Bæjarráð

2505. fundur 22. maí 2009 kl. 12:00 - 12:00 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.901303 - Fundargerð byggingarnefndar 19/5.

1304. fundur

Bæjarráð staðfestir fundargerðina ásamt fylgiskjali.

2.901212 - Fundargerð atvinnu- og upplýsinganefndar 18/5.

315. fundur

3.905007 - Fundargerð félagsmálaráðs 19/5.

1263. fundur

4.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga.

Fylgiskjal sbr. lið 10 í fundargerð félagsmálaráðs 19/5.

Lagt fram.

5.905004 - Fundargerð skipulagsnefndar 19/5.

1165. fundur

6.712080 - Vallakór 10. Breytt deiliskipulag.

Liður 3 - Skipulagsnefnd samþykkir erindið, svo breytt, ásamt umsögn, dags. 4. maí 2009 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.


 


Jón Júlíusson vék af fundi undir þessum lið.

7.812078 - Skjólbraut 18, deiliskipulag.

Liður 9 - Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

8.903248 - Sæbólsbraut 40, breytt deiliskipulag.

Liður 11 - Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

9.903073 - Auðbrekka 20, breytt deiliskipulag.

Liður 12 - Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

10.904081 - Skemmuvegur 2a, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti tillagan verði auglýst og vísaði afgreiðslu hennar til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.902198 - Gulaþing 1, breytt deiliskipulag.

Liður 15 - Skipulagnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.


 


Fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

12.710027 - Hátröð 8, breytt deiliskipulag

Liður 16 - Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð hafnar erindinu.

13.802152 - Aksturstenging Gnípuheiðar og Gnitaheiðar. Breytt deiliskipulag.

liður 19 - Skipulagsnefnd hafnar erindnu og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð hafnar erindinu.

14.801295 - Hafnarfjarðarvegur. Auglýsingaskilti

Liður 20 - Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögnum umferðarnefndar, umhverfisráðs og Vegagerðarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.


 


Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

15.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 15/5.

118. fundur

16.905277 - Upplýsingar um atvinnuleysi.

Frá bæjarstjóra, lagðar fram upplýsingar um fjölda atvinnulausra í Kópavogi frá ágúst 2008 til apríl 2009.

Lagt fram.

17.905236 - Tillögur um rekstur Strætó bs.

Tillögurnar voru lagðar fram á síðasta fundi ráðsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Strætó bs., Gunnsteini Sigurðssyni, að vinna áfram að úrlausn málsins á grundvelli framlagðra tillagna.

18.709069 - Hellisheiðaræð, flutningsæð hitaveitu. Framkvæmdaleyfi.

Upplýsingar, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 14/5, varðandi fundargerð heilbrigðisnefndar 4/5.

Lagt fram.

19.901286 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Upplýsingar, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 14/5, varðandi fundargerð stjórnar slökkviliðs hbsv. 8/5.

Lagt fram.

20.904163 - Fyrirspurn frá Sérverk ehf. um hvers vegna aldrei sé leitað til þeirra með tilboð fyrir Kópavogsbæ.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 18/5. Ekkert er talið því til fyrirstöðu að Sérverk fái að taka þátt í útboðum í framtíðinni ef öllum lögmæltum skilyrðum er fullnægt.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að svara bréfritara.

21.801010 - Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar mótmælir lagningu reiðstígs í Sandhlíð í Garðabæ.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 18/5. Lagt er til að stígurinn verði færður inn fyrir sveitarfélagamörk Kópavogs nú í sumar og jarðrask í landi Garðabæjar verði lagfært og að Skógræktarfélagi Garðabæjar og Garðabæ verði tilkynnt um það nú þegar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

22.903019 - Sumarstörf 2009 (17 ára og eldri)

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og garðyrkjustjóra, dags. 20/5, tillaga að ráðningu sumarstarfsmanna.

Bæjarráð samþykkir tillögu að ráðningu 180 sumarstarfsmanna.

23.904227 - Sumarvinna áhaldahúss, helstu verk 2009

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 20/5, varðandi verkefni sumarsins hjá áhaldahúsi. Lagt er til að meðfylgjandi verkefnalisti verði samþykktur og umframkostnaði verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir tillögu að verkefnalista.

24.904156 - Ástand lóðar við hús leikskólans við Urðarbraut.

Frá umsjónarmanni fasteigna og garðyrkjustjóra, umsögn, dags. 19/5. Lagt er til að við fyrsta tækifæri verði lokið við girðingu á vesturlóðarmörkum og að í sumarfríi leikskólans verði farið í endurbætur á lóðarhluta á grunni tillagna forledraráðsins. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 2,7 m. kr., sem lagt er til að verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

25.904101 - Vatnsendablettur 301, stefna.

Frá bæjarlögmanni og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 20/5, varðandi sáttatillögu vegna eingnarnáms Vatnsendabletts 301. Lagt er til að gengið verði til samninga á umræddum grundvelli.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

26.905281 - Sumarstarfsmenn í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni 2009

Frá starfsmannastjóra, dags. 19/5, varðandi beiðni tveggja ungmenna um sumarráðningu í sumarbúðum á Úlfljótsvatni. Lagt er til að ráðin verði tvö ungmenni frá Skátafélaginu Kópum í 6 - 8 vikur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

27.903197 - Nordjobb sumarstörf í Kópavogi sumarið 2009.

