Bæjarráð

2850. fundur 15. desember 2016 kl. 08:15 - 09:45 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1612281 - Tilfærsla verkefna innan stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Innkaupamál og úthlutun lóða færð af umhverfissv

Frá bæjarstjóra, dags. 13. desember, lagt fram erindi vegna breytinga á skipulagi verkefna í stjórnsýslu bæjarins. Í breytingunni felst að innkaupamál og lóðaúthlutanir færast af umhverfissviði yfir á stjórnsýslusvið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að mótuð verði innkaupastefna sem bæjarráð staðfesti. Þá verði erindisbréf innkauparáðs lagt fyrir bæjarráð til samþykktar.

2.16011146 - Mánaðarskýrslur 2016

Frá bæjarritara, lagðar fram mánaðarskýrslur fyrir júlí, ágúst og september.
Lagt fram.

3.1612257 - Lundur 7-13. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 12. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Lundar 7-13, Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., um heimild til að veðsetja lóðina. Lagt er til við bæjarráð að veðsetning að fjárhæð kr. 1.200.000.000,-. verði heimiluð á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita veðleyfi í samræmi við tillögu fjármálastjóra.

4.1612258 - Naustavör 20-26. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 12. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Naustavarar 20-26, Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., um heimild til að veðsetja lóðina. Lagt er til við bæjarráð að veðsetning að fjárhæð kr. 700.000.000,-. verði heimiluð á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita veðleyfi í samræmi við tillögu fjármálastjóra.

5.1612050 - Huldubraut 46. Pálmi Kristinsson. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi fyrir gistist

Frá lögfræðideild, dags. 12. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. desember, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Pálma Kristinssonar, kt. 120557-3359, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I, að Huldubraut 46, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

6.1611163 - Skemmuvegur 44. Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 12. desember, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 8. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðmundar Bjarna Pálmasonar, kt. 220286-2909, f.h. Bílar og Tjón ehf., kt. 600605-0890, um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 3-5 bifreiðar að Skemmuvegi 44, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi, rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða nægir fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

7.1612204 - Fróðaþing 27, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfisssviðs, dags. 14. desember, lögð fram umsókn um lóðina Fróðaþing 27 frá Ármanni Bendiktssyni, kt. 080147-4819. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjenda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ármanni Bendiktssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Fróðaþingi 27 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

8.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 13. desember, lagt fram yfirlit yfir stöðu verkefna sem kosin voru áfram í "Okkar Kópavogur".
Lagt fram.

9.1306180 - Breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt

Frá Innanríkisráðuneyti, dags. 7. desember, lagt fram erindi um staðfestingu ráðherra á breytingu á bæjarmálasamþykkt Kópavogs. Samþykktin hefur verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda og er áætlaður birtingardagur þann 21. desember nk.
Lagt fram.

10.16031125 - Sorphirða í Kóp - Framtíðarsýn

Frá Sorpu, dags. 8. desember, lagt fram svar við bréfi bæjarstjóra frá 30. nóvember sl. vegna þróunarverkefnis um söfnun plasts frá íbúum.
Lagt fram.

11.1612207 - Ytra mat á grunnskólum 2017. Hörðuvallaskóli valinn

Frá Menntamálastofnun, dags. 7. desember, lagt fram erindi um framkvæmd ytra mats í leik-, grunn- og framhaldsskólum f.h. mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem tilkynnt er um að Hörðuvallaskóli hafi verið valinn til ytra mats í grunnskólum árið 2017.
Lagt fram.

12.1612208 - Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

Frá landssamtökum Þroskahjálpar, dags. 7. desember, lagt fram erindi um framboð húsnæðis á húsnæðismarkaði fyrir fatlað fólk.
Lagt fram.

13.1612252 - Skil starfshóps um skoðun á skráningum upplýsinga um grunnskólanemendur í rafræn upplýsingakerfi

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. desember, lagt fram erindi vegna skráningar og meðferðar persónuupplýsinga.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

14.1612240 - Leyfisumsókn fyrir áramótabrennu í Smárahvammi

Frá Breiðablik, dags. 9. desember, lagt fram erindi þar sem sótt er um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi á gamlárskvöld þann 31. desember 2016 kl. 20:30.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um umferðarstýringu og aðgengi almennings að brennunni.

15.1612243 - Umsagnarbeiðni vegna áramótabrennu

Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. desember, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Ungmennafélagsins Breiðablik, kt. 480169-0699, um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi á gamlárskvöld þann 31. desember 2016 kl. 20:30.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

16.1611022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 25.11.2016.

203. fundur í 9. liðum.
Lagt fram.

17.1611019 - Lista- og menningarráð frá 08.12.2016.

65. fundur í 23. liðum.
Lagt fram.

18.1612003 - Skólanefnd frá 05.12.2016.

112. fundur í 6. liðum.
Lagt fram.

19.1612340 - Bólusetningar barna í leik- og grunnskólum.

Karen Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Óska eftir því að kafað verði í þá hugmyndafræði að öll börn í leikskólum/skólum Kópavogs verði beðin um að framvísa bólusetningarvottorði vegna Kíghósta. Séu börn ekki bólusett fyrir þessum sjúkdómi, þá skuli aðrir foreldrar á leikskólum/skólum látnir vita af fjölda óbólusettra barna á þeim leikskólum sem þeirra börn eiga vist í. Tilfelli væru með nafnleynd en sett fram til að foreldrar annarra barna sér í lagi ungabarna viti af smithættu.
Foreldrum barna í Kópavogi verði einnig veitt fræðsla um mikilvægi bólusetninga almennt, sér í lagi í ljósi þess að um öryggi heildarinnar er að ræða. Slíkt mætti gera í samstarfi við embætti Landlæknis.

Óska eftir umsögn og mögulegri úrvinnslu/umsögn frá bæjarlögmanni og menntasviði.
Karen Halldórsdóttir"

Fundi slitið - kl. 09:45.