgreiðslu.

21.904055 - Áhugi fyrir byggingu sorpeyðingarstöðvar í Kópavogi.

Frá Stefan Helter-Backfisch, dags. 7/4, varðandi sorpeyðingu o.fl.

Lagt fram.

22.904031 - Sjóvá óskar eftir að gera tilboð í vátryggingar Kópavogsbæjar.

Frá Sjóvá, dags. 2/4, óskað eftir að fá að gera tilboð í vátryggingar fyrir sveitarfélagið.

Lagt fram.

23.904034 - Ársreikningur og ársskýrsla heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 2008.

Frá Heilbrigðiseftirlitinu, dags. 3/4, ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2008.

Lagt fram.

24.904030 - Rekstraráætlun 2009 og þriggja ára áætlun 2010-2012.

Frá Sorpu bs., dags. 3/4, rekstraráætlun 2009 og þriggja ára áætlun 2010 - 2012.

Lagt fram.

25.904020 - Meðferðarstöðin Líf án áfengis.

Frá Meðferðarstöðinni Líf án áfengis, ódags., kynning á starfsemi meðferðarstöðvarinnar, einnig er óskað eftir húsnæði fyrir starfsemina.

Vísað til umsagnar félagsmálastjóra.

26.812114 - Kjóavellir. Úthlutun lóða.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 8/4, óskað heimildar bæjarráðs til þess að auglýsa lausar til umsóknar fyrir almenning þær hesthúsalóir á Kjóavallasvæðinu, sem ekki hefur verið ráðstafað. Gjald fyrir lóðir verði óbreytt (en uppreiknað m.v. vísitölu).
Úthlutun til þeirra félagsmanna Hestamannafélagsins Gusts, sem sóttust eftir lóðum í samræmi við samning félagsins og Kópavogsbæjar hefur þegar farið fram.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

27.904047 - Fróðaþing 30, lóðaumsókn.

Ágúst Þórarinsson og Sigríður Hanna Jóhannesdóttir sækja um byggingarrétt á lóðinni að Fróðaþingi 30.

Þrír umsækjendur voru um lóðina.


Bæjarráð vísar til 9. gr. úthlutunarreglna Kópavogsbæjar og gefur Sölva Þór Sævarssyni og Ingu Huld Sigurgeirsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni að Fróðaþingi 30. 

28.904045 - Fróðaþing 30, lóðaumsókn.

Sölvi Þór Sævarsson og Inga Hulda Sigurgeirsdóttir sækja um byggingarrétt á lóðinni að Fróðaþingi 30.

Þrír umsækjendur voru um lóðina.

Bæjarráð vísar til 9. gr. úthlutunarreglna Kópavogsbæjar og gefur Sölva Þór Sævarssyni og Ingu Huld Sigurgeirsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni að Fróðaþingi 30.

29.904046 - Fróðaþing 30, lóðaumsókn.

Matthias Imsland sækir um byggingarrétt á lóðinni að Fróðaþingi 30.

Þrír umsækjendur voru um lóðina.

Bæjarráð vísar til 9. gr. úthlutunarreglna Kópavogsbæjar og gefur Sölva Þór Sævarssyni og Ingu Huld Sigurgeirsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni að Fróðaþingi 30.

30.904044 - Austurkór 82, lóðaumsókn.

Ártak ehf. sækir um byggingarrétt á lóðinni að Austurkór 82.

Tveir umsækjendur voru um lóðina.

Samkvæmt ársreikningum umsækjenda 2007 er eignastaða Byggingafélagsins Gusts mun sterkari, en hjá Ártaki. Hagnaður var af starfsemi Byggingafélagsins Gusts árið 2007, en engin starfsemi var hjá Ártaki. Byggingafélagið Gustur hefur byggt allmörg hús í Kópavogsbæ og hefur bærinn góða reynslu af byggingarstarfsemi félagsins.

Bæjarráð gefur Byggingafélaginu Gusti ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni að Austurkór 82.

31.904043 - Austurkór 82, lóðaumsókn.

Byggingafélagið Gustur ehf., sækir um byggingarrétt á lóðinni að Austurkór 82.

Tveir umsækjendur voru um lóðina.

