Bæjarráð

2847. fundur 24. nóvember 2016 kl. 08:15 - 09:35 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1611555 - Ögurhvarf 4 C. Breyting á deiliskipulagi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á deiliskipulagi Ögurhvarfs 4c. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreitum og byggt er úr byggingarreit. Byggingarreitur færist um 2 m til vesturs í fyrirhugaðri tveggja hæða byggingu lóðarinnar. Í fyrirhugaðri einnar hæðar byggingu lóðarinnar stækkar byggingareiturinn um 3 x6 m til suðurs. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1611554 - Ögurhvarf 4 D. Breyting á deiliskipulagi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á deiliskipulagi Ögurhvarfs 4 d. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreitum og byggt er úr byggingarreit. Byggingarreitur vestari húshluta færist 3 m til suðurs og afstaða húsanna innbyrðis minnkar um 0.5 m. og verður 3m. í stað 3.5m. Á langhliðum beggja húshluta bætist útbygging 1.5x6.sm eða 9.0 m2 og fer hún 2,5 m út úr samþykktum byggingarreit byggingarreit. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1611007 - Skólanefnd, dags. 14. nóvember 2016.

111. fundur skólanefndar í 11. liðum.
Lagt fram.

4.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 14. nóvember 2016.

355. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

5.1610021 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 21. nóvember 2016.

80. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í X. liðum.
Lagt fram.

6.1604382 - Heimsmarkmiðin 17 - Agenda 2030

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lagt fram erindi þar sem ítrekuð er samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. apríl sl. um að fela umhverfissviði að stofna til starfshóps og hefja vinnu við aðgerðaráætlun um verkefnið "Heimsmarkmiðin 17 - Agenda 2030" í kjölfar gildistöku Parísarsamkomulagsins um aðgerðir í loftlagsmálum og leita samráðs við viðeigandi svið, deildir og hagsmunaaðila varðandi úrvinnslu verkefnisins.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs.

7.1403522 - Starfsumhverfi bæjarfulltrúa og valdmörk nefnda

Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fresta hækkun launa kjörinna fulltrúa á grundvelli tengingar við síðustu ákvörðun Kjararáðs og samþykkir að vísa málinu til úrvinnslu Forsætisnefndar.

8.16011146 - Mánaðarskýrslur 2016

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í júní.
Lagt fram.

9.1611736 - Boðaþing 14-16 og 18-20. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Boðaþings 14-16 og 18-20, Húsvirkis hf., um heimild til að veðsetja lóðirnar.

Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að veita umbeðna veðheimild.

10.15062358 - Samþykkt um hænsnahald í Kópavogi

Frá bæjarlögmanni, dags. 22. nóvember, lögð fram til samþykktar að nýju endurskoðuð samþykkt um hænsnahald í Kópavogi ásamt umsögn.


Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.1611163 - Skemmuvegur 44. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 21. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðmundar Bjarna Pálmasonar, kt. 220286-2909, f.h. Bílar og Tjón ehf., kt. 600605-0890, um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 3-5 bifreiðar að Skemmuvegi 44, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi og rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði en fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum þar sem fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.

12.1611619 - Boðaþing 11-13. Seinni áfangi hjúkrunarheimilis

Frá Hrafnistu, dags. 15. nóvember, lagt fram erindi varðandi seinni áfanga í byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing þar sem boðin er fram aðstoð við hönnunarferlið sem er framundan.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

13.1611635 - Bréf til Sorpu bs. um notkun blátunna fyrir bæði pappír og plast

Frá Gámaþjónustunni hf., dags. 16. nóvember, lagt fram bréf til Sorpu vegna ákvörðunar Kópavogsbæjar um að nota bláar tunnur til að flokka bæði pappír og plast.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

14.1611562 - Framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða

Frá velferðarráðuneyti, dags. 14. nóvember, lagt fram erindi vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir þar sem sveitarfélögin er hvött til þess að tryggja nægjanlegt framboð af lóðum til nýbygginga til að mæta þörf fyrir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.

