Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 9/6, um erindi Kjartans Más Sigurgeirssonar, varðandi framkvæmdir að Skógarlind 1.
Lagt er til að erindið verði samþykkt með þeim skilyrðum, að byggingarsvæðið verði girt af með traustri og vandaðri girðingu þar til framkvæmdum er lokið, að mokað verði yfir sökkla ef framkvæmdum við húsbyggingu verður ekki framhaldið innan eins árs, að fyllt verði að regnvatnslögn á svæðinu og að gengið verði þannig frá jöðrum svæðisins að hægt verði að leggja gangstéttir skv. gildandi skipulagi. Þessum skilyrðum skuli fullnægt innan fjögurra mánaða frá því að samþykki bæjarins liggur fyrir.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.