Bæjarráð

2853. fundur 12. janúar 2017 kl. 08:15 - 09:10 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1611026 - Óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ

Frá bæjarritara, dags. 9. janúar, lögð fram umsögn um beiðni Borgarleikhússins um viðræður um samstarf við Kópavogsbæ.
Bæjarráð telur sér ekki unnt að verða við erindinu með vísan til umsagnar bæjarritara.

2.1611733 - Efling samstarfs milli Kópavogsbæjar og Þjóðleikhússins

Frá bæjarritara, dags. 9. janúar, lögð fram umsögn um beiðni Þjóðleikhússins um viðræður um samstarf við Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarritara og vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

3.1701107 - Austurkór 38, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 9. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 38 frá Múr og Flísameistaranum ehf., kt. 490911-2350. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Múr og Flísameistaranum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 38 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

4.1701108 - Austurkór 40, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 9. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 40 frá Múr og Flísameistaranum ehf., kt. 490911-2350. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Múr og Flísameistaranum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 40 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

5.1701104 - Núpalind 1, Pizzan ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 9. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Pizzunnar ehf., kt. 681016-1200, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I, að Núpalind 1, 201 Kópavogi samkvæmt 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

6.1612974 - Vatnsendakrikar, úrskurður

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. janúar, lagt fram erindi ásamt bréfi frá Orkustofnun vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 3/2015 þar sem kærð var ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir á aukinni vatnsvinnslu Orkuveitunnar og Kópavogsbæjar í Vatnsendakrikum skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram.

7.1611422 - Umsókn um stofnstyrk vegna kaupa á íbúðum í Kópavogi 2017

Frá Brynju hússjóði öryrkjabandalagsins, dags. 14. nóvember, lagt fram erindi um stofnframlag skv. lögum um almennar íbúðir vegna kaupa á 11 íbúðum í Kópavogi á árinu 2017 fyrir öryrkja.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

8.1701012 - Markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs árið 2020

Frá Sorpu, dags. 9. janúar, lagt fram erindi vegna bréfs Umhverfisstofnunar um markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs fyrir árið 2020 frá 29.12.2016 sem var sent sveitarfélögunum og bæjarráð vísaði til stjórnar Sorpu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar:
"Það er aðdáunarvert hve áhugi á flokkun og endurvinnslu heimilisúrgangs hefur aukist á undanförnum árum."

Fundi slitið - kl. 09:10.