Bæjarráð

2856. fundur 02. febrúar 2017 kl. 08:15 - 09:01 á Digranesvegi 1, Bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.17011070 - Almannakór 2, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 31. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Almannakór 2 frá Jarðlausnir ehf., kt. 480709-0630. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Jarðlausnum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Almannakór 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

2.1512484 - Kríunes Vatnsenda, kæra vegna samþykkt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 27. janúar, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 115/2015 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Vatnsenda, svæði milli vatns og vegar, vegna Kríuness. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.
Lagt fram.

3.1701703 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna lengri opnunartíma

Frá lögfræðideild, dags. 27. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Á-B ehf., kt. 500914-0330, um tímabundið áfengisleyfi vegna beinnar útsendingar á úrslitaleik NFL, aðfararnótt mánudagsins 6. febrúar, til kl. 05:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag en afgreiðslutími er lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 gerir ráð fyrir. Sveitarstjórn hefur heimild til þess að samþykkja lengri opnunartíma.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

4.1701468 - Staða byggingarframkvæmda á hesthúslóðum.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 31. janúar, lagt fram erindi vegna stöðu byggingarframkvæmda á hesthúsalóðum.
Lagt fram.

5.1701149 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2017, 18 ára og eldri

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 20. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ árið 2017 fyrir 18 ára og eldri. Einnig er lagt til að framlagðar vinnureglur við ráðningar sumarstarfsfólks hjá Kópavogsbæ 2017 verði samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar vinnureglur við ráðningar sumarstarfsfólks hjá Kópavogsbæ og veitir heimild fyrir því að auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá bænum árið 2017 fyrir 18 ára og eldri.

6.1701892 - Beiðni um umsögn vegna nýrrar reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit

Frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 19. janúar, lögð fram beiðni um umsögn um nýja reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit. Óskað er eftir að umsögn berist ráðuneytinu eigi síðar en 10. febrúar nk.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

7.1701882 - Ósk um stuðning við verkefnið 1 Blár strengur og rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi

Frá nemendum og kennurum á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, lögð fram beiðni um stuðning til að styrkja átaksverkefnið "1 Blár strengur" sem er ætlað að vekja athygli á kynferðisofbeldi gagnvart drengjum, m.a. vegna ráðstefnuhalds, tónlistaratriða og vinnusmiðju auk þess sem útbúið verður kynningarefni og ítarefni til dreifingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

8.17011220 - Mál gegn Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf og Kópavogsbæ

Lögð fram stefna í máli Norðurturnsins hf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. og Kópavogsbæ til viðurkenningar á að kvaðir hvíli á lóðunum Hagasmára 1, 3 og 5 um samnýtingu bílastæða og gagnkvæman umferðarrétt og til ógildingar á deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

9.17011152 - Digranesvegur 81. Skaðabótamál vegna samþykktar á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024

Lögð fram stefna í máli Magnúsar Ingjaldssonar gegn Kópavogsbæ til innheimtu skaðabóta vegna samþykktar á aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem fól í sér breytta skilgreiningu lóðarinnar Digranesvegar 81.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Bókun Péturs H. Sigurðssonar:
"Ég óska eftir yfirliti yfir dómsmál á hendur bænum á umliðnum 6 árum."

10.17011222 - Hafraþing 4 og 6. Réttargæslustefna

Lögð fram réttarstefna í máli Jóns Viðars Stefánssonar og Auðar Kristínar Þorgeirsdóttur gegn Óshæð ehf. þar sem gerð er krafa um að grjóthleðsla á lóðarmörkum Hafraþings 4 og 6 og Hálsaþings 5 verði fjarlægð.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

11.17011223 - Hafraþing 8. Réttargæslustefna

Lögð fram réttarstefna í máli Agnars Hlyns Daníelssonar og Maríu Daggar Aðalsteinsdóttur gegn Óshæð ehf., Sigurði Strange og Hörpu Kristjánsdóttur þar sem gerð er krafa um að grjóthleðsla á lóðarmörkum Hafraþings 8 og Hálsaþings 9 verði fjarlægð.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

12.1611006 - Íþróttaráð - 65. fundur frá 24.11.2016

65. fundur í 75. liðum.
Lagt fram.

13.1612013 - Íþróttaráð - 66. fundur frá 09.12.2016

66. fundur í 39. liðum.
Lagt fram.

14.1701017 - Íþróttaráð - 67. fundur frá 07.01.2017

67. fundur í 5. liðum.
Lagt fram.

15.1701021 - Íþróttaráð - 68. fundur frá 23.01.2017

68. fundur í 2. liðum.
Lagt fram.

16.1611013 - Leikskólanefnd - 76. fundur frá 17.11.2016

76. fundur í 6. liðum.
Lagt fram.

17.1612020 - Leikskólanefnd - 77. fundur frá 15.12.2016

77. fundur í 8. liðum.
Lagt fram.

18.1701028 - Leikskólanefnd - 78. fundur frá 23.01.2017

78. fundur í 2. liðum.
Lagt fram.

19.17011168 - Fundargerð 370. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 27.01.2017

370. fundur í 11. liðum.
Lagt fram.

20.17011146 - Fundagerð 258. fundar stjórnar Strætó bs. frá 20.01.2017

258. fundur í 6. liðum.
Lagt fram.

21.1701007 - Velferðarráð - 1. fundur frá 09.01.2017

1. fundur í 8. liðum.
Lagt fram.

22.1701026 - Velferðarráð - 2. fundur frá 23.01.2017

2. fundur í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:01.