Frá bæjarritara, dags. 26/3, umsögn, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 19/3 sl., um styrkbeiðni frá Erlendi Jónssyni vegna þátttöku í Ólympíuleikum í efnafræði. Erlendur er stundakennari í efnafræði við HÍ og mun hafa umsjón með þjálfun íslenskra keppenda. Kópavogsbær hefur styrkt nemendur, sem taka þátt sem keppendur í Ólympíuleikum í stærðfræði með því að ráða þá í vinnu við Vinnuskólann. Hér er hins vegar um að ræða styrkumsókn vegna vinnutaps við þjálfun, því er lagt til að bæjarráð synji styrkbeiðninni.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.