Bæjarráð

2897. fundur 04. janúar 2018 kl. 07:30 - 08:18 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1706413 - Vallagerðisvöllur. Okkar Kópavogur, hugmyndasamkeppni.

Tilnefning tveggja kjörinna fulltrúa, einum frá minnihluta og einum frá meirihluta, í stýrihóp hugmyndasamkeppnarinnar sbr. samþykkt bæjarráðs frá 7/9/2017.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tveir fulltrúar komi frá meirihluta, þau Hjördís Ýr Johnson og Sverrir Óskarsson, og einn frá minnihluta, Pétur Hrafn Sigurðsson.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.17121024 - Digranesvegur 12. Ósk um endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar 16.10.2017

Frá lögfræðideild, dags. 21. desember, lögð fram umsögn um beiðni um endurupptöku á máli er varðar Digranesveg 12.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1712803 - Kærð niðurstaða útboðs Kópavogsbæjar: Knattspyrnuhúsið Kórinn - nýtt gervigrasyfirborð. Kærunefnd útboðsmála

Frá lögfræðideild, dags. 21. desember, lögð fram umsögn um ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli, nr. 28/2017, útboðs á gervigrasi í Kórnum.
Jafnframt er lögð fram sjálf ákvörðunin.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1706636 - Kært útboð bæjarsjóðs Kópavogs á framleiðslu á mat. Stöðvunarkrafa

Frá lögfræðideild, dags. 21. september, lögð fram umsögn um úrskurð í máli kærunefndar útboðsmála, nr. 14/2017, Sölufélag garðyrkjumanna ehf. gegn Kópavogsbæ og ISS Íslandi hf.
Jafnframt er lagður fram sjálfur úrskurðurinn.
Lagt fram.

Ýmis erindi

5.17121072 - Beiðni um styrk vegna ársins 2018

Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, dags. 21. desember, lögð fram beiðni um styrk til starfseminnar fyrir árið 2018 að fjárhæð kr. 500.000.-.
Einnig er lögð fram skýrsla stjórnar frá 14.03.2016-20.03.2017 og ársreikningur Krabbameinsfélags Reykjavíkur fyrir árið 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

6.17121057 - Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga

Frá Landgræðslu ríkisins, dags. 12. desember, lagt fram erindi er varðar endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

7.17121058 - Óskað eftir umsögn Kópavogsbæjar vegna umsóknar um lyfsöluleyfi

Frá Lyfjastofnun, dags. 19. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Vallarkór 4 í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

8.17121040 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til samþykktar

Frá stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. desember, lögð fram beiðni um samþykki á gjaldskrá Slökkviliðsins.
Jafnframt er lögð fram gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

9.17121059 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 21. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.17121060 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

11.1712997 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

12.1712983 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 27. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Fundargerðir nefnda

13.1712011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 232. fundur frá 07.12.2017

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1712004F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 58. fundur frá 20.12.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1712982 - Fundargerð 451. fundar stjórnar SSH frá 4.12.2017

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:18.