15.1611541 - Gildistími brunavarnaráætlunar útrunninn

Frá Mannvirkjastofnun, dags. 14. nóvember, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á því að brunavarnaáætlun sveitarfélagsins er runnin út. Gerð er krafa um að brunavarnaáætlun verði endurskoðuð og send innan 3 mánaða.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra.

16.1611008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 11. nóvember 2016.

202. fundar afgreiðslna byggingarfulltrúa í 2. liðum.
Lagt fram.

17.1611010 - Barnaverndarnefnd, dags. 17. nóvember 2016.

61. fundur barnaverndarnefndar í 4. liðum.
Lagt fram.

18.1611016 - Félagsmálaráð, dags. 21. nóvember 2016.

1422. fundur félagsmálaráðs í 14. liðum.
Lagt fram.

19.1611327 - Rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila

Frá deildarstjóra þjónustudeildar aldraðra, dags. 22. nóvember, lagður fram til samþykktar Rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila, þar sem lagt er til að sambýlið Roðasalir verði áfram aðili að samningnum, og samþykktur var á fundi félagsmálaráðs þann 21. nóvember sl.
Bæjarráð frestar erindinu.

20.1611004 - Skipulagsnefnd, dags. 21. nóvember 2016.

1286. fundur skipulagsnefndar í 20. liðum.
Lagt fram.

21.1611489 - Álalind 18-20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. nóvember 2016 að breyttu deiliskipulagi Álalindar 18-20 ásamt skýringaruppdrætti dags. 21. nóvember 2016 með samþykki lóðarhafa Álalindar 4-8, 5, 10, 14 og 16. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar úr 35 í 43. Hámarksflatarmál húss eykst og verður 6.000 m2 án bílageymslu. Heildarflatarmál bílageymslu minnkar og verður 1.100 m2. Hæð byggingarreits breytist og er mesta hæð hússins talið frá yfirborði botnplötu 1. hæðar nú 21 metrar í stað 20.8 eða hækkun um 20 cm. Hæð byggingarreitar yfir þess hluta húss sem eru 4 hæðir lækkar úr 13, í 12,4 metrar og hæð byggingarreitar yfir þess hluta húss sem er 6 hæðir hækkar úr 17,8 metrar í 18,1 meter. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist. Krafa um fjölda bílastæða á íbúð er óbreyttur og er gert ráð fyrir 73 bílastæðum þar af 43 í niðurgrafinni bílageymslu. Að öðru leiti er vísað í ofangreinda gildandi skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmála sem samþykktir voru í bæjarstjórn 15. desember 2015. Þá lagður fram áritaður uppdráttur með ofangreindri deiliskipulagsbreytingu með samþykki lóðarhafa Álalindar 4-8; Álalindar 5,; Álalindar 10; Álalindar 14 og Álalindar 16. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

22.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Lýsingin er lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fjallar um breytingu á landnotkun og talnagrunni í Nónhæð, sem skv. núgildandi aðalskipulagi er áætlað fyrir samfélagsþjónustu og opin svæði en breytist skv. ofangreindri lýsingu í íbúðarbyggð og opin svæði. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

23.1611463 - Smáratorg 1-3. Breyting á fyrirkomulagi bílastæða á lóð.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram til kynningar tillaga Landark að breytingu á fyrirkomulagi bílastæða á lóð Smáratorgs. Uppdráttur í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. í október 2016. Einnig lögð fram til kynningar tillaga Arkís að staðsetningu skiltaturni með 3 stafrænum skjáum 4x2,4 m ofan á lyftukjarna á miðju bílastæði Smáratorgs. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 16. nóvember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

24.1611585 - Tónahvarf 9. Breyting á deiliskipulagi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga ASK akritekta að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Tónahvarf. Í breytingunni felst að byggt er úr út gildandi byggingarreit í norður og suður, fyrirhuguð bygging verði á einni hæða án kjallara og fyrirkomulagi bílastæða á lóð er breytt. Uppdráttur í mkv. 1.500 dags. 18. nóvember 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:35.