Bæjarráð

2876. fundur 29. júní 2017 kl. 07:30 - 10:08 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704493 - Mánaðarskýrslur 2017

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í apríl.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1704658 - Menntasvið-viðveruskráning

Rekstrarstjóri menntasviðs kynnir greiningu á fjarvistum starfsmanna.
Lagt fram.

Gestir

  • Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 08:10
  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:10

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1705931 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um innleiðingu innra eftirlits Kópavogsbæjar

Frá sérfræðingi á fjármálasviði, lagt fram svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 18. maí síðastliðinn um innleiðingu innra eftirlits.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 09:00
  • Páll Ólafsson sérfræðingur á fjármálasviði - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1703841 - Kópavogsbraut 58, Kársnesskóli, lausar kennslustofur

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. júní, lagðar fram niðurstöður útboðs í 7 færanlegar kennslustofur við Kársnesskóla. Lagt er til að bæjarráð samþykki að leitað verði samninga við lægstbjóðanda HD Hús ehf. / Euromodul Ltd.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda HD Hús ehf. / Euromodul Ltd.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1706533 - Hagasmári 3, Íslandsbanki. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 22. júní 2017, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 16. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Íslandsbanka hf., kt.491008-0160, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II að Hagasmára 3, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og um afgreiðslutíma áfengis vísast til lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.
Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag en afgreiðslutími er umfram það sem ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 gerir ráð fyrir. Óskað er eftir opnunartíma til kl. 24:00 virka daga en lögreglusamþykktin gerir ráð fyrir opnunartíma til 23:30 virka daga. Sveitastjórn má samþykkja lengri opnunartíma. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1706373 - Hamraborg 20A, Videomarkaðurinn. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 21. júní, lagt fram bréf Sýslusmannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Videomarkaðarins ehf., kt. 711297-4059, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingahús í flokki III, að Hamraborg 20a, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1701012 - Markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs árið 2020

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. febrúar, lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngunefndar í tilefni af bréfi Umhverfisstofnunar um markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs fyrir árið 2020 sem var sent sveitarfélögunum. Einnig lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa, dags. 26. júní, um áhrif gas- og jarðgerðarstöðvar vegna málsins.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.0704018 - Auglýsingar á strætóskýlum

Frá AFA JCDecaux, dags. 23. júní, lögð fram uppsögn samnings um götugögn frá 1. júlí 1998, tilkynning um fyrirhuguð niðurrif biðskýla AFA JCDecaux.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Bæjarráð vísar erindinu jafnframt til stjórnar SSH.

Ýmis erindi

9.1706616 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikum í eðlisfræði

Frá Þórði Friðrikssyni, dags. 18. júní, lögð fram beiðni um styrk vegna þáttöku í Ólympíuleikum í eðlisfræði.
Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

10.1706637 - Fundargerð 267. fundar stjórnar Strætó bs. fá 9.6.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál

11.1406525 - Fundartími bæjarráðs

Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku og skal bæjarráð festa fundartíma ráðsins í upphafi skipunartíma þess, sbr. 47. gr. bæjarmálasamþykktar um stjórn Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að í júlí verði fundir bæjarráðs 13. og 27., og í ágúst verði fundir þann 10. og 24.

Formaður bæjarráðs lagði til að fundir bæjarráðs fari fram kl. 7.30.

Hlé var gert á fundi kl. 9:55. Fundi var fram haldið kl. 10.00.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram tillögu um að fundir bæjarráðs fari fram kl. 8:15.

Hlé var gert á fundi kl. 10:01. Fundi var fram haldið kl. 10:05.

Bæjarráð samþykkir að reglulegir fundir ráðsins verði vikulega á fimmtudögum kl. 7.30 með þremur atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur og Karenar Halldórsdóttur. Ása Richardsdóttir og Birkir Jón Jónsson greiddu atkvæði með tillögu um að fundir ráðsins fari fram kl. 8.15.

Fundargerðir nefnda

12.1706020F - Velferðarráð - 12. fundur frá 26.06.2017

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.
  • 12.2 1706574 Tillaga um breytingu á reglum um útleigu á félagslegum leiguíbúðum
    Niðurstaða Velferðarráð - 12 Velferðarráð samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um breytingar á reglum um útleigu á félagslegum íbúðum.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.1706724 - Tillaga um að Kópavogsbær styrki verkefnið "Vinátta í verki"

Tillaga frá Theodóru Þorsteinsdóttur formanni bæjarráðs, um að Kópavogsbær styrki verkefnið "Vinátta í verki" um 2 milljónir.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:08.