Bæjarráð

2873. fundur 08. júní 2017 kl. 07:30 - 09:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704493 - Mánaðarskýrslur 2017

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í mars.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Frá starfshópi um húsnæðismál Kársnesskóla, dags. 29. maí, lögð fram tillaga ásamt greinargerð um húsnæðismál Kársnesskóla þar sem lagt er til að bygging Kársnesskóla við Skólagerði verði rifin, starfsemi skólans verði í Vallargerði á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir og að nýr starfshópur verði skipaður til að vinna að hönnun nýrrar byggingar skólans. Bæjarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar á fundi þann 1. júní sl.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.16031125 - Sorphirða í Kóp - Framtíðarsýn

Frá deildarstjóra gatnadeildar, lögð fram skýrsla tækniráðs Sorpu um úrræði við söfnun plasts á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.

Gestir

  • Karl Eðvaldsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:00
  • Guðmundur Gísli Geirdal, stórnarmaður Sorpu bs. - mæting: 08:00

Ýmis erindi

4.1706025 - Fyrirspurn um lóð fyrir nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu

Frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 29. maí, lögð fram fyrirspurn um lóð fyrir nýtt meðferðarheimili unglinga á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og velferðarsviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

5.1706153 - Framlög til Reykjanesfólkvangs 2017

Frá stjórn Reykjanesfólksvangs, dags. 1. júní, lagt fram erindi um hækkun framlags sveitarfélagsins til Reykjanesfólksvangs.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum með fyrirvara um að Reykjavíkurborg samþykki framlag í samræmi við erindið.

Ýmis erindi

6.1706155 - Sérstakur húsnæðisstuðningur. Nýjar reglur Kópavogsbæjar

Frá ÖBÍ, dags. 2. júní, lagt fram erindi um reglur Kópavogsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

7.1706156 - BHM vekur athygli á kröfu SÍM um að myndlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína

Frá BHM, dags. 1. júní, lagt fram erindi um kröfu Sambands íslenskra myndlistarmanna um að myndlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1704028F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 216. fundur frá 28.04.2017

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1705007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 217. fundur frá 11.05.2017

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1704538 - Fundargerð 223. fundar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24. apríl 2017

Fundargerð í 39. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.17051878 - Fundargerð 224. fundar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29. maí 2017

Fundargerð í 66. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1705017F - Leikskólanefnd - 82. fundur frá 23.05.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.
Samþykkt með fimm atkvæðum að taka fundargerð lista- og menningarráðs frá 24. maí sl. inn á dagskrá með afbrigðum.

Fundargerðir nefnda

13.1705009F - Lista- og menningarráð - 72. fundur frá 24.05.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.17051880 - Tillaga um málshraða við fyrirspurnum frá kjörnum fulltrúum

Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa, um málshraða. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara og bæjarlögmanni að móta tillögur um málsmeðferð þeirra mála sem bæjarfulltrúar og fulltrúar nefnda leggja fram í ráðum og nefndum bæjarins. Þá verði einnig mótaðar reglur um tíma sem tekur að svara málum hvort heldur fyrirspurnir beinast að embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þá verði einnig gerðar tillögur um form svara sem lögð eru fram við formlegum fyrirspurnum. Greinargerð: Bæjarfulltrúar hafa m.a. það hlutverk að vekja athygli á málum innan bæjarins, veita öðrum kjörnum fulltrúum aðhald og kalla eftir upplýsingum um mál sem eru til umræðu. Upplýsingaöflun sem þessi er oft nauðsynleg til að varpa ljósi á mál, bæta ákvarðanatöku og veita bæjarbúum upplýsingar um hvernig bænum er stjórnað. Eftir atvikum geta slíkar upplýsingar komið frá kjörnum fulltrúum eða embættismönnum og stundum getur ytri upplýsingaöflun verið nauðsynleg. Það er ekki óeðlilegt að einhver viðmið séu um málshraða. Slíkt hjálpar bæjarfulltrúum að skipuleggja störf sín og auðveldar þeim að rækja skyldur sínar gagnvart bæjarbúum. Bæjarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar á fundi þann 1. júní sl.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.1706160 - Kaup Kópavogsbæjar á landi ríkisins að Vatnsendahæð. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni um gang viðræðna milli Kópavogsbæjar og ríkisins

Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrú:
"Hvað líður viðræðum Kópavogsbæjar og ríkisins um kaup Kópavogsbæjar á landi ríkisins að Vatnsendahæð?
Nú hafa bæði Garðabær og Reykjavík lokið viðræðum og keypt land undir byggingalóðir af ríkinu. Mikilvægt er að Kópavogur sitji ekki eftir í þessum málum."
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:30.