Bæjarráð

2868. fundur 27. apríl 2017 kl. 07:30 - 08:49 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1602935 - Málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs.

Kynning á lífeyrisskuldbindingum Kópavogsbæjar vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar frá Vigfúsi Ásgeirssyni tryggingastærðfræðingi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1704493 - Mánaðarskýrslur 2017

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í janúar.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1703584 - Hagasmári 3, XO. Exotic investments ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 19. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Exotic investmens ehf., kt. 440315-2830, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hagasmára 3, 201 Kópavogi. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgeiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem lög og reglur sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1703295 - Nýbýlavegur 22, American Style. FoodCo. hf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 19. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn FoodCo hf., kt. 660302-2630 um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Nýbýlavegi 22, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetningar staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1703616 - Skemmuvegur 32. Beiðni um umsögn vegna ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 19. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Gunnars Haraldssonar f.h. Cargo sendibílaleigu ehf., kt. 550900-2620, um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með sjö bifreiðar að Skemmuvegi 32, 200 Kópavogi. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 65/2015 um leigu skráningarskyldra ökutækja og 5. og 6. gr. rgl. um sama efni nr. 840/2015 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi, rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða virðist nægja fyrir umsóttum fjölda ökutækja þar sem um endurnýjun á rekstrarleyfi er að ræða.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

6.1704492 - Arðgreiðslur vegna ársins 2016

Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dags. 19. apríl, lagt fram erindi um útgreiðslu arðs vegna rekstrarársins 2016.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1704006F - Skipulagsráð - 7. fundur frá 18.04.2017

Fundargerð í 18. liðum.
Lagt fram.
 • 7.12 16111197 Fagraþing 2. Breyting á deiliskipulagi.
  Lögð fram tillaga ARK þing arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Fagraþing. Í breytingunni felst að breyta núverandi einbýlishúsi í parhús. Jafnframt er lagt til að bætt verði við bílskýli norðvestan til í húsinu og á annari hæð verði svölum lokað að hluta. Fjöldi bílastæða breytist úr þremur stæðum í fimm og nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,34 í 0,43. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 12. apríl 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 7 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda breytingu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

8.1704370 - Fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.12.2016

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1704496 - Fundargerð 263. fundar stjórnar Strætó bs. frá 07.04.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1704497 - Fundargerð 442. fundar stjórnar SSH frá 03.04.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1704021F - Velferðarráð - 8. fundur frá 24.04.2017

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.
 • 11.4 1702627 Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð 2017
  Niðurstaða Velferðarráð - 8 Velferðarráð samþykkir framlagða breytingartillögu fyrir sitt leyti. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir framlagða breytingartillögu á reglum um fjárhagsaðastoð fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 11.9 1610412 Sérstakur húsnæðisstuðningur
  Lagt fram til upplýsingar Niðurstaða Velferðarráð - 8 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fella út 5. grein reglna um sérstakan húsnæðisstuðning. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir fyrri sitt leyti að fella út 5. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 08:49.