Samkvæmt ársreikningum umsækjenda 2007 er eignastaða Byggingafélagsins Gusts mun sterkari, en hjá Ártaki. Hagnaður var af starfsemi Byggingafélagsins Gusts árið 2007, en engin starfsemi var hjá Ártaki. Byggingafélagið Gustur hefur byggt allmörg hús í Kópavogsbæ og hefur bærinn góða reynslu af byggingarstarfsemi félagsins.

Bæjarráð gefur Byggingafélaginu Gusti ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni að Austurkór 82.

32.904048 - Hlíðarendi 10-12/Hamraendi 14,16,18 og 20. Umsókn um lóðaskipti.

Frá Ríkharði Flemming Jensen, Sigurði E. L. Guðmundssyni og Þór Bjarkari López, lóðarhöfum lóðanna nr. 10-12 við Hlíðarenda, dags. 31/3, óskað eftir flutningi á lóðir nr. 14, 16, 18 og 20 við Hamraenda.
Bæjarráð samþykkir erindi umsækjenda.

33.901067 - Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar 14. apríl.


1. Fundargerðir nefnda


2. Kosningar

34.904051 - Ársreikningar Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis og dagvistar 2008.

Frá Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra, dags. 6/4, ársreikningar 2008.


Lagt fram.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningunum.

35.904068 - Óskað eftir gögnum.

Samfylkingin óskar bókað:

“Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir yfirliti yfir allar greiðslur til fyrirtækisins Frjálsrar miðlunar, Brynhildar Gunnarsdóttur, Guðjóns Gísla Guðmundssonar og tengdra aðila síðustu 10 ár. Skal yfirlitið sundurliðað eftir árum og þar með taldar greiðslur á árinu 2009. Við óskum eftir því að það yfirlit nái yfir allar stofnanir og deildir bæjarins, sundurliðaðar upphæðir eftir sviðum annars vegar og verkum hins vegar. Sérstaklega skal tilgreina hvort um útboð var að ræða eða ekki.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson”

36.904067 - Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

“Bæjarstjóri lagði fram á fundi bæjarráðs 2. apríl sl. yfirlit yfir bókaðar lóðaúthlutanir frá 1.1. 2009. Þar má ætla við fyrstu sýn að úthlutað hafi verið lóðum í Kópavogi frá áramótum fyrir rúma 1,6 milljarða króna. Við nánari skoðun kemur þó í ljós að sá listi er ekki einungis villandi heldur beinlínis rangur og bendum við á eftirfarandi:

Af þeim 60 lóðum sem á listanum eru hefur einungis 14 lóðum verið úthlutað á árinu 2009 skv. fundargerðum bæjarráðs.

Ein lóð er tvítekin en varla hefur sömu lóðinni verið úthlutað til tveggja aðila?

Öðrum lóðum á listanum var úthlutað á síðasta ári, allt aftur að miðju ári 2008. Þar af hefur 6 af þeim lóðum þegar verið skilað.

Það er því ljóst að sá listi sem bæjarstjóri lagði fram á fundi 2. apríl og átti að sýna fram á fjölda lóðaúthlutana í Kópavogi er ekki pappírsins virði.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson”


Gunnar I Birgisson óskar bókað:

“Þetta er fínn páskaboðskapur til fjármálastjóra bæjarins.

Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri”

37.904061 - Tillaga samfylkingarinnar

"Með bókun sinni í bæjarráði þann 2. apríl sl: "á sama tíma og fulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýna framlög til menningarmála eru þeir tilbúnir að greiða málskostnað fyrir flokkssystkini sín, sem ætluðu að sækja fé í bæjarsjóð"

hefur bæjarstjóri vænt fulltrúa Samfylkingarinnar um fyrirgreiðslu til einstaka bæjarbúa vegna flokkstengsla. Jafnframt hefur bæjarstjóri með bókun sinni lýst ákveðinni afstöðu til þessara íbúa Kópavogs, hann dregur þau í pólitíska dilka og verður að draga í efa að afstaða bæjarstjóra í málinu sé byggð á sanngjörnum og eðlilegum sjónarmiðum. Í því ljósi leggjum við til að óháður utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir málið, erindi íbúanna við Vatnsenda ásamt umsögn bæjarlögmanns og gefi bæjarráði leiðbeiningar um afgreiðslu málsins.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson"


Frestað til næsta fundar.


Fundi slitið - kl. 13:45.