Frá starfsmannastjóra, dags. 19/5, varðandi beiðni Nordjobb á Íslandi um sumarráðningu ungmenna frá Norðurlöndunum. Lagt er til að tvö ungmenni frá Norðurlöndunum verði ráðin í sumarvinnu hjá Kópavogsbæ í 6 - 8 vikur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

28.905055 - Erindi vegna niðurgreiðslu tómstundagjalda.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs og íþróttafulltrúa, umsögn, dags. 20/5, varðandi niðurgreiðslu tómstundagjalda. Þar sem tónlistarnám hefur ekki verið tekið inn í niðurgreiðslukerfi bæjarins er talið að ekki sé hægt að verða við erindinu.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir að sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs mæti til næsta fundar vegna málsins.

29.904181 - Beiðni um styrk vegna bílasýningar í Kórnum.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs og íþróttafulltrúa, umsögn, dags. 20/5, um erindi Kvartmíluklúbbsins. Þar sem þegar hefur verið gefinn sanngjarn aflsáttur af leiguverði salarins í Kórnum, er lagt til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

30.902001 - Tilkynning um úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2009.

Frá menntamálaráðuneytinu, dags. 12/5, niðurstöður úttekta og tilmæli um úrbætur.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra, skólanefndar og viðkomandi til afgreiðslu.

31.905207 - Dagur barnsins 24. maí 2009.

Frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 11/5, tilkynning varðandi hátíðahöld í tengslum við Dag barnsins.

Bæjarráð vísar erindinu til skóla- og leikskólanefndar til afgreiðslu.

32.905235 - Kópavogsbarð 7, fasteignagjöld.

Frá íbúum í bænum, beiðni um tímabundna niðurfellingu fasteignagjalda.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

33.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Frá Andra M. Helgasyni, tölvupóstur dags. 13/5, óskað eftir að tröppur verði fjarlægðar og aðgengi fyrir barnavagna, fatlaða og aldraða komi í staðinn.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

 

34.905183 - Styrkbeiðni vegna rekstrar unglingadeildar að Vogi

Frá SÁÁ, dags. í maí, óskað eftir að Kópavogsbær styrki starfsemina með því að kaupa 100 álfa, samtals 100.000 kr.

Bæjarráð samþykkir erindið með kaupum á álfum fyrir kr. 100.000,-.

35.905284 - Smiðjuvegur 68, kvörtun vegna framkvæmda í leyfisleysi.

Frá Hafþóri Jóhannssyni, tölvupóstur dags. 14/5, óskað svara vegna málsins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

36.905280 - Dalvegur 32, umsókn um matjurtarækt.

Frá Friðriki Hansen Guðmundssyni, dags. 19/5, óskað eftir heimild til að semja við lóðarhafa á Dalvegi 32 um nýtingu lóðarinnar undir matjurtagarða.

Bæjarráð vísar erindinu til garðyrkjustjóra til umsagnar.

37.905205 - Kleifakór 9. Ósk um hraðahindrun í Kleifakór.

Frá Birni Gunnlaugssyni, dags. 13/5, ósk um hraðahindrun.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og umferðarnefndar til umsagnar.

38.905273 - Öldusalir 3. Óskað eftir heimild til að framselja lóðarréttindi.

Frá Árna Jóhannesi Valssyni og Halldóru Harðardóttur, dags. 18/5, óskað eftir heimild til að selja lóðarréttindi að Öldusölum 3 Ágústi Má Ármanni og Önnu Maríu Kristjánsdóttur, ásamt tillögu sviðsstjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 19/5, um að samþykkja erindið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

39.904057 - Austurkór 20, lóðaskil.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 19/5, umsögn um erindi Ívars Arnar Arnarsonar og Sigurlínu Guðnýjar Ævarsdóttur, þar sem óskað var eftir að skila lóðinni að Austurkór 20. Lagt er til að bæjarráð hafni erindinu, þar sem búið er að stypa sökkla undir hús á lóðinni.Bæjarráð hafnar erindinu á grundvelli framlagðrar umsagnar.

40.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 26. maí. 2009

I. Fundargerðir nefnda.


II. Skipulagsmál.

41.904001 - Glaðheimar. Óskað eftir viðræðum um framtíð Glaðheimasvæðisins.

Guðríður Arnardóttir óskar eftir því að fulltrúar Kaupangurs mæti til næsta fundar bæjarráðs.
Jafnframt óskaði Guðríður Arnardóttir eftir upplýsingum um kostnað við skipulagsvinnu við Glaðheimasvæðið.

Sviðsstjóri skipulag- og umhverfissviðs gerði grein fyrir áföllnum kostnaði við skipulagsvinnu.


 


Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, vék af fundi kl. 13.55.

42.904068 - Viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fylgja eftir vinnu endurskoðanda vegna viðskipta Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ.

43.904068 - Núvirðing upphæða.

Áheyrnarfulltrúi VG í bæjarráði óskar eftir að upphæðir sem eru tilgreindar í svari til bæjarráðs vegna fyrirspurnar frá Samfylkingunni um viðskipti bæjarins við Frjálsa miðlun, frá 8. apríl sl. og svarað 13. maí, verði núvirtar miðað við launavísitölu í maí 2009.

Fundi slitið - kl. 12:00.