Bæjarráð

2870. fundur 11. maí 2017 kl. 07:30 - 09:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Karen E. Halldórsdóttir tekur sæti formanns í fjarveru Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Kynning á spjaldtölvuverkefninu frá verkefnastjóra spjaldtölvuinnleiðingar.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 7.35, fundi fram haldið kl. 8.18.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1611147 - Fannborg 2, 4 og 6, sala fasteigna.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. maí, lögð fram beiðni til bæjarráðs um að hefja opið söluferli á Fannborg 2, 4 og 6.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Frá sviðsstjórum umhverfissviðs og menntasviðs, dags. 9. maí, lagt fram erindi vinnuhóps um húsnæðismál Kársnesskóla vegna kennslu haustið 2017. Lagt er til að húsnæði Fannborg 2 verði nýtt til kennslu unglingastigs fram að næstu áramótum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að húsnæði Fannborg 2 verði nýtt til kennslu unglingastigs fram að næstu áramótum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1703841 - Kópavogsbraut 58, Kársnesskóli, lausar kennslustofur

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 9. maí, lagðar fram niðurstöður úr samkeppnisviðræðum um byggingu 10 lausra kennslustofa við Kársnesskóla. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við Eðalbyggingar ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Eðalbyggingar ehf. um byggingu 10 lausra kennslustofa við Kársnesskóla.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1703902 - Funalind 2. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 746.820,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 746.820,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Leikfélags Kópavogs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.17011214 - Gullsmári 9. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Félags eldri borgara um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 211.167,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 211.167,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Félags eldri borgara í Kópavogi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1703656 - Hamraborg 1. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS Barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 210.276,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 210.276,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign SOS Barnaþorpa.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.17031237 - Hestheimar 14-16. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Spretts fasteignafélags um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.503.353,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 1.503.353,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Spretts fasteignafélags.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1703404 - Hlíðasmári 14. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 400.950,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 400.950,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1702414 - Hlíðasmári 14. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsumdæmisins á Íslandi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 552.420,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 552.420,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Lionsumdæmisins á Íslandi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1702604 - Ögurhvarf 6. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Ás styrktarfélags um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 5.744.520,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 5.744.520,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Ás styrktarfélags.

Ýmis erindi

12.1705442 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2017

Frá Landskerfi bókasafna, dags. 2. maí, lagt fram boð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. árið 2017 þann 24. maí nk. kl. 14:00.
Bæjarráð vísar málinu til forstöðumanns Bókasafns Kópavogs.

Ýmis erindi

13.1705517 - Hafnarbraut 12, gröftur á lóðarmörkum

Frá Málþingi lögmannsstofu f.h. Þróunarfélagsins ehf., lóðarhafa Hafnarbrautar 12, dags. 5. maí, lögð fram beiðni um tímabundna innlausn lóðarréttinda í tengslum við framkvæmd skipulags vegna graftar á lóðarmörkum Hafnarbrautar 12 og Kársnesbrautar 106.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

14.1705522 - Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafn til umsagnar

Frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 8. maí, lögð fram til umsagnar drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

15.1705445 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 5. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

16.1705440 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 3. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

17.1705437 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fóks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 3. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

18.1705025 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 28. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

19.1705254 - Styrkbeiðni vegna þátttöku í Ólympíukeppni í efnafræði

Frá Sigurði Guðna Gunnarssyni, dags. 30. apríl, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í efnafræði í Svíþjóð og Tælandi.
Bæjarráð vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

20.1704025F - Lista- og menningarráð - 71. fundur frá 02.05.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1704029F - Menntaráð - 8. fundur frá 02.05.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.1705518 - Fundargerð 264. fundar stjórnar Strætó bs. frá 28.04.2017

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.1705450 - Fundargerð 374. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.05.2017

Fundargerð í 12. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.1704022F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 87. fundur frá 02.05.2017

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.1705003F - Velferðarráð - 9. fundur frá 08.05.2017

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:30.